Fara í innihald

Grágás: Lagasafn íslenska þjóðveldisins/Landabrigðisþáttur

Úr Wikiheimild
Grágás: Lagasafn íslenska þjóðveldisins (1992)
Höfundur: óþekktur
Landabrigðisþáttur

1. OF LANDABRIGÐI.

Ef ungum manni tæmist land að erfð eða gjöf, og seli fjárvarðveislumaður hans á braut, og á hann brigð til þess lands. Ef maður vex upp til landsbrigðar, þá skal hann hefja upp er hann er sextán vetra gamall. Nú á hann fleiri lönd að brigða en eitt, þá skal hann brigða land á sumri uns öll eru brigð, nema hann vili fleiri brigða, og fyrnist þá eigi brigðin. Nú hefur hann síðar upp, eða lætur hann á milli verða, þá skal hann brigt hafa öll þau er hann hyggur sumar það er hann er áður tvítugur, ef hann er hér á landi alinn og upp fæddur.

Ef sá maður er erlendis er landsbrigð tæmist út hér, og kemur hann út fulltíði, þá skal hann upp hefja brigðina er hann hefir vetur verið út hér hið síðasta. Enda er rétt að hann hefi upp það sumar er hann kemur út ef hann vill, ef hann kemst til þings svo snemma að hann má lýsa til brigðar of landið að þinglausnum. Hann skal svo fara að allri landsbrigð sinni sem sá maður er hér vex upp til landsbrigðar, nema það að hann skal eigi láta á milli verða. Rétt er og að maður seli öðrum manni í hönd að brigða land sem aðra sök, enda er þá skylt að láta bera handseldarvætti að Lögbergi áður lögsögumaður segi mönnum til, það er hann tók af öðrum manni lýsingina, nema menn lofi honum að Lögbergi að óborið sé vættið.

Sá maður er land vill brigða skal ganga til Lögbergs og nefna sér votta tvo eða fleiri. „Nefni eg í það vætti,“ skal hann kveða, „að eg lýsi á hönd honum,“ og nefna hann, „til brigðar of land það er hann kennir sér,“ og kveða á landið. „Tel eg mér land það, og hefk-at selt né gefið né goldið síst eg tók að erfð eftir frænda minn,“ og nefna þann. „Lýsi eg löglýsingu, til sóknar annað sumar, í heyranda hljóði að Lögbergi, og til þess fjórðungsdóms er land er í fjórðungi,“ og lýsa svo að lögsögumaður heyri. En lögsögumaður er skyldur að segja mönnum til að Lögbergi [K: skyldur að segja mönnum lög til]. Þess á brigðandinn og kost, ef verjandinn er þar, að spyrja hann með votta hvort sá kennir sér land það er hann vill brigða, og hvort hann hefir eignarlýrit fyrir landi því eða eigi.

Nú kennir hann eigi sér land, þá er honum skylt að segja hverjum hann hefir selt. Ef hann ger eigi segja, eða lýgur til eða svarar engu þá er hann er með votta spurður, og svo á hverngi veg er hann villir landsbrigð fyrir manni, og verður það allt honum fjörbaugsgarður. Það er stefnusök, og skal kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er. Nú hyggur brigðandinn það að hann segi annað til en er. Þá skal hann lýsa þeim á hendur er hann hyggur að eignarlýrit hafi véllaust fyrir landinu. Ef það land hefir að sölum farið, þá er skyldur hver þeirra manna er það land hefir átt síðan er fjárvarðveislumaður hins unga manns seldi land að stefna sínum heimildarmanni til heimildar, og til þess þings er hann brigðir landið, enda er rétt að maður kveði mann heimildar.

Sá maður er land er brigt skal stefnt hafa hið síðasta á mánaðar fresti heimildarmanni sínum, eða kvatt hann ella heimildar þaðan frá er lýst var til brigðar of landið, eða hann spurði lýsingina, ef það var síðar. En sá er hann stefnir skal og stefnt hafa sínum heimildarmanni á mánaðar fresti hið síðasta þaðan frá er honum var stefnt. Og svo skal hver þeirra stefna sínum heimildarmanni eða kveðja ella á mánaðar fresti hið seinsta, svo lengi sem land fór að sölum.

Nú eru heimildarmenn nokkurir frá fallnir, þá skal stefna til heimildar erfingja hins dauða manns. Nú er hann eigi fulltíði, eða ræður eigi til fulls eyris, þá skal hann stefna fjárvarðveislumanni hans. Nú er heimildarmaður nokkur af landi farinn, þá skal stefna honum að festarhælum eða á heimili því er nokkur maður hefir handsalað honum meðan hann væri á braut, og verður það rétt þrjá vetur hina næstu, þá skal þar stefna ef sækjandinn veit það heimili. Sá maður er erfingi er hins erlenda manns, hann skal stefna þess máli til heimildar, eða hans fjárvarðveislumaður, enda er rétt að sá stefni er sókn og vörn hefir fyrir þann er braut fór, en það er þrír vetur.

Nú hefir nokkur hvortki stefnt né kvatt á mánaðar fresti, þá spillir hann fyrir sjálfum sér, og er ónýt stefna hans eða kvöð. Ef maður vill stefna til heimildar, þá skal hann nefna sér votta tvo eða fleiri. „Nefni eg í það vætti,“ skal hann kveða, „að eg stefni þér,“ og nefna hann, „til heimildar of það land er nú er lýst til brigðar, en þú seldir mér og heimildir fyrir hverjum manni með lagakaupi og lýritar. Stefni eg þér til gjalda og til útgöngu of fé það allt er eg fann þér fyrir landið,“ ef land brigðist, og nefna land. Hann skal stefna lögstefnu, og til alþingis, og fara svo þá sem öðrum stefnum. Slík orð skulu fylgja þótt kvatt sé heimildar, og þessi atferli skulu þeir allir hafa.

Ef maður vill þeim manni land brigða er keypti fyrir öndverðu, og hafi eigi að sölum farið síðan, þá er rétt að stefna heiman til landsbrigðar. En ef meir hefir að sölum farið en svo, þá skal lýsa til sóknar annað sumar. Brigðandinn skal og lýsa það sumar til landsbrigðar þá sök er hann lýsti fyrra sumar að þinglausnum, lýsa þar til dóms. Síðan skal hann kveðja búa níu á þingi, þá er næstir eru landi því, að bera of það hvort faðir hans ætti land það á deyjandi degi sínum eða eigi, eða sá maður er hann tók arf eftir, og nefna þá og svo landið. En ef það ber kviður að sá maður ætti land það á deyjanda degi, er hann tók arf eftir, þá á að dæma honum landið, nema hann geti lögvörn fyr sig, er varðveitti fé hins unga manns. Sá maður skal kveðja sér bjargkviðar fimm búa úr sóknarkvið, þá er næstir búa landinu, að bera of það hvort skuldir gengu í land það eða eigi, eða voru ómagar á fénu svo að innstæðan mundi þverra eða eigi. Ef það ber í hag honum, þá skal brigðandinn kveðja fimm búa hina sömu um það hvort þar kom fullur eyrir fullum í gegn. Nú ber það kviður að eigi kom fullur eyrir fullum í gegn, þá á verjandinn að beiða hina sömu búa fimm að bera of það hvort landið var selt sem hann mátti dýrst eða eigi. Nú ber það kviður að hann seldi sem hann mátti dýrst, þá heldur hann landinu nema hinn þreyti meir. Þá skal brigðandinn kveðja kviðar, hvort honum væri betra til fjár að selt væri svo eða óselt. Nú ber það kviður að honum væri betra til fjár að selt væri svo en óselt. Þá skal hann kveðja þá þess kviðar annars, hvort leiguból væri til að selja eða ítök í annarra manna löndum svo að þó mætti haldast aurar í aðalbólinu eða innstæða, þótt það væri óselt. Nú ber það kviður að honum væri betra til fjár að selt væri svo en óselt, þá skal hann kveðja þá þess kviðar annars, hvort leiguból væri til að selja eða ítök í annarra manna lönd svo að þörf vinni ef þau væri fyrr seld, og brigðist þá land, en eigi ellegar. [K: Nú ber það kviður að til væri leigulönd eða ítök að selja fyrr. Þá brigðist landið en ellegar eigi. Leiguból skal fyrr selja ef fylgja, eða svo ítök í annarra manna lönd, en síðan aðalbólið, ef skuldir ganga í.] Ef það land var eigi selt sem hann mátti dýrst, eða gengu eigi skuldir í land svo sem nú var tínt, eða voru til leiguból eða ítök að selja til skulda eða ómaga, þá brigður landið og skal dæma þeim brigð. Ef fleiri menn hafa átt landið en einn, og hefir að sölum farið, þá skal hver þeirra láta bera kaupsvotta sína, þá er þeir hafa heiman kvadda að dómi, eða búa ef þeim villast vottar.

Ef nokkur maður veit eigi, sá er átt hefir landið, að lýst sé til brigðar of land, eða maður má eigi of koma heimild sinni til þótt hann hafi spurt, og skal sá maður kveðja heimilisbúa fimm sína á þingi að bera of það hvort sá maður heimildi honum landið eða eigi, sem hann kveður á, og nefna hann. Nú ber það kviður í hag honum, þá heldur hann kosti sínum. En ef maður ger eigi kveðja heimildarmann sinn, enda hafi hann spurt að hann hefir lýst til brigðar of landið, og spillir sá fyrir sjálfum sér, og skal honum ekki fé dæma á því sumri, en þó skal dæma á hendur honum að hann láti rakna landið eða verðið, ef landið er selt.

Svo skal hver þeirra manna er það land hefir átt láta færa gögn sín í dóm sem honum er hægst. Þarf engi annars að bíða að því uns þar kemur er fjárvarðveislumenn seldi landið. Heimilisbúa fimm skal hver þeirra kveðja, þess manns er sóttur er til heimildar of landið, þars eigi eru önnur gögn til. En ef nokkur skilur á of landsmerki, þá skulu landbúar fimm skilja of það. Dómur skal dæma landið þeim manni er brigði að gjalddögum hinum næstum, en sá skal búa á sem leigumaður til fardaga er þá býr. En hinn fimmta dag viku, þá er sjö vikur eru af sumri skal dæma aura þeim mönnum öllum er átt höfðu land það, á því hinu sama landi, nema þeir eigi gjalddaga saman, og skal þar þá dæma gjöldin með þeim. Þær einar landsnytjar á sá þaðan frá er land brigðist undan honum, er leiglendingur ætti að hafa slíkar, en brigðandinn á hvalreka og allar landsnytjar aðrar frá þeim degi.

Ef land hefir batnað að húsum, og eru þó jafnmörg hús sem þá er land tæmdist hinum unga manni, og skal-at hann það kaupa. Ef þar hafa hús versnað, og eru þó jafnmörg hús sem þá er land varð að erfð hins unga manns, og skal-at honum það bæta. Nú eru þar ger hús fleiri ný, og hefir hann úr sínum viði ger, þá á hinn ungi maður kost að kaupa hús svo sem landbúar fimm virða við bók viðinn, og slíka aura finna honum sem þeir mæla. En ef hann vill eigi kaupa, þá á hann að hafa við sinn. Nú eru þar hús færri en þá er land tæmdist honum, og skal sá það gjalda er réna lét, þeim er fyrst seldi, en sá skal gjalda hinum unga manni sem landbúar fimm virða við bók.

Ef þar er skógland, og skal sá neyta hans sem þar var áður neytt, og skal svo þar áður hafa neytt verið allt frá því er landið varð að erfð hins unga manns, skógarins, sem nú mun eg telja: Elda skal þar viði er áður er viði elt, og hafa þar til húsa, og til kola að dengja ljá við, og bæta búsbúhluti ef þarf. En ef skógar er meir neytt en svo, þá eigu landbúar fimm það að virða, og allt það er land spillist af hans völdum.

Ef reki er þar að landi, og skal hann svo neyta sem skógarins að því að þar skal elda rekaviði svo sem áður var elt, og hafa þar til húsa af rekaviði þeim að húsa land hins unga manns og bæta þar búsbúhluti. Ef viður er seldur af reka eða úr skógum, eða er neytt meir viðar en nú var tínt, og skal allt það bæta hinum unga manni svo sem landbúar fimm virða við bók, leigulaust.

Of hvalreka alla skal svo fara og vogrek sem mælt er í Erfðaþætti.

Þeim manni verður fjörbaugsgarður er fyrstur seldi land það er brigðist, við þann er fyrstur keypti, og svo við hinn unga mann. Það er stefnusök til hins þriðja þings, og skal kveðja til níu heimilisbúa á þingi þess er sóttur er. Ef maður keypti vís vitandi land það er hann vissi brigðar að von, og verður-at seljandinn þá sekur við þann. En hafa skal kaupandi af honum, er fyrstur seldi, janmarga aura sem hann fann honum, og svo hver þeirra af öðrum, og af sínum seljanda hver. En þar aðeins varðar fjörbaugsgarð er maður vinnur eigi öðrum manni heimilan hálfan bólstað eða meira hlut, þann er bælt sé á. Ef land er minna en svo, þá varðar þriggja marka útlegð. Nú er land svo lítið að eigi má dómur sitja á, og þeir menn er til þess eru taldir, og skal þá brigða að þingadómi og stefna heiman og kveðja til landbúa fimm á þingi of þá útlegð hvoratveggju.

