Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/62

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

56

hótaði að kljúfa á honum hausinn, ef hann segði sjer ekki strax, hvar kóngsdæturnar væru niðurkomnar.

„Gef mjer líf, gef mjer líf, þá skal jeg segja þjer það“, veinaði karlinn. „Fyrir austan bæinn er stór hóll“, sagði hann svo. „Efst á hólnum skaltu rista upp ferhyrnda torfu, og þá kemurðu niður á stóra hellu, og undir henni er djúp gjóta. Niður í þessa gjótu skaltu fara, og þá kemur þú í annan heim, og þar eru kóngsdæturnar hjá bergþursunum. En leiðin niður er löng og dimm, og bæði þarf að fara gegnum vatn og eld.“

Þegar hermaðurinn hafði fengið að vita það sem hann vildi, leysti hann karlinn úr prísundinni, og sá gamli var ekki seinn að kveðja og hypja sig burtu.

Þegar nú kapteinninn og undirforinginn komu heim, undruðust þeir að hermaðurin var lifandi. Jú, hann sagði þeim, hvernig það hefði gengið til, og líka hvar kóngsdæturnar voru niður komnar, og hvernig hægt væri að finna þær. Hinir urðu eins glaðir eins og þeir væru búnir að finna þær, og þegar búið var að borða, tóku þeir með sjer nestiskörfu og öll reipi og snæri, sem þeir gátu fundið, og fóru allir þrír út á hólinn. Þar ristu þeir fyrst upp torfuna, eins og karlinn hafði sagt, og fundu þar undir stóreflis hellustein, sem þeir rjett með herkjum gátu lyft. Svo fóru þeir að mæla, hve djúpt væri niður. Þeir mældu oft og mörgum sinnum, en fundu ekki frekar botn síðast en fyrst. Að lokum urðu þeir að binda saman alt sem þeir höfðu, bæði digur reipi og mjó snæri, og þá fundu þeir að þetta náði í botn.

Auðvitað vildi kapteininn fara fyrst niður, „en ef jeg kippi í snærið, verðið þið að flýta ykkur að draga mig upp aftur“, sagði hann. Það var bæði kalt og dimt niðri, en hann hjelt að það væri þolanlegt, ef það bara versnaði ekki. En alt í einu bunaði framan í hann ískalt vatn. Við það varð hann hræddur og fór að kippa í reipið. Jú, svo vildi undirforinginn reyna, en ekki gekk honum mik-