Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/12

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið staðfest

3

Eins og stormurinn hvín svo hátt,
harmarnir dynja á.
Sýngur negra drengur dátt,
dansar á hæl og tá.

„Ágætt,“ hrópaði Haley, og fleygði sin epli til hans.

„Sýndu nú líka, að þú kannt að dansa,“ sagði Shelby.

Drengurinn dansaði fram og aptur um gólfið, með rúsínugreinina í hendinni.

„Hann er kátur sá litli,“ hrópaði Haley ánægður, „látið mig fá hann með, þá erum við kvittir.“

Í þessu var hurðinni lokið upp, og ung kvarteron[1] stúlka kom inn í herbergið.

Það var fljótséð, að hún var móðir barnsins, þau voru svo lík. Hana grunaði, í hvaða erindum Haley mundi vera, og hún fyltist dauðans angist sakir barns síns. Hún var hraustleg og blómleg í útliti, og þrælakaupmaðurinn var ekki lengi að sjá, að hún mundi vera hin ákjósanlegasta verzlunarvara.

„Hvað viltu, Elísa?“

Fyrirgefið, herra; eg var að leita eptir Harry. „Og hún flýtti sér út aptur með drenginn á handleggnum.

„Þessi mundi ganga út,“ sagði Haley, „hún er minnst fjögur þúsund króna virði.“

  1. Kvarteron er kynblendingur af hvítum og múlöttum, og eru litlu dekkri á hörund en Spánverjar og Ítalir. Múlattar eru kynblendingar af hvítum mönnum og svertingjum.