2. OF LANDAKAUP.

Ef maður ræður að selja öðrum manni land sitt við verði, og skulu þeir kveða á merki með sér of land og skóga og engjar og reka og veiðar og afréttu ef eru, og allra auðæfa þeirra er því landi eigu að fylgja, er selt er, í annarra manna lönd, og svo ef aðrir menn eigu í það land auðæfi. Síðan skulu þeir kaupandi og seljandi nefna sér votta að því að hann kaupir land það lagakaupi og lýritar, og hann handsalar honum land til þeirra merkja og heimilar fyrir hverjum manni er heimildar þarf að, þá er til er gengið sem á var kveðið, þá er það var keypt, og þau hálf með öllum auðæfum þeim er þá eru tínd.

Jafnfullt er vottorðs að vottar sé tveir sem tíu. En ef land er eigi með votta handsalað, þá er sem ókeypt sé, ef það er hálfur bólstaður eða meiri hlutur þess bóls er bælt sé á, enda skal þó hvortveggi þeirra hafa rift kaupið, ef hyggur, á tólf mánuðum hinum næstum. Ella er fast kaupið, og eru þó þeir útlagir þrem mörkum við þann er sækja vill of það er þeir höfðu eigi votta við. Ef land er minna en svo, eða verr búið, þá má selja vottlaust.

Ef bólstaður er lagður í auðn, og skal það þó byggt ból heita ef það er eigi lengur samfast en tólf mánuði, enda sé þar þó bælt, ef vill, fyr húsa sakar og svo annars.

Kona á og eigi að selja land hálft eða meira, byggðan bólstað, án ráði lögráðanda síns. Nú selur hún minna hlut landsins senn en hálft, og er það rétt, nema hún seli oftar, svo að landið verði selt hálft eða meira, þótt kaupin sé fleiri en eitt. Þá á lögráðandi hennar kost að rifta alla landsöluna eða suma, ef hann vill það heldur. Hann skal segja ósátt sína á kaupi að Lögbergi á þeim tólf mánuðum er hann fregn það. Ella er fast kaupið, nema hún seli svo smám landið sem áður var tínt, og of segir-at hann ósátt sína fyrr á kaupið en hann á riftina. Enda varðar fjörbaugsgarð við hann þeim er keypt hefir, ef sá vill þó halda kaupinu og byggva landið, og er þó laust kaupið. Nú leggur hún í auðn landið til þess að þá megi hún heldur selja það en áður, og verður henni það aldregi rétt meðan þar er bælt á, ef byggt væri, enda varðar þá þegar við lögráðanda hennar fjörbaugsgarð þeim manni er kaupir landið, ef hann vildi svo að komast sem nú var tínt. Ef kaup rofnar, og á þá kaupandi heimting að henni allra slíkra aura sem hann fann henni, og svo hver að sínum seljanda sem að sölum fór. Ef lögráðandi hennar vill sækja umb landsöluna, þá skal hann stefna honum of það að sá hafi keypt land það án ráði hans, vísvitandi, og að ólofi hans, og láta varða fjörbaugsgarð og kveðja til landbúa fimm á þingi of það hvort hann keypti land það að óleyfi hans eða eigi, enda skal dæma rof landsölunnar ef það ber á.

Ef land hefir að sölum farið á því méli, þá er honum rétt að stefna þeim til brigðar er þá hefir eignarlýrit fyrir landinu, en hver er átt hefir, skal orka heimildar á seljanda sinn, svo sem í landsbrigo var tínt.

Kona skal svo selja land til skulda eða ómagabjargar sem sá maður er varðveitir ungs manns fé, enda skal lögráðandi hennar fyrstur eiga kost að kaupa með jöfnu verði ef hann er óhættur skuldunautur. Nú þarf hún að selja til ómaga eða skulda, og er það rétt við fullvirði þótt hann banni.

Ef maður selur land sitt fyrir fardaga eða á miðjum misserum, og á hann þó allar landsnytjar til fardaga sem áður, nema frá sé skilið, og svo reka alla og fé þótt finnist þá í jörðu eða á. En skal-at hann skóg höggva nema sem leigumaður, enda skal hann ábyrgjast landið við eldi og skriðum og vötnum og öllum spellum til fardaga. Ef aðrir menn skeðja þá jörðu eða meiða þar landsnytjar, og á hann sókn of það, en hinn ef hann vill eigi.

3. OF MERKJAGÖNGU.

Menn eigu og að kveða á merkjagöngu með sér fyrir veturnætur hinar næstu eftir kaup þeirra, og skal svo vera til gengið, enda skulu þeir orð gera þeim mönnum öllum, er lönd eigu við, sjö nóttum fyrir. Nú kveða þeir ekki á merkjagöngu með sér í kaupinu, þá skal kaupandi kveðja seljanda merkjagöngu með votta fjórtán nóttum fyrir eða meira méli, að hann komi að sýna honum merki þau er því landi fylgja, er hann seldi honum, og kveða á daginn, nær til skal koma, og kveðja lögkvöð. En seljandi skal kveðja þá menn er lönd eigu við fyr utan, sjö nóttum fyrir eða meira méli, merkjagöngu, og svo þá menn er þeir eigu skóga saman eða fjörur eða engjar.

Nú verður eigi gengið til merkja fyrir veturnætur hinar næstu of það land er keypt var fyrir alþingi, þá verða þeir kaupandi og seljandi útlagir þrem mörkum við þá menn er lönd eigu við, enda fyrnist merkjagangan aldregi, svo að eigi sé kostur ef landeigandi vill kvatt hafa þá er lönd eigu við.

Ef menn vilja ganga á merki, þá skulu þeir koma til fyrir miðjan dag þar sem kaupandi kvað á, þá er hann kvaddi þá merkjagöngu. Þar er eigi skylt að ganga til merkja er firðir deila eða ár þær er netnæmir fiskar ganga í. En ef þar liggja eyjar [K: liggja eyrar] fyrir, og skal kveða á það. Nú á maður við annan mann eyjar þær er mörk eru í, og skal sýna þá sem á meginlandi. Eigi er skylt að ganga á merki þar er fjöll þau eru er vatnföll deilast á millum héraða, og eigi er skylt að ganga úr búfjárgangi á fjöll upp. Kveða skal þar á merki. Ef snær er á jörðu þar, þá skulu þeir koma sjö nóttum síðar eða meira [K: eða minna] méli. Rétt er og að þeir handsalist merkjagöngu síðar ef þeir verða allir á það sáttir, er þar eigu merki saman.

4. OF LÝRITARVÖRSLU.

Nú verða þeir eigi sáttir á merkin. Þá eigu þeir að verja lýriti til þeirra merkja er þeir láta rétt er þar eigu lönd við fyr utan. En ef þeir verja eigi lýriti, þá er sem þeir segi sátt sína á þau merki er hann kveður á. Nú ræður sá það er keypt hefir land að verja lýriti fyrri landið, og á sá lýritur eigi að standa, enda verður hann útlagur þrem mörkum, og á þar að koma lýritur á lýrit ofan, og eigu þeir þeim að verja, og svo útlegðir, er áður áttu lönd við fyr utan.

Ef menn verja lýriti of merki fram, enda sé rétt til gengið, þá verða þeir útlagir þrem mörkum við hann er á, og bæta skaða þann allan er af gerist. En þótt eigi sé að lögum til gengið, þá skal dómur dæma þeim land er átti, og skal sitt þar hafa hver of síðir. Ef maður ver land lýriti, það er fimm aura er vert eða meira, og veit hann það að hann á eigi það er hann kennir sér, og varðar það fjörbaugsgarð. Það er stefnusök, og skal kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er, en fimm til útlegða.

Ef maður leynir merkjum eða villir merki eða færir landsmerki eða skógamerki eða engjamerki, og varðar það allt fjörbaugsgarð hverjum er það gerir. Það er stefnusök, og skal kveðja til níu heimilisbúa á þingi þess er sóttur er. Ef sá kemur til, er selt hefir landið, að sýna þeim landsmerki er keypt hefir, þá skal hann heimila honum land það til merkja þeirra sem hann kvað á, þá er hann seldi honum og rétt eru, og svo þau merki hálf. Ef þeir menn eru eigi þar komnir, er þar eigu landsmerki við fyr utan, enda voru þeir kvaddir sjö nóttum fyrir til merkjagöngunnar, þá eignast kaupandi land það með merkjum þeim er hann seldi honum. Ganga skal til merkja þegar er vill. Eigi eru menn skyldir að ganga eftir veturnætur.

Ef menn verða eigi á merki sáttir, þá skal sá maður er lýritarvörslu á nefna sér votta „að því vætti,“ skal hann kveða, „að eg ver þér, N., löglýriti land það er hvor okkar kennir sér,“ og kveða á landið. „Ver eg þér allar landsnytjar á því landi, ifalausum lýriti fullum og föstum að alþingismáli réttu og allsherjarlögum.“ Ef land er varið lýriti, og á sá að kjósa er land hefir keypt, hvort hann vill það leysa undan lýriti eða vill hann að sá leysi undan er honum seldi. Nú kýs hann það að sá leysi land undan er selt hefir. Þá skal hann undan hafa leyst á tólf mánuðum hinum næstum. En ef hann leysir eigi svo, þá varðar honum það þriggja marka útlegð, enda skal hann gjalda hinum land það er lýriti var varið, svo sem landsbúar fimm virða við bók að dómi. Ef sá kýs undir sig undanlausn lands síns, er keypt hefir, og er eigi seljandi þá skyldur að gjalda honum það land er lýriti var varið, nema því aðeins ef hann hefir framar selt honum en hann vinni heimilt. Þeir eigu að neyta lands þess, er lýriti var varið, sem þeir eigi, uns undan er leyst, enda á sá kost að leysa undan þá er sá vill er keypt hefir landið.

Ef maður vill leysa land undan lýriti, þá skal hann stefna þeim manni til brigðar, er lýriti varði, of það land og telja sér landið ef lögstefnu á hinum næsta mánaði er hann varði lýriti. Sá maður er land er brigt skal kveðja heimildarmann sinn heimildar eða stefna honum ella á hinum næsta mánaði er honum er stefnt. Og svo skulu þeir allir er þetta land hafa átt sækjast til heimildar, og hin sömu atferli öll skulu þeir hafa allir sín á milli sem þar var tínt er land brigðist. Og slíkt spillir hver fyrir sér ef eigi er stefnt eða kvatt á mánaðar fresti sem hisig var tínt. Landbúar fimm skulu skilja of merki, en heimilisbúar fimm þess er sóttur er of heimildina, og skal kveðja á þingi kviða þeirra.

Það er og ef kaupandi kemur eigi til merkjagöngunnar, svo sem hann hefir kvatt til, og svo ef eigi er að lögum kvatt og verður eigi gengið fyrir veturnætur. Þá á sá maður kost þess, er land á þar hið næsta honum, að verja land hans lýriti, ef hann vill, þriðjung utan garða, þess hlutar er til hans lands liggur, og skal-at hann verja umb bólstað hans. Ef sá maður á eignarlýrit fyrir landi því er hann varði lýriti, enda á hann grasnautn alla á því landi, bæði engjar og haga. Skal-at hann skóg höggva [K: Eigi skal hann skóg hafa], og sekst hinn þar á sínu ef hann neytir þess lands er honum var lýriti varið. Ef hann á við fleiri menn landsmerki en einn, þau er ganga þarf til, þá eigu þeir kost þess allir, er svo eigu landsmerki við hann, að verja honum land sitt lýriti, þriðjung lands hans hver, fyrir sínu landi.

Það er og, ef þeir gera eigi ganga til merkja er lönd eigu næst, enda væri þeir kvaddir, þá á kaupandi kost að verja lýriti þriðjung þann af hvers þeirra landi er til hans lands liggur, og verja eigi umb bólstaði þeirra. Nú koma þeir hvorigir til merkjanna, eða er eigi til boðið að lögum. Þá eigu þeir lýritarvörn er þar áttu lönd við fyr utan. Þeir skulu varið hafa á tólf mánuðum hinum næstum landlýriti, þaðan frá er þeim var skyld merkjagangan, ef þeir vilja meira verja en sitt land. Ef sá maður kemur til merkja er land keypti, en eigi sá er seldi, enda var hann kvaddur að lögum, þá verður hann útlagur þrem mörkum við kaupanda, enda á dómur að dæma á hendur honum merkjasýningina hinn fimmta dag viku þá er fjórar vikur lifa sumars þvottdag hinn næsta eftir, og bætur þess alls er hann hefir skaða af fenginn.

5. AÐ GETA LÝRITS.

Ef maður ver land manns lýriti, þá skal hinn reka kykfé sitt allt í það horn lands síns er firrst er lýritarvörn hans. Nú hafa fleiri menn varið land hans lýriti, þá skal hann láta reka féið í miðjan haga sinn of aftna. Hann skal fundið hafa fé sitt er sól er í austri miðju. Það heita hirðisrismál, enda skal hann láta sitja að of daga. Þótt þar beitist annarra manna lönd, ef svo er úr rekið og við varið sem nú var tínt, þá sekst hann eigi á beitinni við þá. Efhann beitir haga meir en svo, og varðar honum það þriggja marka útlegð við þá er sín lönd vörðu lýriti.

