Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/59

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

53

„O, ætli þetta ljón sje svo hættulegt“, sagði hermaðurinn. „Jeg hefi heyrt, að ljóninu þyki dæmalaust gott flesk, og jeg hef hjerna hálfan grís í malnum mínum“, sagði hann. Svo kastaði hann stóru fleskstykki til ljónsins, það byrjaði að naga og naga fleskið, og svo komust þeir fram hjá því.

Um kvöldið komu þeir að stórum og miklum bæ. Þar var hvert hús öðru stærra, og alstaðar var kveikt á ótal ljósum. En á því varð nú enginn saddur, víst er um það. Kapteinninn og undirforinginn hringluðu í peningunum sínum, og vildu svo fegnir hafa keypt sjer mat, en engan mann hittu þeir á þessum bæ, og ekki sáu þeir heldur nokkurn matarbita. Þá bauð hermaðurinn þeim kjöt og flesk úr malnum sínum. Þá voru þeir ekki lengur neinir gikkir, en gerðu sjer það til góða, sem þeim var boðið, og borðuðu eins og þeir hefðu aldrei smakkað mat.

Daginn eftir sagði kapteinninn að best væri að fara á veiðar, til þess að hafa eitthvað að lifa á, þegar maturinn hermannsins væri búinn. Rjett hjá þessum undarlega bæ, sem þeir voru staddir á, var stór og mikill skógur, og í honum var nóg af hjerum og fuglum. Undirforinginn átti að verða eftir heima og gæta húsa og sjóða það sem eftir var af nestinu. Hinir fóru á veiðar og skutu svo mikið af veiðidýrum, að það var rjett með herkjubrögðum, að þeir gátu borið bráðina heim. En þegar þeir komu heim í hlað, þá var eitthvað að undirforingjanum, svo hann komst varla til þess að ljúka upp fyrir þeim.

„Hvað gengur að þjer?“ spurði kapteinninn.

Jú, það var nú ekki skemtileg saga, sem undirforinginn hafði að segja, strax og þeir voru farnir, kom til hans agnarlítill karl með sítt skegg; hann gekk við hækjur og bað svo vel og fallega um að gefa sjer einn skilding, en strax og hann var búinn að fá peninginn, þá misti karlinn hann á gólfið og hvernig sem hann reyndi