Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/51

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið staðfest

X. Jón Trompe.

Það var liðið á nóttu, þegar vagninn nam staðar frammi fyrir dyrunum á stórum og reisulegum bóndabæ. Það var ekki svo lítil fyrirhöfn að vekja fólkið upp, en loks kom hávaxinn og karlmannlegur maður fram í dyrnar. Það var hinn virðulegi, aldurhnigni Jón Trompe, sem einu sinni var auðugur land- og þrælaeigandi.

Hann var heiðursmaður, ráðvandur, réttvís og hjartagóður; í mörg ár hafði hann verið sjónarvottur að hinni grimmilegu meðferð, er þrælarnir urðu að sæta; og þar kom, að hann gat ekki þolað það lengur; og einn góðan veðurdag tók hann að lokum kampunginn sinn og ferðaðist til eins af ríkjunum þar sem ekki var þrælahald, Ohio, og keypti þar stórt land og gott. Að því búnu gaf hann öllum þrælum sínum frelsi, og flutti þá alla, karlmenn, konur og börn, á vögnum sínum á nýju landareignina, og fékk þeim þar bústaði.

„Ert þú sá maður, að þú viljir varðveita umkomulausa konu og barn fyrir þræla-ofsækjendum?“

„Það vil ég ætla, að ég sé,“ sagði hinn virðulegi Jón með töluverðri áherzlu.

„Það hugsaði ég líka,“ sagði ráðherrann.

„Komi einhverjir," sagði Trompe, og rétti úr hinum sterk-

42