Ef búandanum verður stefnt of hagabeitina, þá á hann að kveðja sér bjargkviðar of það hvort hann hafi smalamann þann eða eigi, er fé hans mætti varðveita, og hafa rekið úr landi hans er sækir, ef hann vildi, svo sem mælt var. Nú ber það kviður að smalamaður mætti varðveita við landi hins svo sem mælt var, ef hann vildi, þá er sú beit var er hinn er sóttur umb, þá varðar smalamanninum en eigi búandanum.

6. OF BEITING.

Eigi varðar manni við lög að hann beiti haga annars þar er hann vill það eigi, nema lýriti sé varið. Nú lætur hann reka fé sitt þangað er hann vill að í haga hins gangi, og varðar það þriggja marka útlegð og auvislabætur, en fjörbaugsgarð ef fimm aura skaða gerir, og er það þriggja þinga sök, og skal kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess manns er sóttur er, en fimm til útlegða, og stefna heiman.

Nú er eigi það að hans ráði, og þykir hinum þó mein að. Þá skal sá verja honum land sitt lýriti svo að hann heyri, eða að heimili hans ella, eða á vorþingi innanþingsmönnum. Nú gefur hinn eigi gaum að, og verður sá þá útlagur of hagabeit. Svo skal fara með landlýriti sem með stefnu, nema hann væri á alþingi eða vorþingi, þá er rétt að verja að Lögbergi eða í þingbrekku innanþingsmönnum, þótt hinir sé eigi þar er varið er. En svo fremi verður beitin, er sá veit lýritinn er varið er. Rétt er að hafa eina vottnefnu þótt maður veri fleirum lýriti ef það er á þingi eða heyra þeir allir á. Svo skal maður verja landlýriti er rúmheilagt sé, og svo stefna. Ef maður stefnir löghelgan dag eða um langaföstu, eða ver hann þá landlýriti, og verður sá útlagur þrem mörkum og ónýt stefna hans eða lýriti, svo hvort sem var. Ef maður heyrir eigi sjálfur á lýritarvörn, þá á að halda tólf mánuði fyr haga. Nú er land manns varið lýriti fyrir þær sakar er hann kom eigi til merkja sem mælt var. Þá skal hann stefna hinum til brigðar og til útgöngu og telja sér land það og stefna lögstefnu. Hann skal kveðja til máls þess á þingi landbúa fimm, nema vottar skýri.

7. OF RAUNARSTEFNUR.

Nú skilur menn á of landsmerki eða skóga eða reka, og ver hvorgi lýriti. Þá skal sá þeirra, er heldur vill stefna hinum til skila og til raunar of land það, er hvortveggi kennir sér og hefir lýrit fyrir, kveðja til landbúa fimm á þingi, nema önnur gögn skili. Ef maður heyrir sjálfur á lýritarvörn, og á sá lýritur að standa tvenna tólf mánuði fyr haga en þrjá vetur fyr töður og engjar, nema það land sé fyrr selt, þá er laus lýriturinn þegar er líður hina fyrstu tólf mánuði.

8. OF ÓVÆRUTEIGU.

Ef maður á beituteigu í annars landi, þá er fimm aura sé verðir eða minna fjár hvorir, einn eða fleiri, ef eigi kemur meira fé til en einir fimm aurar, og heitir sá óværateigur. Ef landeigandi vill kaupa teig þann, þá er hann skyldur að selja honum er á, svo sem landbúar fimm virða við bók. Ef sá vill það eigi, þá skal hann kveðja til landeigendur fimm að virða teiginn, og eignast hann þá teiginn þótt hann vili eigi. En sá verður útlagur þrem mörkum er synjar sölunnar. En þó skal verð gjalda á hinum næstum gjalddögum á hinu sama landi.

Nú vill landeigandi eigi kaupa teiginn, en hinn vill selja er á, þá verður landeigandi útlagur þrem mörkum, en hinn skal kveðja búa til að virða teiginn, og svo fara að öllu sem áður var mælt til handa landeigandanum. En að hvorritveggju tiltekju þessi, þá skal landeigandi gjalda teigsverð hinn fimmta dag viku er sjö vikur eru af sumri á hinu sama landi fyrir karldurum, ef teigurinn var virður fyr vorþing svo að landeigandi veit þá, eða ella skal annað sumar hinn sama dag og í sama stað. Hvor þeirra sem teig lætur virða skal beiða hinn áður með votta kaupsins, hvor sem útleggst þeirra, og er það stefnusök. Skal kveðja til heimilisbúa fimm á þingi þess er sóttur er.

9. OF FJÁRREKSTUR OG MISGÖNGUR FJÁR.

Ef maður rekur fé sitt í annars manns land eða lætur reka, svo að hann vildi annars eigin beita, og verður af því fimm aura skaði eða meiri, og varðar það fjörbaugsgarð. En ef kúgildis skaði verður eða meiri, þá varðar skóggangur þótt hinn hafi eigi lýriti varið landið. Ef minni er skaðinn en svo, þá varðar útlegð og bæta auvisla sem búar fimm virða við bók, þess manns er skaðinn er ger.

Nú er lýriti varið landið, en hann vill þó beita láta, og gerist af hinn minni skaði, og varðar það þriggja marka sekt og auvislabætur. Það eru allt stefnusakar. Skal kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er of skóggangssakar og fjörbaugssakir, en fimm til þriggja marka saka.

Nú verða misgöngur fjár svo að skaði gerist af því hinn minni. Verður sá útlagur þrem mörkum og auvislabætur er féið á, ef hinn hefir lýriti varið land sitt. En ef eigi er lýriti varið landið, þá varða eigi misgöngur fjárins, nema fé gangi í akur eða engi eða töður eða í andvirki, og varðar það útlegð og auvislabætur þó að fimm aura skaði sé, eða minni eða meiri, ef eigi nemur kúgildi. Ef kúgildis er vert, þá varðar fjörbaugsgarð, og skal stefna heiman og kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er.

10.

Ef maður vinnur á landi annars ólofað og skeður þar jörð ólofað eða slær, það varðar þriggja marka útlegð. En ef hann hefir á brott eða neytir, þá á hinn að ráða orði um. Ef maður lætur reka fé sitt í annars manns land eða svo að hann vill að þangað gangi, þá varðar fjörbaugsgarð.

Nú verða misgöngur fjár, og varðar svo fremmi við lög hagabeit er land er lýriti varið, og farið svo með sem með stefnu, ef hinn heyrir eigi sjálfur. Lýritarvörn hin sama skal halda tólf mánaði fyrir hagabeit. Rétt er að verja lýriti hagabeit að Lögbergi, eða á vorþingi ef þeir eru samþinga, og varðar svo fremmi við lög er sá spyr er lýriti er varið. Ef maður stefnir löghelgan dag eða ver landlýriti, þá varðar þriggja marka útlegð, enda verður ónýt stefna eða lýritarvörn hans.

11. OF AFTURREKSTRA FJÁR.

Ef sá maður er fyr beit verður rekur svo aftur fé hins sjálfs að kemur í akur eða engjar, eða hann vildi að í akur gengi féið eða í engi eða í andvirki, þá verður hann útlagur of það þrem mörkum, og bæta auvisla. Ef fimm aura skaði verður að eða meiri, þá varðar fjörbaugsgarð, og á sá þá sök er auvisli er ger. Ef kúgildis skaði verður að, þá varðar skóggang. Ef annar maður gerir það vísvitandi að ráði þess er féið á, og verða þeir báðir útlagir, og jafnt varðar þeim báðum, hvort sem skaði verður að meiri eða minni.

Ef maður rekur búfé annars manns eða lætur reka svo að máls missir, eða hann vildi láta máls missa, og varðar það fjörbaugsgarð. En þá missir búfé máls er það kemur of aftan heim er of morgin skyldi, eða það á morgin er of aftan skyldi.

Ef maður setur inn búfé annars eða rekur svo hart eða særir svo að nyt bregður við, og varðar fjörbaugsgarð, og á sá sakar þær er búfjárnyt á. Ef maður verður sóttur of það að hann hafi rekið búfé annars svo að máls missti, þá á hann að beiða sér bjargkviðar of það hvort hinn mundi finna búfé sitt ef hann vildi svo að eigi missti máls, þá verst hann sökinni.

Fjörbaugssökum öllum, þeim er nú eru taldar, skal heiman stefna allt til hins þriðja þings og kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er.

12. OF SVÍN OG ÁNINGAR.

Ef maður beitir svínum sínum í land annars manns, og varðar slíkt sem hann beiti öðru fé, enda eru þau óheilög við áverkum þess manns er land á, eða þeirra manna er hann biður til, nema túnsvín sé, það er eigi má róta [K: það er hringur eða knappur eða við sé í rana]. Ef maður drepur annars manns svín og banar í sínu landi, þá skal hann hræ hylja svo að þar falli eigi á dýr né fuglar, og gera orð þeim er svín á ef hann veit hver á. Ef hann veit eigi hver svín á, þá skal hann segja búum sínum fimm til, eða á samkomu hinni næstu ella. Nú gerir hann eigi orð þeim er á, eða svo síðla að svín spillast þaðan frá er hann vissi hver átti. Þá verður hann útlagur þrem mörkum við þann mann er svín átti, og gjalda einum gjöldum. En ef þau svín spillast af því að hann sagði eigi til sem mælt var, svo að verður fimm aura skaði eða meiri, og varðar fjörbaugsgarð, og skal kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er fjörbaugssök, en fimm útlegð.

Ef maður drepur svín manns í annars landi en sínu, þá er sem hann drepi í þess landi er svín á. Nú drepur maður svín til þess að hann vill sér nýta, þá ræður sá orði er svín á. Varðar skóggang eða gertæki. Það eru allt þriggja þinga sakar of svínin, nema gertæki, það fyrnist eigi. Tólftarkviður kemur til skóggangssakar þessar.

13.

Eigi verður maður útlagur þótt fé það gangi í engjar er úr afrétt gengur.

Eigi skal maður æja í engi manns, útlagur verður hann of það ef hann ær. Nú veit hann engimark eigi, þá skal hann eigi þar æja er stakkgarður er hjá og eigi þar er eigi er sina í. Þingmenn eigu að æja í engjum utan garða, þá er þeir fara til þings, en eigi þá er þeir fara af þingi, þeir er til öndverðs þings fara. Eigi skulu þeir auvisla gera í áningu sinni þann er fimm aura nemi. Ef þeir gera eigi svo, þá varðar slíkt þar sem annars staðar.

Ef menn skaka skellu að hrossum þingmanna eða brúðmanna á áiföngum svo að þau fælast við, það varðar fjörbaugsgarð, en útlegð annars staðar.

14. OF VEÐ OG OF MÁLA Á LANDI OG Á ÖÐRUM GRIPUM.

Ef maður selur land sitt öðrum manni, og vill hann leggja á lögmála eða lögveð, þá skulu þeir handsalast þann mála eða það veð sem þeir eru á sáttir. Það er lögmáli á landi að hann skal eiga kost að kaupa fyrstur landið með slíku verði sem annar býður við, þá er land er falt. Enda má vera sá máli á landinu að þeir marki sjálfir verð á því, hve dýrt vera skal, ef falt verður. Þann mála skal lýsa að Lögbergi, eða lögveð ef það er í landi, sem þeir handsöluðust, hið næsta sumar á alþingi eftir kaup þeirra.

Nú vill maður leggja lögveð í land manns, hvort sem hann átti það land áður, eða er það er þá selur hann honum. En það er lögveð er maður skal taka tvo aura fyrir einn í landi, svo sem búar fimm virða við bók landið, þeir er landeigendur sé, hinn fimmta dag viku þann er sjö vikur eru af sumri hið sama vor er hann missti gjalddagans. Þá eignast hann í landinu hálfu meira fé en hann ætti að honum. Búar skulu kvaddir vera þrem nóttum fyrr eða meira méli. Slíkt er það og lögveð, þótt þeir hafi markað verð á landinu.

Svo skal þar og er gripir aðrir eru veðmæltir, að maður skal taka tvo aura fyr einn, nema maður veðmæli sér verra grip en því gegni, og er gripur þegar forveði er fé gelst eigi þann dag er til var mælt. Svo er og of land það ef eigi er hálfu betra, og er þó réttur veðmáli að svo væri. Það er fé að lögum veðmælt, ef svo er að farið að sýndur sé vottum veðmáli, enda er þó rétt ef þeim er svo kunnigt það fé er veðmælt er sem þeir hafi séð það. En lýsa skal veðmála fyrir heimilisbúum fimm, þess er fé sitt lét veðmæla, enda skal lýsa að Lögbergi hið næsta sumar eftir, ef veðmáli stendur of vorþing. Nú er land eða gripur forveði hið næsta vor eftir, og stendur of ekki alþingi. Þá skal lýsa á hinum næsta mánaði er fé var veðmælt, hvort sem það var land eða annað fé, fyrir búum fimm, og skulu þar landbúar er veðmælt er land.

