Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/52

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

46

hún átti að vera fullgerð, þegar ísinn væri leystur af sundinu.

„Þetta eru hörð kjör“, sagði kölski.

En það þýddi ekki að tala um það, ef hann vildi losna, varð hann að lofa þessu. En hann bað um það, að hann fengi sálina úr fyrstu manneskjunni, sem færi yfir brúna. Það átti að vera brúartollurinn.

Umli sagði að það gæti hann fengið, sleppti honum svo og var hann þá ekki lengi að fara heim til sín. En Umli fór að sofa og svaf það sem eftir var nætur, og langt fram á dag.

Þegar kóngur svo kom í gandreið, — því hann kunni nú sitt af hverju, gamli maðurinn, — þá varð hann ekki lítið hissa, þegar hann þurfti að vaða í peningum að rúminu hans Umla, og þar lá hann og steinsvaf. Og kóngi brá í brún, því hann hjelt, að ekkert væri eftir af Umla, og svo tautaði hann: „Hjálpi mjer og dóttir minni nú allir heilagir,“ sagði hann, þegar hann sá að Umli var ljóslifandi. Jú allt hafði hann gert sem hann átti að gera, því var ekki hægt að neita, en ekki er nú vert að tala um brúðkaup, fyrr en brúin er búin, sagði hann.

En einn góðan veðurdag var brúin fullgerð, og kölski stóð á henni og vildi fá brúartollinn.

Umli vildi fá kónginn með sjer að reyna brúna, en kóngi leist ekki á þá ferð. Þá steig Umli á bak sterkasta hestinum í kóngsgarði, setti eldabusku kóngsins á bak fyrir framan sig, hún leit út nærri því eins og digur trjedrumbur, — og svo reið hann út á brúna, svo glumdi í henni.

„Hvar er brúartollurinn?“ spurði fjandinn, og var farið að síga í hann. „Hvar er sálin, sem þú lofaðir mjer?“

„Hún er nú í þessum drumb, ef þú vilt fá hana,“ sagði Umli.

„Nei, þakka þjer fyrir,“ sagði skolli. „Jeg er hræddur við hana þessa. Þú hefir einu sinni komið mjer í klípu,