Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/58

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið staðfest

49

Hvílíkur heimur af hugsunum getur búið í mannlegu hjarta! Hverjum hefði getað komið til hugar allt það, er brann í sálardjúpi Georgs þar sem hann gekk rólegur um þilfarið á skipinu og við hlið hans hinn hræddi förunautur hans? Hin mikla hamingja, sem nálgaðist, virtist of mikil, of björt; og hann óttaðist hverja stund dagsins, að einhver kynni að koma og svipta hann henni.

En tíminn leið, og áfram þaut skipið, og að síðustu blasti við, björt og vegleg, blessuð enska ströndin — strönd, sem hefur til að bera þann töfrakrapt, er losar um böndin og brýtur þrældómsokið, hvaða þjóð sem það hefur á lagt.

Georg og kona hans stóðu hvort við annars hlið og héldust í hendur, er skipið nálgaðist smáþorpið Amherstberg í Canada. Hann dró andann ótt og títt, og honum sortnaði fyrir augum; hann þrýsti þegjandi litlu höndina, sem lá titrandi á handlegg hans. Skipslúðurinn kvað við, — skipið nam staðar. Georg sá varla handa sinna skil, er hann tók saman farangur sinn og gekk á land ásamt með konu sinni og barni. Þau stóðu kyr, þar til er skipið lagði frá aptur. — Þá féllu þau á kné með hið undrandi barn sitt á örmum sér, og lyptu þakklátum hjörtum sínum til drottins.

Þau voru frjáls!<div style="float:right;font-size:80%;color:darkblue;" id="4">4