Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/53

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið staðfest

44

„Eg þakka þér, góði vin, en heim verð eg að komast aptur í nótt.“

„Jæja, fyrst þér liggur svona mikið á, þá skal eg fylgja þér á veg, sem er miklu fljótfarnari, en sá sem þú komst; sá vegur er mjög slæmur.“

Jón tók klæði sín í flýti, og fylgdi Bird á veg, sem lá á bak við hóla, er skygðu á bústað hans. Þegar þeir kvöddust, stakk Bird 10 dollara seðli í hönd honum.

„Það er handa henni,“ sagði hann í snatri. „Já, já,“ sagði Jón.

Þeir tókust í hendur, og hvor fór sína leið.