Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/56

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið staðfest

47

í nýlendu, þar hitti hann aldraða konu og tvo karlmenn, og kvaðst annar heita Georg Harris. Eg er viss um að það er satt. Nú skulum við segja henni það.“

Rakel gekk fram í eldhúsið, þar sem Elísa sat við sauma sína. Hún opnaði dyr á litlu svefnherbergi við hliðina og sagði góðlátlega: „Komdu hérna inn með mér, dóttir góð, ég hef fréttir að færa þér.“

Blóðið þaut fram í hið föla andlit Elísu; hún skalf af angist, og leit á Harry um leið og hún stóð upp.

„Nei, nei,“ sagði Rut (vinstúlka, sem komin var) og hljóp til Elísu og tók í hönd hennar, „vertu óhrædd, það eru góðar fréttir, farðu inn! farðu inn!“ og hún ýtti henni hægt að dyrunum, sem lukust á eftir henni; Rut snéri sér þá við, tók Harry litla í fang sér og sagði: „Nú sérðu hann pabba þinn bráðum, litli vinur minn. Veiztu það ekki? hann pabbi þinn kemur,“ sagði hún aptur og aptur, þegar drengurinn leit undrandi á hana.

Inni í herberginu töluðust þær við, Rakel og Elísa.

Rakel gekk að Elísu og sagði: „Drottinn hefur miskunað sig yfir þig, maðurinn þinn er sloppinn úr þrældóms húsinu."

Blóðið þaut með hraða fram í kinnar Elísu, og eins fljótt aptur til hjarta hennar. Hún settist niður föl og titrandi.

„Vertu hughraust, barn mitt;“ sagði Rakel, og klappaði á höfuð hennar, „hann er á meðal vina, sem ætla að koma hingað með hann í kvöld“.

„Í kvöld!“ sagði Elísa, „í kvöld!“ Henni var þetta ekki