Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/57

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

51

frelsað dætur hans, skyldi fá hálft ríkið og gullkórónuna hans, og hverja af prinsessunum fyrir konu, sem hann vildi. Og það var nóg af mönnum til, sem vildu vinna til helmingsins af ríkinu og prinsessu í viðbót, ekki vantaði það, og bæði fátækir og ríkir úr öllu landinu lögðu af stað til þess að leita. En enginn gat fundið kóngsdæturnar, ekki einu sinni fengið neitt að vita um það, hvar þær væru niðurkomnar.

Og þegar nú allir þeir æðstu og tignustu í landinu höfðu farið að leita, þá voru tveir liðsforingjar, kapteinn og undirforingi, sem ætluðu að reyna. O, já, kóngurinn ljet þá svo sem hafa nóg silfur og gull til ferðarinnar, og óskaði svo að þeim gengi vel í viðbót.

En svo var það hermaður, sem átti heima í litlu húsi nálægt kóngshöllínni, bjó þar með móður sinni. Hann dreymdi nú eina nóttina, að hann ætti líka að fara og leita að kóngsdætrunum. Og um morguninn mundi hann enn, hvað hann hafði dreymt og talaði um það við móður sína. „Þetta eru einhver ósköp með þig, góði minn“, sagði hún. „Og þig verður að dreyma það sama þrjár nætur í röð, annars er það ekkert að marka. En það fór alveg eins tvær næstu nætur, hann dreymdi sama drauminn, honum fanst hann mega til með að fara. Svo þvoði hann sjer, fór í hermannabúninginn sinn og fór til konungshallar og barði að eldhúsdyrunum. Þetta var daginn eftir, að hinir tveir höfðu farið af stað.

„Far þú heim aftur“, sagði kóngurinn. „Kóngsdæturnar eru alt of hátt takmark fyrir þig, og svo er jeg búinn að borga þessi kynstur af ferðapeningum og er orðinn vita auralaus í bráðina. Það er betra fyrir þig að koma seinna“.

„Ef að jeg fer nokkuð, þá fer jeg í dag“, sagði hermaðurinn. „Ferðapeninga þarf jeg ekki, jeg vil ekki annað en sopa á flösku og bita í tösku“, sagði hann, en þá var honum gefið eins mikið af kjöti og fleski, eins og