Ef maður hefir sér land veðmælt eða annað fé, enda verði áttur að þann mann er fé sitt lét veðmæla skuldadómur eða féránsdómur, enda skal hann þá eigi hafa meira en skuld sína þótt hann hafi meira mælt sér, ef annarra manna aurar eru skerðir, og skal eigi meir skerða fyrir honum en svo. Nú eru annarra manna aurar svo litlu skerðir að eigi þarf það allt til þeirra skulda er hann hafði veðmælt sér of skuld sína, og á hann það allt. Ef menn mæla svo með sér að eigi skyli skylt vera að handsalast eða að lýsa málann eða veð, og á það eigi að halda, enda er þá hvortki á landinu veð né máli. En þeir verða útlagir báðir við þann er sótt vill hafa. Skal stefna heiman og kveðja til heimilisbúa fimm á þingi þess er sóttur er.

Þar er lögmáli er lýstur eða lögveð fyrir búum fyrst en síðan að Lögbergi, og þarf þann mála eigi oftar að lýsa meðan þeir vottar lifa og hann man votta, og þeir lifa báðir er þann mála áttust við. Ef vottar deyja, eða villast þeim lýsingarvottar er málann á, eða deyr sá er málinn var við, þá skal lýsa hið þriðja hvert sumar að Lögbergi mála þann. Ef eigi er svo lýstur málinn, þá er málinn af eða veð. Ef sá deyr er málann átti, þá skulu erfingjar hins dauða skipta þeim mála með sér, ef þeir eru fleiri en einn, og skal lýsa hið þriðja hvert sumar að Lögbergi sá er málann á eða veð, ef það er. [K: Rétt er að selja öðrum manni í hönd að lýsa veð eða mála.] Rétt er og að selja landsmála eða veð, og svo gefa, og svo annarra gripa, og er þó því aðeins rétt ef sá er sams fjórðungs við landið er við málanum tekur, enda skal hann segja með votta þeim er landið á hið fyrsta vor að honum skal bjóða þann mála.

Hvarvetna þess er maður á lögmála eða lögveð í eigini annars manns, hvort sem fé það er land eða annað fé, annar en sá er lögmálann gerði á eða lögveð fyrstur, þá skal sá láta lýsa hið þriðja hvert sumar, er þann mála á, og lýsa að Lögbergi á hinu næsta alþingi, og segja þeim manni með votta er land það á er málinn er á eða veð: „Þú skalt mér bjóða land það,“ skal hann kveða, eða annað eigin ef þar var veð á eða máli „og á eg nú þann mála,“ eða veð ef það er.

Ef sá maður fer af landi á braut eða úr fjórðungi þeim er hann á málaland í, þá skal hann fara til fundar við þann mann er það á og segja honum með votta hverjum hann skal bjóða landið, og skal sá maður samfjórðungs vera við málalandið, er hann skal bjóða landið. Ef sá maður deyr er það land átti er máli var í, og þarf eigi að bjóða það land er erfingjar hins dauða leysast að, eða svo og kona sú er hann hafði átta, en bjóða honum áður öðrum mönnum sé selt.

Ef barnómagar eigu mála á landi, þá skal fjárvarðveislumanni þeirra bjóða það land innan fjórðungs, og fara svo að boði sem áður var talið. Ef hann kýs undir sig landið, og skal hann hafa landið þá er hinn ungi maður vill eigi. Ef sá kýs eigi undir sig landið, er fjárvarðveislumaður er barnanna, þá á hinn að selja landið og leggja á slíkan mála sem áður var. Fjárvarðveislumaður barnanna skal lýsa landsmála eða veð, ef þau eigu, og er því aðeins skylt að bjóða honum landið, er málann á, ef lýstur er. Eigi skal hinn svo selja landið að eigi sé máli hins unga manns á. Hinn ungi maður skal lýsa mála sinn eða veð, þá er hann er sextán vetra gamall.

Ef sá maður er farinn af landi á braut er mála á á landi, og skal sá kjósa að þeim kosti undir sig er málinn er boðinn, að hann skal reiða sína aura fyrir landið, ef sá vill eigi hafa landið er hann kemur út, er málann átti, enda skal sá hafa landið ef hann vill, er málann átti, og skal hann þá gegna við hinn, ef landsleigur væri minni en verðs, þaðan frá er hann keypti. Ef hann kýs hvortki umb, eða eigi að hafa, þá skal selja landið með þeim mála sem áður var. Hvarvetna þess er eigi eru landsmálar lýstir eða veð, svo sem nú var talið, þá eru ranglýstir, enda er þá sem ólýstir sé, og er af landinu þá veð eða máli, hvergi er á var.

Það er enn ef maður vill selja málaland, þá skal hann fara til fundar við þann mann er mála á á landi því, hinn fyrra hlut einmánaðar, og segja honum að land er falt. Rétt er og að hann komi síðar, þótt hann komi viku fyrir sumar hið síðasta, og nefna votta tvo eða fleiri „í það vætti,“ skal hann kveða, „að eg stefni þér heim, og bið eg þig heima vera sumarsdag hinn fyrsta, og mun eg þá koma að bjóða þér landsmála,“ og hafa til viðbjóðanda þann er kaupa vill. Nú er hann eigi heima, og var honum heim stefnt sumarsdaginn fyrsta, að nauðsynjalausu, enda hafi hann engi þann mann fengið til körs fyrir sig er handsöl sé við eigandi. Þá verður hann útlagur of það þrem mörkum við þann er landið bauð, enda er þá landið málalaust. Það er stefnusök. Skal kveðja til heimilisbúa fimm á þingi þess er sóttur er.

Sá maður er bjóða vill málann, þá skal hann koma sumarsdaginn hinn fyrsta með viðurbjóðanda í miðjan dag eða fyrr. Hann skal nefna sér votta og bjóða þeim manni er á mála á landinu, lögboði, að kaupa svo sem hinn býður við. Þá skal viðurbjóðandinn segja hverju verði hann vill kaupa. Þá skal málamaðurinn, ef hann vill það, kjósa undir sig kaup þeirra. Nú kýs hann undan sér, og er þá af máli hans, nema því aðeins að hinn kaupi ódýrra þeim mun en þeir buðu honum að hann gerði hinum hagsmuni fimm aura eða meira fjár í kaupinu.

15. OF BREK.

Nú kýs hann landið undir sig, en þeir verða að brekinu sannir síðan, og varðar þeim báðum fjörbaugsgarð. Það er stefnusök. Skal kveðja til heimilisbúa níu á þingi þeirra er sóttir eru, enda skal hann sótt hafa á hinu þriðja alþingi þaðan frá er sök gerist. Ef brek sannast, þá skulu búar fimm virða landið við bók, þeir er næstir búa, landeigendur. En sá er málann átti skal gjalda síðan slíka aura sem þeir virða landið. Ef goldið er landsverðið, þá á kaupandi heimting til svo mikils fjár að seljanda sem búar virðu ódýrra landið en hann keypti. Nú ef hann kýs undan sér, enda sé brekboði boðið, þá varðar þeim enn slíkt sem áður var tínt, og svo skal að allri sókn fara sem áðan talda eg.

Það er og, ef honum er landið boðið að kaupa, og ætlar hann að hinn bjóði meira við en hann vili kaupa, þá skal hann nefna sér votta að því að hann kýs landið undan sér, fyr því að honum þykir brekboði boðið vera landið, og heldur honum það uppi ef hann er rétthafi að orðinn.

Nú kaupa þeir saman, sá er verð bauð við landinu og landeigandinn. Þá skal sá maður er málann átti á landinu stefna til rofs kaupinu, og skal hann þá þeim stefna til brigðar of landið, er land hefir keypt, og telja hann sekjan þrem mörkum og kveða á til hvers þings hann stefnir og stefna lögstefnu. Skal hann kveðja til á þingi landbúa fimm, og skal kaup rofna ef brek berst, enda skal hann brigt hafa landið á hinu næsta alþingi þaðan frá er honum var boðið landið að kaupa. En síðan skal kveðja til landeigendur fimm að virða landið, þá er næstir búa, og kaupa landið því verði sem þeir leggja á, og verður þá hans land, en hinn á verð.

Þess á hann kost að stefna seljandanum of það er hann seldi málaland hans ódýrra en hann býður honum, og telja hann sekjan þrem mörkum of það, en öðrum þrem of það er hann bauð eigi honum svo landið sem hann seldi öðrum, fara þeirri stefnu sem áður var tínt og kveðja til landbúa fimm á þingi. Þann kost á málamaðurinn annan, sem áður var tínt, að stefna þeim báðum til fjörbaugsgarðs, ef það sannast að þeir hafi brekboði boðið landið, og skal þær sakar sækja við níu búa kvið, svo sem áður var tínt.

Nú er manni málaland falt. Þá skal hann fara til fundar við þann er mála á, þótt hann hafi eigi viðurbjóðanda, og segja honum að land er falt, viku fyr sumar eða fyrr „og bústu svo við,“ skal hann kveða, „að eg mun koma með viðurbjóðanda til heimilis þíns sumarsdag hinn fyrsta, ef eg fæ kaupanda að landinu.“ Nú fær hann viðurbjóðanda að landinu sjö nóttum fyrir sumar. Þá skal hann fara og segja þeim er málann á og kveða á hvað við er boðið. Þá skal hinn ráða of vikuna. Ef hann fær fyrr tilbjóðanda en þrem nóttum fyrir sumar, og skal hann fara þó til fundar við þann er málann á og segja honum með votta hvað boðið er við landinu, og er hinn skyldur að hafa körið sumarsdag fyrsta, ef landeigandinn hefir sagt honum þrem nóttum fyrir sumar, enda hitti hann hinn heima og hafi sagt honum ávon þessa, sem áður var tínt.

Nú fær hann síðar viðurbjóðanda að landi en svo, og er honum rétt að bjóða honum landið með votta, þar er hann finnur hinn að máli. En sá skal kjósa þrem nóttum síðar, ef þeir hittu hann heima þá er þeir buðu honum landið. Nú hitta þeir hann eigi heima þá er þeir bjóða honum landið, enda fær landeigandinn viðbjóðanda síðar til landsins en sumarsdaginn fyrsta, þá skal stefna honum heim sjö nóttum fyrir boðið, en málamaðurinn skal kjósa þrem nóttum síðar, hvort hann vill hafa landið eða eigi. [K: Nú hefir landeigandinn eigi bjóðanda til sumardag hinn fyrsta, og hefir hann þó er þrjár vikur eru af sumri eða fyrr á því méli. Þá skal hann heim hafa stefnt honum viku fyrir boðið eða meira méli, og segja honum hvað við er boðið.] Ekki skal maður selja af málalandi nema óværateig áður hann býður þeim landið er málann á, enda skal lögaura við bjóða en eigi í landi, hvergi er kaupir. Ella er sem óboðið sé málaland þeim er málann átti.

Rétt er og að maður seli öðrum manni í hönd að bjóða landsmála. Ef sá tortryggvir boðið er málann á, þá skal sá láta bera vætti það, er bauð málann, er honum var í hönd selt að bjóða landsmálann. Þann mála skal hver maður lýsa á landi annars manns sem hann á, en sá skal þá bjóða sem hinn lýsti og hann átti.

Þar er ákveðnir aurar eru á landi mæltir, og er þá eigi skylt að hafa tilbjóðanda. En svo skal bjóða það land sem málaland, og svo að boði fara, og svo að öllu öðru, sem hann bjóði lögmálaland.

Ef maður sá á beituteigu í annars landi er hann á málaland, eða svo ef í málalandi eru beituteigir, þá teigu skal maður selja ef hann vill, ef þeir eru fimm aura verðir eða minna fjár. Svo skal þar orka að kaupi og að sölu of þá óværateigu sem annars staðar var tínt. Það er og rétt að maður taki fé fyrir málaland ef hann vill, þótt hann bjóði eigi landið þeim er málann á. Eigi skal landið lengur vera selt en þrjá vetur samfast.

Nú er þeim grunur að því, er málann á á landinu, að landið sé selt að alda öðli eða lengur, þótt þeir láti það eigi. Þá á hann til tvo kosti. Það er rétt að hann stefni hinum of landsöluna er seldi, og láta varða útlegð og sex aura handsalsslit. Þess á hann og kost að stefna til rofs kaupinu. Hann skal nefna sér votta. „Nefni eg í það vætti,“ skal hann kveða, „að eg stefni þér, N., of það að þú hefir keypt málaland mitt,“ og kveða á landið, „að eg stefni til rofs kaupi því, og tel eg mér landið,“ og kveða á það. „Stefni eg til alþingis, og lögstefnu.“ Eigi er skylt að sækja of landsölu nema hann vili.

