Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/96

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

90

Skömmu síðar kom móðir smiðsins í smiðjuna, hún var orðin afgömul, kengbogin af elli, og hrukkótt í framan, og gat rjett staulast áfram.

„Taktu nú eftir því sem þú sjerð,“ sagði Drottinn, hann tók gömlu konuna og lagði hana á eldinn og smíðaði unga yndislega stúlku úr henni.

„Jeg segi aftur, það sem jeg sagði áðan,“ sagði smiðurinn, „þú ert alls ekki svo slakur smiður. „Og þó að yfir dyrunum hjá mjer standi: „Hjer býr meistari allra meistara, — ja maður lærir meðan maður lifir.“ Og með það fór hann heim að borða.

Þegar hann var aftur kominn í smiðjuna, kom maður ríðandi og vildi fá hestinn sinn járnaðan.

„Jeg skal nú ekki vera lengi að því,“ sagði smiðurinn, „Jeg er nýbúinn að læra ágæta aðferð til þess að járna hest fljótt og vel, sú aðferð er góð í skamdeginu, þegar stutt er myrkranna á milli.“ Og svo fór hann að skera, og gat loksins náð öllum fótunum af hestinum, „því ekki veit jeg hvað það á að þýða að vera að fikta við einn og einn í einu“, sagði hann. Fæturna lagði hann á eldinn, eins og hann hafði sjeð Drottinn gjöra, setti mikið af kolum á og bljes duglega með belgnum. En þá fór, eins og við var að búast, fæturnir brunnu upp, og smiðurinn varð að borga hestinn. Honum þótti það nú ekki sem skemtilegast en í sama bili kom gömul förukona framhjá, og svo hugsaði smiðurinn: — ef eitt mistekst, þá tekst annað, tók kerlinguna og lagði hana á eldinn, hún grjet og baðst vægðar, en ekkert dugði, „þú skilur ekki, hvað þjer er fyrir bestu, þó þú sjert svona gömul, nú skaltu aftur verða ung og falleg eftir svolitla stund, og jeg skal ekki taka einn eyri fyrir verkið“, sagði smiðurinn. En það fór ekki betur með veslings gömlu konuna, heldur en hestfæturna.

„Illa var þetta gert“, sagði Drottinn.

„O, það sakna hennar nú ekki margir“ svaraði smiðurinn; „en þetta er skömm af kölska, hvað hann