110
„Gott kvöld, móðir góð“, sagði maðurinn.
„Sæll vert þú, maður minn“, sagði kerling. „Ekki hefi jeg verið kölluð móðir í heila öld“, sagði hún.
„Ætli jeg geti fengið að gista hjer í nótt?“ sagði maðurinn.
„Nei“, kvað kerling. En þá náði maðurinn í tóbakið og helti stórri hrúgu á handarbakið á kerlingunni. Þá varð hún svo glöð, að hún fór að dansa, og lofaði manninum að vera um nóttina. Auðvitað spurði hann eftir Vindskegg bónda. Ekki sagðist kerla vita neitt um hann, en hún sagðist ráða yfir fuglunum, og bljes í pípu og kallaði á þá. Þegar hún var búin að spyrja þá alla spjörunum úr, sá hún að örninn vantaði, en hann kom rjett á eftir, og þegar hún spurði hann, sagði hann, að hann kæmi beint frá Vindskegg bónda. Svo sagði kerling að örninn ætti að fylgja manninum þangað. En örninn vildi fyrst fá eitthvað að jeta, og hvíla sig um nóttina, því hann var svo þreyttur eftir langa ferð, að hann gat varla lyft sjer til flugs.
Þegar örninn var búinn að sofa og hvíla sig, tók kerling eina fjöður úr stjeli hans og setti manninn þar í staðinn. Og svo flaug örninn af stað með hann, en ekki komu þeir til húsa Vindskeggs bónda fyr en um miðnætti. Þegar þeir voru komnir þangað, sagði örninn:
„Það liggja hræ og rusl fyrir dyrum, en skiftu þjer ekki af því. Þeir, sem inni eru, sofa allir svo fast, að þeir vakna ekki, þótt eitthvað gangi á, en þú skalt fara beint í borðskúffuna og taka þar þrjár brauðsneiðar, og ef þú heyrir einhvern hrjóta, skaltu fara til hans og taka þrjár fjaðrir úr hárinu á honum; hann vaknar ekki fyrir því“.
Maðurinn gerði svo sem fyrir hann var lagt, tók fyrst eina fjöður. — „Æ“, sagði Vindskeggur bóndi. Svo tók maðurinn aðra og Vindskeggur veinaði enn, og þegar hann tók þá þriðju, hljóðaði Vindskeggur svo hátt, að