Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/115

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

109

sagði hún, og það gat verið að einhver þeirra vissi um Vindskegg bónda. Svo bljes hún í pípu, sem hún hafði og yfirheyrði fiskana, en enginn vissi neitt. „Ja, jeg á eina systur í viðbót“, sagði kerling, „kannske hún viti eitthvað um þennan Vindskegg. Hún býr sex hundruð mílur hjeðan, en jeg skal lána þjer hest og þá kemstu þangað annað kvöld“.

Hún skaraði í eldinn með nefinu.

Maðurinn lagð svo af stað um morguinn, og var kominn á áfangastað um kvöldið. Þegar hann kom inn til þriðju kerlingarinnar, stóð hún líka og skaraði í eldinn með nefinu, svo langt var það og sterkt.