Þar er maður kaupir málaland annars vísvitandi, þá skal stefna til rofs kaupinu og láta varða þriggja marka útlegð. Nú kaupir maður málaland og eigi vísvitandi. Þá verður hann útlagur þrem mörkum, er honum seldi, við hvorntveggja. Ef þeim manni er land boðið er málann átti á, enda kýs hann undir sig landið sumarsdaginn fyrsta, þá skal hann gjalda verðið á hinu sama ári, hinn fimmta dag viku þann er sjö vikur eru af sumri, á málalandinu sjálfu, nema þeir eigi fyrr gjalddaga saman, þá skal þar gjalda, enda skal hann taka við landinu sjálfur að hinum næstum fardögum. En hinn skal búa á þangað til sem leigumaður, og svo á braut leysast. En þó á hann landsnytjar allar til fardaga og svo landsábyrgð, sem mælt er of þann mann er selur land sitt á miðjum misserum. Nú kýs hann síðar landið undir sig en sumarsdaginn fyrsta, og kýs þann hinn fimmta dag viku er fjórar vikur eru af sumri, eða á því méli er þar er á miðli. Þá skal hann þó taka við landi hið sama vor að fardögum. En þá skal hann verðið gjalda annað sumar eftir með leigum, hinn fimmta dag þann er sjö vikur eru af sumri, og gjalda á bólstað þeim er málinn var á, nema þeir eigi gjalddaga saman, þá skal þar gjalda féið. Nú kýs hann landið síðar undir sig en fjórar vikur eru af sumri, og kýs hann á vorþingi eða á því méli er þar er á milli, og skal honum þá hafa verið boðið landið viku fyrir þingið, ef hann skal þar kjósa. Ef kaup þeirra varð fast á vorþingi, eða á því méli sem nú var tínt, þá skal sá á landi búa þau misseri, er land átti, svo sem á leigulandi, og svo skal hann ábyrgjast við kaupanda, hvegi er hann stafar fyrir, sem hann búi sjálfur á, enda á seljandi allar landsnytjar á þeim misserum, og ábyrgist hann við spellum við kaupanda, svo sem búar virða. En verð skal gjalda annað sumar í því hinu sama landi, leigulaust, hinn fimmta dag viku þá er sjö vikur eru af sumri, nema þeir verði á annað sáttir.

Þar er maður kýs málaland undir sig, þá skulu þeir jafnvandlega hafa votta við það landkaup og svo allt formæli, sem þá er hann kaupir annað land. En eindagar skulu vera á málalandsverði í öllum stöðum þar er gjöld eru mælt.

Þar er maður fer á braut af landi því er hann hefir selt eða gefið að fardögum, enda eigi hann þar eftir búskerfi í húsum eða hey í hlöðum eða í heygörðum, þá skal hann það svo á braut færa af landi því, hvort sem það er málaland eða annað, sem mælt er of leiglending að hann skal færa tak sitt og hey af landi því er hann bjó á hin næstu misseri áður. Ef maður á fé að manni, enda mæla þeir svo með sér að hann skyli eiga fé það í landi hans, og skilja þeir það eigi ger en svo. Nú ger hinn eigi gjalda féið, þá á hann þann kost, ef hann vill, að stefna um féið til gjalda og til útgöngu og láta varða útlegð. Hann skal kveðja til heimilisbúa fimm á þingi þess er hann sækir of það hvort hann ætti það fé að hinum þá er sök var höfðuð. Síðan skal hann láta bera vætti það er hann mælti sér fé í landi. Nú voru eigi vottar að fyrir öndverðu, eða villast honum vottar svo að hann nái þeim eigi á þingi, þá skal hann kveðja enn hina sömu búa fimm of það sem hann hefir áður kvatt, og bera þeir það þá er vottar skyldu, og á þá dómur að dæma honum slíkan hlut landsins sem verður að fjártölu réttri, og svo sem landbúar fimm virða landið við bók, þeir er landeigendur sé. Hann skal kveðja þá til virðingar, hvort hann vill heldur þar að dómi eða heima í héraði ella. Nú voru eigi vottar að þeim máldaga fyrir öndverðu að hann skyldi féið eignast í landinu, og er sá máldagi því aðeins réttur ef innstæða var minna fé heldur en landið hálft, ef það var byggt ból, en eigi ella.

Ef hann vill skipta landi við hinn, og skal svo þar að því fara sem í öðrum stöðum. Nú finnur maður land með sér, eða þeim manni er hann vill annkvista, enda mælir hann svo að ómagaeyrir skyli í því landi liggja meðan hinn þarf framfærslu, enda verði framfærslan eigi end, eða svo illa ella að búum sýnist eigi vært við. Þá skal stefna til brigðar of landið þeim er lýrit hefir fyrir landinu, og kveðja til landbúa fimm á þingi, hvort sá máldagi var ger í landið eða eigi, ef vottar villast. En heimilisbúar fimm ómagans skulu skilja of framfærsluna, og skal þá dæma landið til framfærslu ómaganum og þeim manni er til varðveislu stendur. Sá maður á sök þá er fé fann með ómaganum eða hans erfingi. Ef hvorgi er þeirra við staddur, eða vilja þeir eigi, þá á sá maður er stendur til framfærslunnar. Ef sá verður eigi til á nokkura lund, þá á sá er helst vill duga ómaganum. Ef ómagi fann sjálfur fé með sér, og svo þótt aðrir fyndi, þá á hann sjálfur sök ef hann kann ráða til fulls eyris, enda tæki þeir eigi fyrr upp. Sá maður er annkvist hefir ómagann á að beiða sér bjargkviðar fimm heimilisbúa ómagans að bera of það hvort honum væri sú vist fengin er honum væri vært við, ef hann þægi vel sem hann hefir vit til bast, og að þeim máldögum sem mæltir voru, og hvort hinn gekk að sínu ráði braut. Og brigðist eigi land ef það ber kviður í hag þeim er kvatt hefir.

Ef maður á fé að manni, enda handsalar sá honum land sitt, og heimilar fyrir hverjum manni, ef fé gelst eigi að gjalddaga, og verður hans land ef eigi gelst allt féið að máldaga þeirra, þótt hinn ætti lausn á, og þarf eigi þann máldaga að lýsa. Nú selur hinn landið öðrum manni, en hann missir fjárins að gjalddaganum, þá skal hann ganga að heimilu til landsins. Nú vill sá eigi láta hann hafa er keypt hefir landið, þá skal hann stefna þeim til brigðar, og fara svo að sókn sem fyrr var tínt. Þeim varðar fjörbaugsgarð er landi heldur, ef hann keypti vísvitandi, og svo hinum er seldi. Þar er stefnusök hvortveggja, skal kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er, og sök til hins þriðja þings.

Nú lætur maður sér handsala land á laun, en hinn selur þó að hvoru. Þá á hann rifting til landsins, nema hann rifti á hinu næsta alþingi. Hvarvetna þess er maður fer eldi og arni á annars manns land ólofað til ábúðar, og varðar það fjörbaugsgarð. Ef maður gerist heimildarmaður of land að brigðarmanni, og varðar það fjörbaugsgarð. Það er stefnusök til þriðja þings, og skal kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er. Ef maður leggur veð í land manns, sá er hann á fé að öðrum, enda fari hann eigi að lögum með veðinu, þá verður engi heimting til landsins, og svo til fjárins, þess er hann lagði veð í landið fyrir.

16. OF LANDASKIPTI.

Ef menn tveir eigu land saman, og vill annartveggi þeirra orka landsdeildar á annan, þá skal hann fara til heimilis þess manns er hann vill skilja landeign við hinn fimmta dag þann er vika var til sumars. Hann skal nefna sér votta að því að stefna honum heim, að hann skyli heima á sjö nátta fresti vera „og mun eg þá koma að kveðja hann landsdeildar eða ítölu, ef eigi sjá búar landsdeild“. Nú kemur hann þar, og skal hann nefna sér votta „að því vætti, að eg kveð þig lögskiptis, N., eða ítölu ef búar sjá eigi lögskipti að landi því með okkur, hinn fimmta dag þann er fjórar vikur eru af sumri,“ og garðlags, ef hann vill það láta fylgja. Hann skal kveða á bólstaðinn, hvar hinn skal til koma. Þeir skulu þar koma hvorir fyr miðjan dag. Sá maður er landi vill skipta skal kveðja til búa fimm, landeigendur, sjö nóttum fyrir eða meira méli, þá er réttir sé að tengdum við þá menn alla er hlut eigu í landi því er skipta skal láta. Sá maður skal fara til heimilis búanna og nefna sér votta að því „að eg kveð þig lögskiptis, N., að skipta landi því með okkur N. Kveð eg þig ítölu ef þú sér eigi lögskipti að landi, skipta og húsum með okkur og engjum [K: með nauta þína fjóra],“ og koma þar fyrir miðjan dag. Kveð eg lögkvöð, og skal lýsa kvöð þá sem aðra.

Ef maður er kvaddur landskiptis, og ger hann eigi handsala, hvatki er að því þrýtur, og er þá synjað, og verður hann útlagur þrem mörkum. Skal kveðja til heimilisbúa hans fimm á þingi, enda á dómur að dæma á hönd honum að láta uppi landskiptið fjórtán nóttum eftir vopnatak, og svo févíti. Ef hann hefir uppi látið landskiptið, en búar koma eigi til, og varðar þeim það þriggja marka útlegð, enda á dómur að dæma á hendur þeim að skipta landinu fjórtán nóttum eftir vopnatak. Ef þeir skipta eigi svo sem dæmt er, og varðar þeim það fjörbaugsgarð. Nú er dæmt á hendur landeigandanum skiptið, þá skal kveðja til búa þrem nóttum fyrir eða meira méli, enda varðar þeim fjörbaugsgarð ef þeir koma þá eigi til. Ef hinn kemur eigi til er dæmt er á hendur, og varðar honum það fjörbaugsgarð, enda skulu búarnir skipta þá landinu sem áður. Nú vilja þeir eigi skipta, og varðar það fjörbaugsgarð, enda verða honum þá þeir búar réttir til landsdeildar er hann getur helst af innan héraðs. Það eru allt stefnusakar, og skal kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er til fjörbaugssaka, en fimm til útlegða. [K: Ef þetta eru stefnusakar, og skal kveðja heimilisbúa fimm til, þess er sóttur er.]

Hvar þess er búar skulu landi skipta eða ómögum, eða hverju lögskipti er þeir skulu skipta eða virðingar hafa, og skulu þeir ávallt til koma fyrir miðjan dag og vinna lögeiða að. Svo er sem ómælt sé ella, enda skal sá fá bók til er kveður þá. Svo skulu búar land deila með þeim mönnum öllum er þar eigu hlut í því landi að síns megi hver njóta, og skal þar sérhverjum deila, enda skal engi þeirra reka kykfé sitt yfir annars land heiman, og skal-at húsum skipta í gegn landi. [K: Skal þar löndum í gegn skipta, en eigi skal þar húsum skipta í gegn landi.] Nú er þar sumt land betra en sumt, og skal það þeim mun óvíðara að jafngott sé bæði. Vatn skal og falla til bólstaða allra, enda skal allur saman fara hvers þeirra landshlutur. Ef maður hefir til þess keypt í landi að hann vildi því til síns lands láta skipta er næst væri, þá skal þar hluta. Ef hann hefir eigi til þess keypt, og á hann þann hlut þá að hafa er næstur er hans landi. Of þveran dal skal í sundur skipta ef það er dalland, nema þar falli á sú er eigi gangi fé yfir, enda sé þeim jafnhægt til. Þá er rétt að skipta að endlöngum dalnum.

Búar eigu og húsum að skipta að jafnaði. Þeir eigu að þverkyrfa hús, skulu-t þeir að endlöngu deila hús. Nú verður hús manns þar í annars landi, og skal það hús þar vera meðan sá vill það er á, enda skal hann úr sínu landi allt til færa að bæta um. Ef hann vill húsið úr stað færa, og vill hann aka það, þá skal hann í sitt land færa.

Menn eigu og að brjóta jörð ef þeir vilja til taðna sér eða akra, þótt fleiri eigi saman, og eigu þeir jafngóðri jörð að auka sína töðu er síðar auka. Þess er og kostur þar er túnvelli er skipt, að muna út garði, og kveðja búa til ef þeir verða eigi sáttir á ella nær þeir auka jöfnu. Nú vilja sumir auka en sumir eigi, þá skulu þeir gjalda hinum það land er til þeirra kemur, sem landbúar fimm virða, eða mismuna, ef hann er.

Þar er búar sjá eigi lögskipti að landi, þá skulu þeir skipta húsum og engjum og töðum og akurlöndum og veiðum og rekum og skógum, enda skulu þeir telja fé í haga svo að þeir hyggi eigi að nýtra muni að færra sé, enda sé þó skipað til fulls. Þar skulu menn ítölu hafa búfjár í haga er búum lítast þær nætur fleiri er fé gengur í annars land. Þar skal telja þrevett naut við kú en þrjú veturgömul við kú. Skal-at kálfa telja. Hross þrevett við kýr tvær, eða eldra, en tvevett hross við eina kú, eða yngra. Skal-at fyl telja. Geitur fimm við kú. Gamlir sauðir tíu við kú. Lömb tuttugu við kú. Eigi skal svín í land telja né hafa [K: né haga].

Ef þá er snær á jörðu er menn skulu landi skipta eða í telja eða garðlag rétta, og er þá rétt að þeir bíði uns fimm [K: sex] vikur eru af sumri, nema þeim sé svo kunnigt land þar, sem þeir sé allt það.

Ef maður vill húsum skipta aðeins, og skal hann finna hinn þá er fimm vikur eru af sumri og nefna sér votta að því að biðja hann heima vera á viku fresti, eða koma þá til húsaskiptis ef hann á eigi þar vist. Hann skal kveðja til húsaskiptis búa fimm þrem nóttum áður. Nú vill maður skipta við annan til eignar töðuvelli eða engiteigum eða rekum. Þá skal stefna heim ávallt viku fyrir, en búar skulu kvaddir til þrem nóttum áður. Ef maður vill engjum eða töðum skipta láta það sumar eitt, eða heyjum, þá skal enn hið sama að fara eða skipta eftir alþingi. Nú vill hinn eigi handsala engjaskiptið, þá skulu búar þó skipta til hlutfalla.

