XI. Endurfundir og frelsi.
Frá heimili Jóns Trompe var Elísa flutt í lítið kvekara þorp, þar sem stroku-þrælum opt hafði verið haldið leyndum. Hún var búin að vera þar um tíma, þegar húsmóðirin í húsi því, sem henni hafði verið veitt móttaka í, kom einhverju sinni að máli við hana.
„Ertu enn þá að hugsa um að fara til Canada, Elísa?“ sagði hún.
„Já,“ sagði Elísa, „eg hlýt að halda áfram; eg þori ekki að nema staðar.“
„Og hvað tekurðu til bragðs, þegar þar er komið? Um það verðurðu að hugsa, dóttir mín.“
„Dóttir mín,“ var ávarp, er var mjög svo náttúrlegt á vörum Rakelar Halliday, því andlit hennar og viðmót var mjög svo „móðurlegt.“
Höndin á Elísu titraði, og nokkur tár hrundu niður á verkið, sem hún var með, en hún svaraði einbeitt: „Eg ætla að vinna — hvaða vinnu, sem eg get fengið — eg vona að eg fái eitthvað að gjöra.“
„Þú veizt að þið megið vera hér eins lengi og þú vilt,“ sagði Rakel.
„Ó, eg þakka yður fyrir,“ sagði Elísa, „en,“ hún benti á
45