Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/19

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið staðfest

10

gjörir eitthvað hræðilegt. Ég undrast alls ekkert yfir tilfinningum þínum; en, ó, farðu varlega, gjörðu það vegna mín — og Harrys.“

„Ég hef farið gætilega, og ég hefi verið þolinmóður; en það fer allt af hríðversnandi — hold og blóð getur ekki afborið það lengur. Hann notar sérhvert tækifæri, sem hann getur, til að særa mig og kvelja. Ég hugsaði, að ég gæti gengið rólegur að starfi mínu, og haft dálítinn tíma til að læra og lesa, fyrir utan vinnutímann; en því meira sem hann sér að ég get unnið, því meira hleður hann á mig.“

„Það er ekki lengra síðan, enn í gærdag, að ég var að hlaða grjóti í vagn; hann Tómas litli sonur hans stóð hjá og sveiflaði svipu sinni svo nálægt hestinum, að hann varð hræddur. Ég bað hann að hætta, eins kurteislega og ég gat; en hann hélt jafnt áfram. Ég bað hann aptur, og þá sneri hann sér að mér og fór að lemja mig. Ég tók í höndina á honum, og hann barðist um og æpti, stökk svo til föður síns og sagði honum, að ég hefði barið sig. Hann kom afarreiður, og sagðist skyldi sýna mér, hver væri húsbóndi minn; og hann batt mig við tré og sagði drengnum, að hann mætti berja mig með svipunni sinni, þangað til hann væri orðinn þreyttur; og það gjörði hann.“

Það brá skugga yfir enni hins unga manns, og úr augum hans brann eldur, sem kom hinni ungu konu hans til að skjálfa.

„Hver hefur gjört þennan mann að herra yfir mér? Það