Rétt er og að kveðja búa til skipta allra hvarvetna þess er menn eru á eiginorð sáttir, enda er rétt að kveðja mann heyskiptis eða engja þrem nóttum fyrir, og svo búana. Ef maður er kvaddur lögskipta of þessi mál, og vill hann eigi handsala, þá verður hann útlagur þrem mörkum, enda á dómur að dæma á hendur honum að láta uppi skiptið fjórtán nóttum eftir þing, enda má þó skipta sem fyrr ef hann vill. Búum varðar og útlegð ef þeir vilja eigi skipta, enda má láta dæma á hendur þeim skiptið fjórtán nóttum eftir þing, og verða þau dómrof sem önnur. Rétt er og skipti búanna þótt griðmenn sé tveir í kviðnum ef búar koma eigi til.

Ef menn eigu akurlönd saman, þá skal sá þeirra er skipta vill láta fara til heimilis annars og kveðja hann akurlandaskiptis, og svo taðna, sjö nóttum fyrir eða meira méli. En búa fimm skal kveðja til þrem nóttum fyrir skiptið og fara svo að öllu of akurlandsdeild sem þá er menn skipta húsum eða engjum.

17. OF GARÐLÖG.

Ef maður vill beiða annan mann garðlags, hann skal svo upp hefja stefnu sem þá er hann beiðir landsskiptis, og á þann veg skal kveðja búa til að deila garðlag með þeim, svo að þeir vinni lagðan á þrem sumrum á meðal anna. Þeir skulu svo hafa hjú hvor þeirra á sínu landi að það sé að meðallagi. Eigi skal af selja né önnur lönd við hafa fyrir þær sakar. Eigi er maður skyldur að auka hjú sín til garðlags meir en fullskipað sé land hans. Verkmenn skulu allir að vera og leggja garðinn og vinna ekki annars en reka smala heim og fá eldibranda meðan garðönn er.

Á miðil anna skal löggarð gera. Vorönn er fyrst, hún er uns mánuður er af sumri. En löggarðsönn er síðan tvo mánuði, þá er heyönn aðra tvo mánuði. En þá er garðlagsönn hinn efsta mánuð sumars.

Ef maður er kvaddur í tveim stöðum garðlags á einu sumri, og er hann eigi skyldur að leggja í báðum stöðum. Þann skal hann leggja er fyrr var kvatt. Ef maður er beiddur garðlags, þá skulu þeir löggarð gera. En löggarður er fimm feta þjokkur við jörð niðri en þriggja ofan, og skal hann taka í öxl þeim manni af þrepi er bæði hefir gildar álnar og faðma.

Ef nokkuð fé hleypur löggarð, og útleggst eigandi eigi of það, en bæta skal auvislabótum. Svo er og ef löghlið opnast.

Búar skulu rétta merki þeirra og jafna þar nesjum saman. En þótt munur verði nesja, og eigu búar þó að skipta ef það er minna vert en fimm aura.

Hvergi má skylda annan til garðlags, þar er eigi of tekur í hjá torf eða grjót og bera verður til með eyk eða reiða. Þeir skulu báðir hefja upp í einum stað garðinn og gerða síðan til síns enda hvor, nema þeir verði á annað sáttir. Sá maður á og kost þess að leggja lengra garðinn, ef hann vill, er kvaddi. Ef sá maður vill eigi leggja garðinn er kvaddur var garðlagsins, þá skal sá leggja, er kvaddi, sinn hlut, enda varðar honum þá eigi beitin þó að fé hans skjótist fyrir garðsenda. Honum varðar útlegð er eigi vill gerða, enda sekst hann á beitinni, og skal þá dómur dæma garðlagið á hendur honum, enda á hann að bæta auvisla hinum er gerði, ef hans fé gerir.

Ef maður gerðir minna garð en mælt er í lögum, eða synjar hann með öllu, og sé hann til kvaddur að lögum, og varðar honum jafnt bæði. Ef þar verður túngarður í garðlagi, en það er túngarður er töðuvöllur gengur út að garði, þar á sá og kost er völl á að gerða einn, ef hann vill, og taka þá utangarðs garðvirkið. Ef hann vill að þeir gerði báðir, og á hann kost að bæta einn garðinn ef hann vill, og taka utangarðs garðbæturnar. Ef hann vill eigi einn bæta garðinn eða gerða þar er túngarður hans er, þá skal þann hvor þeirra bæta, er gerði, og taka þar efni garðbóta er þeir tóku garðvirki. Ef þar verða höggskógar fyrir eða eggver eða töðuvöllur, þá skal fyrir nes þar gerða. Ef þar eru hrísrif, og skal í gegnum þau gerða. Það eru hrísrif er menn rífa upp. Það er höggskógur er menn höggva upp. Ef þar verða engjar manna fyrir garðlagi, og skal gerða hið gegnsta þar, enda bæta þeim engjar sínar svo sem búar virða við bók að þeir hafi annað engi jafngott og jafnhægt og jafnmikið.

Ef þar er garður of þjóðbraut þvera, þá skal hlið vera á garði þeim, álnar og faðms mikið, og hjarragrind fyrir svo að menn lúki upp af hrossi og aftur ef vill. Þess á hann og kost að færa garðshlið örskot eða skemmra, svo að sé af þjóðbraut, og sé þaðan jafngott að ríða. En ef þar er gert of þjóðbraut þvera, svo að eigi er hlið á garði, og varðar það enn þriggja marka útlegð þeim er aftur lætur leggja hliðið, og á hver að sækja þá sök er vill, og svo ef gert er of þjóðbraut þvera. [K: Ef þar er gert um þjóðbraut þvera svo að eigi er hlið á garðinum, það varðar útlegð, enda er garðurinn óheilagur, og á að brjóta hlið á þeim garði þótt heilagt sé ef maður fer í gegnum. En ef aftur er gert hliðið, og á hver að sækja þá sök er vill ef eigi er hlið á garði.] Nú er löghlið á garði þeim, og svo um búið sem mælt er í lögum, þá eru menn skyldir að lúka löghlið aftur á löggarði. Ef sá maður lýkur eigi aftur hliðið, er eftir fer í gegnum það, þá verður hann útlagur of það þrem mörkum, og á sá það fé er hliði skyldi halda á garðinum. Nú er hlið brotið nokkuð á löggarði annars staðar en áður var tínt, og varðar það enn útlegð, og sex aura áverki, og bæta auvisla sem búar virða. Það eru allt stefnusakar, og skal kveðja til heimilisbúa fimm á þingi þess er sóttur er.

Ef löggarður rénar, sá er merkigarður er með mönnum, og ger annar eigi að gera, þá varðar honum slíkt, ef fé gengur yfir garðinn, sem það er hann gerði eigi leggja garðinn. Nú vill maður kveðja annan mann garðbóta. Þá er garðbót er meiri hlutur stendur garðsins. Þá skal hann beiða hinn garðbóta viku áður fjórar vikur sé af sumri og kveðja til heimilisbúa fimm þrem nóttum áður. Ef hann vill þeygi bæta sinn hlut garðsins, þá varðar útlegð þriggja marka, enda á dómur að dæma garðbótina á hendur honum.

18. OF BRÚARGERÐ OG FERJUHALD.

Ef á skilur lönd manna, og vill annar þeirra gera brú of ána, þá skal hann bjóða hinum fyrst að gera brúna. Ef sá vill eigi gera þá skal hinn gera, og velta báðum megum að ósekju torfi til. Nú verður hinum mein að götum þeim er frá gerast, þá skal sá er brú gerði bæta honum það sem búar fimm virða hinir næstu. Nú vill sá maður brú gera er hvorungi megin á land, þá skal hann bjóða þeim fyrst að gera. Þeir skulu taka til á tólf mánuðum hinum næstum, ef þeir vilja brú gera er lönd eigu við ána. Ef þeir vilja eigi brú gera, þá skal hinn gera að ósekju og velta báðum megum landi til. Hann skal bæta þeim er lönd eigu við, sem búar fimm virða, ef þeim verður mein að götum þeim er þaðan gerast frá. Sá maður er brú gerir skal svo mæla fyrir henni sem hann vill að hví neyt sé. Hann skal og segja til þess í þingbrekku hverja helgi hann leggur á og hvað varða skal ef af er brugðið.

Hvorgi á að banna öðrum, þeirra manna er lönd eigu við ána, að hafa skip á henni. Nú vill sá maður hafa skip á ánni er hvorungi megin á land við, og er það því aðeins rétt ef hann vill þar láta vera ávallt meðan áin er þíð og meta eigi leigu. Svo er þar of götur sem áður var tínt. Ef hann gerir annan veg, þá er hann útlagur þrem mörkum.

Ef maður varðveitir brú eða skip það er fé er til lagið, og er hann útlagur ef hann innir eigi máldaga, og á þá sök hver er fars missir. Sá maður á og þá sök er fé lagði til eða hans erfingi, og verður hinn útlagur þrem mörkum, og gjalda tvö slík sem ferjubúar fimm meta þá sýslu er hann endi eigi. Á dómur að dæma á hendur honum skipsvarðveisluna, og varðar þá fjörbaugsgarð ef hann órækist. Eigi skal skip það ónýtast svo af fyrningu að eigi sé annað til fengið áður, ef sá skyldi skipinu halda er féið varðveitir. Nú brotnar skip það í vötnum eða veðrum, þá skal hann til fá annað skip sem hann má fyrst. Ef sá ræður fyrir skipi, er hann fékk til farningar, þá ábyrgist sá eigi er farður var þótt skip lestist, ef hann vildi vel.

Synjað er þá fars, ef leigu er metið þá er veita skyldi, og á ferjumaðurinn að bæta þeim er fara skyldi, sem búar fimm virða, ef hann fær auvisla af, og á hann heimting til leigu þótt reitt sé. Sá ábyrgist skip er hefir, sem annað lán. Nú er brúarhald mælt á hendur manni, og skilið eigi ger. Þá skal hann að gera svo að haldi fyrir fyrnsku, en gera sem fyrst ef áin brýtur, og skal sækja sem áður var tínt ef hann órækist. Það eru allt stefnusakar, og skal kveðja til heimilisbúa níu til fjörbaugssaka, en fimm til útlegða.

19. OF ENGIDÓM.

Ef menn eigu engi saman og verða eigi sáttir á, þá skulu þeir reyna skil til á því og fara svo að sem áður var tínt, þar er menn verða eigi á landseigin sáttir, að stefna til skila og til raunar. Nú er þeim bráðara til, og má það þá gera of engiverk, sá þeirra er heldur vill, að fara til engis þess og setja upp mark í enginu og marka þar í hjá dómstað síðan, þann er sex mönnum sé hægur að sitja í, og fara að finna hinn síðan.

Ef maður vill kveðja engjadóms annan, þá skal hann fara til heimilis þess manns er hann er ósáttur við of engið og nefna sér votta að því að hann kveður hann að eiga við hann engidóm við mark það á sjö nátta fresti, og kveða á engið og á dóm, og koma í dómstaðinn þar svo að dómur sé nefndur fyrir miðjan dag, kveðja lögkvöð. Síðan skal hann nefna sér votta „að því vætti,“ skal hann kveða, „að eg stefni þér, N., til brigðar og til útgöngu of engi það, og tel eg mér engið. Stefni eg lögstefnu, og til þess dóms er eg lagða þér dómstefnu.“ Rúmhelgan dag skal dóms kveðja og svo stefna, og lýsa hvorttveggja ef eigi heyra lögfastir menn. Síðan skal hann kveðja til dóms þess engibúa fimm, þrem nóttum fyrir eða meira méli, að bera þar kviðu þá alla er hann vill þá beitt hafa, og þeir eru réttir um að skilja, koma þar fyrir miðjan dag, kveðja lögkvöð. Þeir skulu koma til dóms þess hvorirtveggju fyrir miðjan dag, svo að dómur sé þá nefndur. Hvor þeirra skal hafa tuttugu menn með sér, taka þar dómendur af, og öll gögn þau er þeir skulu hafa að dómi þeim. Kviðmenn skulu að fórnaði vera. Hvor þeirra skal koma til næsta húss enginu, þess er á götu þeirra er, og skal þar hvor þeirra telja tuttugu menn síns liðs um sig fram. Ef hann telur eigi, þá verður hann útlagur þrem mörkum við hinn, nema hvorgi geri skil á, þá verður hvortveggi útlagur, og á þá sá sök er vill.

Nú hafa þeir menn jafnmarga sem þeir eigu, og verða þá alls sjö menn hins fimmta tigar, þeir er til dóms eru taldir. Ef annartveggi ræður menn nokkura til þess að koma til dóms að fulltingja sér, og varðar honum jafnmikið það sem þeir fylgi um tuttugu menn fram. Ef menn dragast til föruneytis þeirra óbeðið, og verða þeir allir útlagir þrem mörkum við þann þeirra er sótt vill hafa, nema báðir reiðist við, þá á hvortveggi sök.

