Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/102

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

96

sem hann hafði hitt skraddarann, og svo fór hann sama veg og skraddarinn hafði farið, en af því, að hann hafði farið svo langa leið til einskis gagns, tók hann nú að gerast í meira lagi langstígur, svo að hann kom að hliðum himnaríkis, um leið og Sankti Pjetur hleypti skraddaranum inn fyrir hurðina.

Smiðurinn var þá ein sex eða sjö skref frá hliðinu. — Hjer þarf skjótra ráða, hugsaði hann, greip sleggjuna og kastaði henni milli stafs og hurðar um leið og skraddarinn smaug inn. En hafi smiðurinn ekki komist inn með hjálp sleggjunnar, þá veit jeg ekki hvað hefir orðið af honum.