3
Eins og stormurinn hvín svo hátt, |
„Ágætt,“ hrópaði Haley, og fleygði sin epli til hans.
„Sýndu nú líka, að þú kannt að dansa,“ sagði Shelby.
Drengurinn dansaði fram og aptur um gólfið, með rúsínugreinina í hendinni.
„Hann er kátur sá litli,“ hrópaði Haley ánægður, „látið mig fá hann með, þá erum við kvittir.“
Í þessu var hurðinni lokið upp, og ung kvarteron[1] stúlka kom inn í herbergið.
Það var fljótséð, að hún var móðir barnsins, þau voru svo lík. Hana grunaði, í hvaða erindum Haley mundi vera, og hún fyltist dauðans angist sakir barns síns. Hún var hraustleg og blómleg í útliti, og þrælakaupmaðurinn var ekki lengi að sjá, að hún mundi vera hin ákjósanlegasta verzlunarvara.
„Hvað viltu, Elísa?“
Fyrirgefið, herra; eg var að leita eptir Harry. „Og hún flýtti sér út aptur með drenginn á handleggnum.
„Þessi mundi ganga út,“ sagði Haley, „hún er minnst fjögur þúsund króna virði.“
- ↑ Kvarteron er kynblendingur af hvítum og múlöttum, og eru litlu dekkri á hörund en Spánverjar og Ítalir. Múlattar eru kynblendingar af hvítum mönnum og svertingjum.