Útlegðar þessar allar, er nú eru taldar, skulu sóttar á hinu næsta vorþingi, ef þeir eru samþinga. Ef þeir eru eigi samþinga, eða vorþing eru eydd, þá skulu útlegðir sóttar á hinu næsta alþingi. Það eru allt stefnusakar, og skal kveðja til heimilisbúa fimm á þingi þess er sóttur er.

Þrjá menn skal hvor þeirra í dóm nefna, brigðandi og haldandi engisins, enda á hvor þeirra að bjóða öðrum til ruðningar of þá dómendur sem þeir nefndu báðir. Skal dóm þenna ryðja sem tylftarkvið. Nú vill verjandinn eigi nefna sinn hlut dómsins. Þá skal brigðandinn nefna allan dóminn, enda er þá engi ruðning til. Sá skal bjóða til ruðningar kviðar, er kvaddi, og skal kvið þann ryðja sem aðra búakviðu. Það er og rétt að griðmenn verði tveir í kviðnum ef búar verða ruddir. Búendur skal fyrr kveðja en griðmenn ef þeir eru til, þá er næstir eru þar, enda sé að tengdum réttir. Eiða skulu þeir menn allir vinna er þar skulu lögskil mæla, jafnt sem að þingadómi. Þá skal sá er engið brigðir bjóða til eiðspjalls og eið vinna og segja fram sök sína, á lengur er hann hefir eið unnið, svo skapaða sem hann stefndi. Síðan skal láta bera stefnuvætti.

Nú hefir hann að erfð tekið engið. Þá skal hann bera láta kvið þann í dóm, er áður skal kvatt vera, hvort sá maður ætti engi það á deyjanda degi, er hann tók arf eftir. Ef maður hefir keypt engið, þá skal hann láta bera kaupsvætti sitt. Nú er það eigi til, þá skulu hinir sömu búar fimm skilja það er vottarnir skyldu. Ef sóknargögn eru fram færð, þá skal hann fram færa varnargögn, er heldur enginu. Hvar þess er kviður kemur til með þeim, og skulu hinir sömu búar fimm skyldir að skilja þá kviðu alla, hvor þeirra sem beiðir. Svo skal að sókn og vörn fara þar að öllu, og svo of öll lögskil, sem að þingadómi. Ef verjandinn þarf þeirra búa er hinn hefir kvatt til sóknarinnar áður, og verður engi ruðning til þeirra búa við verjandann. Ef menn halda þar gögnum að dómi þeim, og varðar það fjörbaugsgarð. Ef menn bera þar andvitni, og varðar það fjörbaugsgarð.

Ef dómendur vilja eigi taka við gögnum eða vörnum þeim er menn vilja þar fram færa eða vilja eigi reifa mál manna eða dæma um, og varðar það allt fjörbaugsgarð. Það eru allt stefnusakir er nú voru tíndar, og skal sækja á hinu næsta alþingi og kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er. Ef menn bera að dómi þeim ljúgkviðu eða ljúgvætti eða leggja rangt undir þegnskap, og svo öll ljúgvitni þau er þar verða borin, og varðar það allt fjörbaugsgarð, og skal sækja á hinu næsta alþingi. Það eru allt stefnusakir, og skal kveðja til tylftarkviðar goða þann er sá er í þingi með er sóttur er. Ef á gögn verður kveðið í dómi þeim, og skal þó dómur dæma sem rétt borin sé gögn. En sá er á gögn kveður skal stefna til rofs dóminum, og á dómur að rofna ef að ljúgvitni verða.

Fjörbaugssakar þær allar er nú eru taldar og ljúgvitni öll og gagnahöld öll skal sækja í þeim fjórðungsdómi sem engidómur var í fjórðungi. Þar er sækjandi og verjandi færa fram gögn sín í engidóm, þá skal dómur dæma þeim þeirra engi er heldur ber heimild til. Nú kemur annar þeirra heimild sinni til en annar eigi. Þá skal þeim dæma engishöfn er sinni heimild kemur til, enda skal þá að þingadómi reyna eiginorð engisins. Ef þeir verða eigi sáttir á hvern dóm þeir skulu dæma, þá skal afl ráða með þeim. Þeir eigu að véfengja ef þrír eru hvorirtveggju og fara svo að véfangi sem að fjórðungsdómi. Þá skal hvor þeirra stefna annars dómöndum. Ef þeir véfengja, og skal þá reyna í fjórðungsdómi þeim er dómurinn var áttur í fjórðungi. Ef þar verður enn véfengt, þá skal reyna í fimmtardómi. Nú er véfengt í engidóminum, þá skal sá hafa engið er áður hafði, uns reynt er eiginorð að þingadómi.

Þá skal engidómur vera er engi er vaxið, og skulu þeir þar vera uns þeir hafa dómi sínum lokið. Ef þeir gera eigi svo, og varðar það fjörbaugsgarð. Skal sækja á hinu næsta alþingi við níu búa kvið, en stefna heiman.

Þar aðeins skal engidómur vera er menn verða sáttir á hvor land á undir. Ef það er ógreitt, þá skal stefna til raunar og til skila of engið og sækja að þingadómi. Ef annartveggi þeirra hefir menn fleiri til dóms en mælt sé, að sínu ráði, og varðar það þeim manni þriggja marka útlegð við hinn, en fjörbaugsgarð ef hann glepur dóm þann, og svo hverjum er það gerir. Það eru allt stefnusakir, og skal kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er, en fimm til útlegða. Ef menn glepja dóm þann eða önnur gögn svo að mál þau megu þar eigi lúkast, og varðar það fjörbaugsgarð. Enda skulu mál þau öll fara í fjórðungsdóm þann er dómur var í fjórðungi, enda eru gögn öll sjálfkvödd þangað, og svo gagnagögn. Enda skal svo fara of alla héraðsdóma ef þeir eru glaptir. Ef gögnum er þar haldið, og varðar það allt fjörbaugsgarð, og skal sækja sem áður var um tínt.

20. OF HEYREKA.

Ef sær eða vötn eða veður rekur hey manna saman fleiri en eins, þá skal sá þeirra er hey á í annars heyvi og á annars landi fara til heimilis þess er land á undir því og kveðja hann heydeildar rúmhelgan dag, þrem nóttum fyrir skiptið eða meira méli. Hann skal kveðja til fimm búa þá er næstir eru heyvi því, þeirra manna er eigi eigu hlut í heyvi því, of það hvern hlut hann á í heyvi því, og vanda þá sem engiskiptisbúa. Það skal hann allt gera þrem nóttum fyrir skiptið.

Ef maður varnar heyskiptis, og varðar honum það þriggja marka útlegð og skaðabætur þess sem hinn fær af því. Ef hann nýtir sér, þá er það gertæki. Nú krefur hinn eigi fyrr skiptisins en hann hefir heim fært heyið eða saman, og á sá þá það sem búar fimm hinir næstu meta við bók að hey var vert þá er hann krakaði það upp.

Þeir menn er hey eigu rekin frá sér skulu þerra hey sín í þess landi er þau voru rekin, en eigi eigu þeir á braut að vega áður skipt sé. Ef sá maður má eigi vega hey það heim til sín er á, þá skal hann löggarð gera um heyið í þess landi er hann þerrði það, og vinna þann áverka á landi hins þar er hvortki sé akur né engi. Ef hey rekur á engi manns, og fær sá skaða af því er engið á, þá skal hinn bæta honum það svo sem búar fimm virða, þeir er næstir eru enginu. Ef hey rekur í haga manns, og á sá þá að gera löggarð um, er hey á, og svo að þerra.

21. OF SELFÖR.

Ef maður hefir lönd fleiri undir bú sitt en eitt, og vill hann fara þar í sel yfir annars manns land, og á hann þar að fara með fé sitt tysvar á sumri til sels, en því aðeins oftar ef þar verða misgöngur fjár, þá á hann að reka heim smala sinn. Hann á fornar götur að fara, ef þær eru til.

Ef hann fer of engi manns, þá skal hann í togi hafa hið lausa hross. Ef þar eru keldur á götu hans, og á hann að gera brúar þar yfir og vinna þau áverk á annars manns landi. Ef maður fer yfir engi annars, og hlýtur hinn af því skaða, þá varðar honum það útlegð, enda skal hann bæta honum skaða, svo sem búar fimm virða við bók.

22. EF MAÐUR EYÐIR LAND SITT.

Engi maður skal bólstað sinn leggja í leg. Ef hann getur eigi leigu við, þá skal hann fara til húss þeirra manna er þar búa næstir landi því er þá er óbyggt og nefna sér votta, og bjóða þeim að leiga landið, þá er sjö vikur eru af sumri hið síðasta, svo sem búar fimm meta við bók.

Þeir menn eru skyldir að leiga land það er landsmerki eigu við það land. Nú vilja þeir eigi það, og verða þeir þá útlagir svo of beitina sem landið sé byggt. Ef sumir vilja skil á gera en sumir eigi, og varðar þeim einum er óskil gera. Ef þeir leiga landið, þá skulu þeir þar etja heyjum þeim er þar fást á því landi, og halda þar húsum svo sem á leigulandi. Skulu þeir svo að öllu halda landið sem leiguland. Ef þeir leiga það eigi, þá á hann að verja lýriti þeim landið og fara svo með lýriti þeim sem með stefnu. Það er og rétt að hann veri þeim lýriti að Lögbergi, en eigi sekjast þeir á beitinni áður þeir fregna lýritinn. Ef hann byggvir eigi landið, enda býður hann eigi búum að leiga sem nú var tínt, þá verður hann útlagur þrem mörkum.

Ef landið liggur í leg, enda verður landið óheilagt við misgöngum smala þeirra manna er þar eigu merki við það land, en öðrum mönnum varðar þar slíkt sem annars staðar. Ef þeir menn reka fé sitt þangað í land er þar eigu merki við, eða láta reka svo að þeir vildi það land beita, og varðar sú beit öll slíkt hér sem á byggðu bóli.

23. ENN OF SELFÖR.

Ef maður fer annan veg til sels of annars manns land með smala sinn eða klyfjahross en áðan var tínt, og verður hann útlagur of það þrem mörkum, og bæta auvisla sem búar virða við bók. Ef fimm aura skaði verður að eða meiri. þá varðar fjörbaugsgarð.

Sakar þær allar er nú eru taldar skulu sóttar á hinu þriðja alþingi, nema útlegðir fari einar saman, þær skal sækja hið fyrsta sumar. Það eru allt stefnusakar, skal kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er til fjörbaugssaka, en fimm til útlegða.

24. EF SINA ER BRENND.

Ef maður vill brenna sinu í landi sínu, þá skal hann biðja lofs að þá menn er næst búa, og verður hann þó útlagur þrem mörkum ef eldur rennur í lönd þeirra og skal bæta skaða. En fjörbaugsgarð varðar ef hann brennir skóg eða hús. Það varðar og fjörbaugsgarð ef hann bað eigi lofs að, ef eldurinn rennur í annarra manna lönd, en skóggang ef þeim verður kúgildis skaði að.

Það eru allt stefnusakar, og skal kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er til fjörbaugsgarðs, en fimm til útlegðar.

25. EF MAÐUR Á ENGI Í ANNARS LANDI.

Ef maður á engi í annars manns landi, og skal hinn varða við engi því hinn fimmta dag þann er sex vikur eru af sumri, ár of morgin. En sá maður er engið á í annars landi, hann skal það láta fyrst yrkja, nema hann vili töðu sína fyrr yrkja. Ef hann yrkir eigi svo engið sem mælt er, og vili hann þó ort hafa, þá varðar honum það útlegð, enda er óheilagt bæði heyið og svo engið. Nú á hann engjar í fleiri manna löndum. Þá skal hann sitt sumar slá hvert þeirra fyrst en slá svo fremi heima er þau eru öll slegin.

26. OF VEITUGARÐA.

Maður á og að gera stíflur í engi því er hann á í annars landi, ef hann vill, og grafa engi sitt til, og veita svo vatn á engið. Hann skal á sínu engi upp hefja veituna, enda skal þaðan falla vatn í hinn forna farveg. Eigi skal hann annarra manna lönd meiða í veitunni. Ef hann fellir eigi aftur vatn í fornan farveg eða meiðir í nokkuru lönd manna af veitunni, og verður hann útlagur of það hvorttveggja, og bæta auvisla sem búar virða. Ef fimm aura skaði verður að eða meiri, þá varðar þeim það fjörbaugsgarð.

Ef fé annarra manna fær skaða í forum þeim er hann grefur, og á hann að gjalda það. Ef hann varnar gjalds, þá verður hann útlagur. Eigi á maður að gera veitur í landi sínu svo að hann spilli landi eða engi manns þess er býr fyr neðan. Ef þeim verður fimm aura skaði af því eða meiri, þá varðar þeim það fjörbaugsgarð er veituna gerði. Ef minni verður skaðinn en svo, þá varðar honum útlegð, og gjalda auvisla.

