Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/56

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

50

„Góði varðmaður, lofaðu okkur út.“

Svo var það einn dag, ekki löngu áður en yngsta kóngsdóttirin átti fimtán ára afmæli. Konungurinn og drotningin voru úti að aka í vagni sínum í góða veðrinu, en kóngsdæturnar stóðu við gluggann og horfðu út. Sólin skein, og alt var svo fagurt og grænt, að þeim fanst, að þær mættu til að komast út, — það yrði þá að fara eins og fara vildi. Svo grátbáðu þær allar varðmanninn að leyfa sjer út í garðinn; hann gæti sjálfur sjeð, hvað hlýtt og fallegt væri úti, — það gæti aldrei komið snjóský og vetrarveður á slíkum degi. Ja, varðmanninum fanst nú satt að segja ekki vera miklar líkur til þess, og ef þær endilega vildu og yrðu að fara út, þá skyldu þær fá það, sagði hann, en það mætti ekki vera nema örstutta stund og sjálfur ætlaði hann að fara með þeim og gæta þeirra. Þegar þau komu niður í garðinn, brugðu stúlkurnar á leik, hlupu og stukku, og tíndu fult fangið af blómum. Loksins gátu þær ekki borið meira, en þegar þær ætluðu inn aftur, sáu þær stóra rós, sem óx í hinu horninu í garðinum. Hún var miklu fallegri en öll hin blómin, sem þær höfðu fundið, svo hana máttu þær til með að ná í. En um leið og þær beygðu sig niður og ætluðu að taka rósina, kom snjóský og tók þær, og bar þær burt með sjer.

Nú varð sorg og söknuður um alt landið, og konungurinn ljet tilkynna við hverja kirkju, að sá sem gæti