Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/55

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið staðfest

46

Harry, „eg get ekki sofið á nóttunni, eg nýt engrar hvíldar. Í nótt sem leið dreymdi mig að þessi maður, sem keypti hann, kom hérna inn í garðinn.“ Og það fór hrollur um hana.

„Veslings barn,“ sagði Rakel og þurkaði sér um augun, „en þú ættir ekki að vera svona kvíðafull; drottinn hefur hagað því svo allt til þessa dags, að enginn flóttamaður hefur náðst í þorpi voru, og ég treysti því að þú verðir ekki hin fyrsta.“

Þegar þær voru að talast við, kom Símon Halliday inn í herbergið; hann var hár vexti, beinvaxinn og burðalegur maður; hann var í grófgjörðri léreptstreyju með barðastóran hatt á höfði.

„Er ekkert að frétta?“ spurði Rakel.

„Pétur Stebbins sagði mér, að þeir mundu koma hér í kvöld með vini“ sagði Simon; og var sem eitthvað þýðingarmikið byggi undir.

„Einmitt það,“ sagði Rakel og varð litið til Elísu.

„Sagðirðu að þú hétir Elísa Harris?“ spurði Símon.

Rakel leit á mann sinn, en Elísa svaraði titrandi: „Já!“ Hræðsla hennar var ætíð efst á teningnum, og hugsaði hún nú að það hefði verið auglýst eptir sér.

„Rakel,“ sagði Símon við konu sína, og leiddi hana fram í fordyrið, „maðurinn hennar Elísu er kominn hingað í þorpið, og kemur til okkar í kvöld.“

„Ó, er það satt?“ sagði Rakel og andlit hennar ljómaði af gleði.

„Það er alveg satt og áreiðanlegt. Pétur fór í gær niður