27. AÐ GERÐA OF ENGI SITT Í ANNARS LAND.

Þess á maður og kost að gera löggarð of engi sitt ef hann vill, hvar þess er eigi liggja beituteigir manna í, fimm aura verðir eða meira. Hann skal í sínu engimarki velta torfi til garðs og láta hlið á garði þeim. Nú vill hann grjótgarð gera of engið, og er honum rétt að brjóta það upp í annars landi, hvarvetna þess er hinum verður eigi að því fimm aura skaði eða meiri. Nú verður skaði að, og þó minni en svo. Þá skal hann bæta það sem búar fimm virða við bók, en hann er útlagur ef hinn vill það. Rétt er og að hann seti garð þann á hins landi ef þar eru hrjóstur eða hraun, ef þá verða eigi þar innan garða eða undir garðinum beituteigir landeigandans, fimm aura verðir.

Ef hann gerir annan veg en nú var tínt, þá verður hann útlagur. Honum verður rétt að byrgja aftur garðinn ef hann vill, hinn fimmta dag viku þann er sex vikur eru af sumri, þá er sól er miðmunda norðurs og landnorðurs. Hann skal og hirt hafa hey sitt úr garðinum og upp lokið garðinn er fjórar vikur lifa sumars. Þá á sá maður beitina er land á undir, enda er þá óheilagt engið og svo heyið ef þá er eigi hirt, og skal þá sá upp lúka hliðum er beitina á. Ef maður slær eigi svo engið, það er hann á í annars landi, sem mælt er, eða gerðir hann eigi löggarð umb, þótt gert sé, þá er engið óheilagt við þess manns fé er beit á á landi því er engi það er á.

28.

Maður skal og gera löggarð of hey sitt í annars landi og grafa í sínu engimarki torf til. Ef garður fellur sá eða þrútna svell upp í hjá, þá skal sá maður gera orð eiganda er beit á um garðinn, þeim manni er hey á í garðinum, og varða við sínu fé við heyvi hins, en sá skal til fara þegar er hann fregn. Ef hann fer eigi svo til, þá er heyið óheilagt við þess manns fé er beit á of garðinn.

Ef snæ leggur að garðinum, þá skal hann gera orð hinum er garð á eða moka sjálfur um ella. Nú ger sá eigi til fara er hey á, þá er hann fregn snæ of garðinn, og verður þá óheilagt heyið jafnt sem þá er garður var fallinn. Nú varðar hann eigi við eða ger eigi orð sem mælt er, þá verður hann útlagur of það þrem mörkum, nema fimm aura skaði sé eða meiri, þá varðar fjörbaugsgarð.

29. EF ENGITEIGUR LIGGUR ÞRJÚ SUMUR.

Ef maður lætur liggja engi sitt óslegið þrjú sumur, og er-at hinn þá skyldur að verja er land á, nema hann segi honum fyrir fardaga það að hann vill slá engið. Ef maður býr svo nær engi sínu, því er hann á í annars manns landi, að hann vill heiman beita og slá eigi, og á hann þess kost. Hann skal mann hafa að fé sínu og halda svo að eigi gangi í land hins.

30. OF STAKKGARÐ Í ÖRSKOTSHELGI VIÐ ANNARS LAND.

Manni er og skylt að gera löggarða of hey sín í sínu landi, þau er standa í örskotshelgi við annars manns merki, ef hann vill hey sín helga. En ef eigi er löggarður of þau heyin er maður á í annars manns landi, eða þau er svo nær eru annars merki að í örskotshelgi eru við, þá eru heyin óheilög við þess manns fé er svo nær býr, enda verður hann útlagur þrem mörkum við þann er beitina á. Það er stefnusök, skal kveðja til fimm búa á þingi.

31. EF FÉ TREÐST AÐ HEYVI.

Ef fé þess manns treðst í garði þeim, er beitina á svo nær sem áður var tínt, er eigi er lögstakkgarður um en löggarður skyldi vera, þá á sá það fé að gjalda sem búar fimm virða, er garð á, og lögstakkgarð skyldi halda.

32. OF HLÖÐUR.

Ef hey er fært í hús eða hlöður, og sé það í örskotshelgi við haga annars manns, og skal of þær svo búa að fé komist eigi að heyvi. Ef húsið fellur ofan, þá skal beitarmaður gera hinum orð, er á, og verja við fé sínu uns hinn kemur til, er hey á, eða gera ella upp sjálfur. Nú ger hinn eigi til fara þá er hann fregn, er húsið á, eða byrgir hann eigi dyr eða vindaugu svo að fé megi eigi inn falla, og verður hann útlagur of það, enda ábyrgist hann ef fé hins treðst að heyvinu eða fær skaða af húsinu.

Nú vill sá er heygarð á eða hlöðuvist eigi gjalda skaðabætur þeim manni er beit á of garðinn, ef fé hins hefir troðist eða farist á þá lund sem nú var tínt. Þá skal sá er féið hefir átt hið dauða eða hið lama stefna honum of það að hann hafi eigi haft lögstakkgarð of hey sitt, það er fé hans hefir troðist að, og hann átti beit í örskotshelgi við, og telja hann útlagan þrem mörkum og stefna til gjalda og til útgöngu of jafnmikið fé sem búar virða skaða þann að dómi, nema þeir hafi áður virt er fé hans hefir troðist. Hann skal á kveða til hvers þings hann stefnir og stefna lögstefnu og kveðja til heimilisbúa á þingi þess er sóttur er.

Ef vötn falla umhverfis hey manna, þau er netnæmir fiskar ganga í, og er fyr því eigi gert um, og er þó þegar heyið óheilagt er ís leggur á vatnið, og svo ef fé hleypur yfir eða veður.

Ef menn eigu sambeit, og eru hey slegin á því landi, og er þeim mönnum skylt að hafa löggarða um hey sín er þau hey eigu.

33. EF HRÍS VEX Í ENGI, EÐA HÖGGSKÓGUR, EÐA EGGVER.

Hver maður á engivöxt í sínu engimarki. Nú vex þar engi víðara, og á sá maður það engi er land á undir. Nú vex viður í engi manns þar er annar á land undir, og er rétt að sá rífi upp þann við er engið á, ef það rifhrís, enda skal sá þó hafa viðinn allan er land á undir. En það er rifhrís er skjótara er að rífa upp en sækja öxi. En það er höggskógur er mönnum er skjótara að höggva öxi en rífa upp.

Ef höggskógur gerist í engi manns, því er hann á í annars landi, þá á landeigandi að bjóða þeim er engið á verð við enginu, slíkt sem búar fimm virða við bók, þeir er næstir búa enginu. Nú vill sá eigi selja engi sitt, þá skal landeigandi bjóða honum engi það fyrir er búum sýnist jafngott honum að hafa sem hitt er viðurinn vex í. Ef hinn vill eigi það er engið á, þá eignast landeigandi engið, og svo skóginn. Nú vill landeigandi hvortki kaupa engið né fá annað engi fyrir, og skal hinn þá hafa bæði engi sitt og svo skóginn.

Ef engi það spillist, er maður á í annars landi af eggveri, þá á landeigandi slíka kosti að bjóða þeim manni er engið á, ef hann vill nýta eggverið, sem þá að höggskógur æxi í enginu. [K: Ef engi það spillist af eggveri er maður á í annars manns landi, og á landeigandi að fá honum jafngott engi ef hann vill eggverið nýta. Ef engið ónýtist, þá skal sá hafa engið er land á. Skal hann fá hinum það engi er búum sýnist að honum sé jafngott að hafa sem hitt var, áður eggverið gerðist í.]

Svo skulubúar virða engið sem þeim þótti vert áður það spilltist af skógi eða eggveri. Ef sá vill hvorngi kostinn, er engið á, og skal hann þá hafa allt saman, engið og eggver. Nú vill landeigandi hvortki fá engismanni annað engi slíkt sem hitt var áður það spilltist af eggveri, né slíka aura sem búar virða engið áður það versnaði, þá eignast hinn bæði engi sitt og eggver.

34. AÐ VEITA VÖTNUM.

Menn eigu vötnum þeim að veita er spretta upp í landi manns, og í sínu landi hver. Ef það eru brunnar manna, þá skal hver fella í hinn forna farveg af sínu landi. Ef þó gerist að meini þeim er áður var brunnlækur, og skal eigi þá veita.

Ef maður gerir svo sem nú var tínt, þá verður hann útlagur of það, og auvislabætur, enda eru óhelgar stíflur þær allar við broti eða forar, er hann hefir gervar með vatnsveitunni, enda á dómur að dæma á hönd honum að fella aftur vatnið í hinn forna farveg, svo sem áður var tínt. Og varðar það fjörbaugsgarð sem önnur dómrof, er hann gerir óskil á. Stefnusök er of útlegð þá, og skal kveðja til heimilisbúa fimm á þingi þess er sóttur er.

35. AÐ SKIPTA VATNI.

Ef menn eigu merkivötn saman, og vill annartveggi veita vatni því á engi sitt eða akur sinn. Ef þeim manni þykir mein að, er hálft á vatnið, þá skal sá þeirra er heldur vill stefna hinum heim viku fyrir skiptið eða meira méli. En hann skal kveðja til búa fimm þrem nóttum fyrir, þá er næstir búa enginu, að skipta vatninu með þeim við bók. Ef hann vill eigi skiptið uppi láta, eða vilja búar eigi skipta þótt þeir sé kvaddir, og verða þeir útlagir of það þrem mörkum hvorirtveggju, enda skal dómur dæma á hendur þeim skiptið, enda má hinn þó láta skipta vatninu sem áður ef hann vill, þá er hann hefir kvatt til skiptisins, þótt hinn vili eigi handsala. Svo er og þótt búar geri honum óskil, þá skal hann aðra búa fá í staðinn. Rétt er að griðmenn sé tveir ef búar vinnast eigi til. Ef vatn er svo lítið að þeim þykir eigi of skipta mega, þá skal sína viku hvor hafa.

Menn eigu að æja hrossum sínum í annarra landi of sumar, þar er mætist slátta og sina. Eigi skal í sláttu æja.

Hver maður á gróður á sínu landi. Ef þar brjóta merkivötn svarðfast land af landi manns, og á sá hólm er áður átti, og á hann að nýta sér það land svo sem hann vill, en eigi skal hann lýriti verja. Hann skal fella vatn, ef hann vill, aftur í hinn forna farveg. Eigi skal hann reka fé sitt í það land, en eigi varðar honum þótt þangað verði misgöngur fjár. Ef engi er í því landi, og skal hann svo við varða sem í hans landi sé annars engi, en eigandi skal svo yrkja sem í annars landi sé hans engi. Ef engi vex í vatnsfarvegnum forna, þá á hálft hvor þeirra það er lönd eigu við þar.

36. OF SKÓGA.

Ef tveir menn eigu skóg saman, og skal hvortveggi þeirra neyta skógar þess við sig sem þarf, en hvorgi skal lofa öðrum mönnum, nema báðir lofi. Nú lofar annar þeirra, og verður hann þá útlagur þrem mörkum og sex aura áverk, ef hann veit að þeir eigu báðir, en ekki varðar honum ellegar, og ekki ef hann hugði að hinn mundi heimilt vinna, og ber það kviður. Eigi má til þýfðar færa, til gertækis má færa ef vill.

[K: Menn eigu eigi að höggva í skógi þeim er tveir eigu saman eða fleiri, nema þeir lofi allir.] Ef menn höggva skóg þann að eins manns lofi, er tveir menn eigu saman eða fleiri, og verður sá sóttur um er hjó, þá á hann að beiða bjargkviðar að bera of það hvort hann hygði að hinn einn ætti skóginn, er honum lofaði, eða eigi. Ef það ber kviður í hag honum, þá vinnur honum það þörf til varnar fyr sig, en sá verður sekur þrem mörkum, er lofaði honum skógarhöggið, við þá er eigu með honum í skóginum, og skal hann gjalda tvennum gjöldum hverjum þeirra, slíkt sem til kemur.

37. AÐ SKIPTA SKÓGI.

Ef menn eigu skóga saman tveir eða fleiri, og þykir þeim manni er þar á skóg við annan of mikil nautn á skóginum. Nú vill sá orka deildar á skóginn er miður neytir, þá skal hann fara til heimilis þess manns er hann vill skógi skipta við og finna að máli fjórtán nóttum fyrr og nefna sér votta að því að hann stefnir honum heim, N., á viku fresti til skógarskiptis, þá er fjórar vikur eru af sumri eða fyrr, og skal kveðja hinn skógarskiptis sjö nóttum fyrir. Hann skal nefna votta tvo eða fleiri. „Nefni eg,“ skal hann kveða, „í það vætti, að eg kveðk deildar á of skóg þann er við eigum báðir saman,“ og kveða á skóginn, „að koma þar á sjö nátta fresti fyrir miðjan dag. Kveð eg þig lögskiptis.“ Hann skal handsala honum tilkomu sína ef hann vill uppi láta skógarskiptið. Ef sá lætur eigi uppi skógarskiptið, og varðar honum það þriggja marka útlegð.

Ef hinn kveður eigi svo skógarskiptis sem nú var tínt, þá skal bíða til hausts, og skal eigi fyrr þá skipta skóginum en eftir helgi þá er fjórar vikur lifa sumars áður. Sá er skipta vill láta skógi skal kveðja til búa fimm, landeigendur, þá er skógi þeim eru næstir, þrem nóttum fyrr, og nefna sér votta „í það vætti, að eg kveð þig, N., að fara til skógarskiptis að skipta með okkur,“ og nefna þá báða, „og koma þar fyrir miðjan dag, og skipta skógi með okkur. Kveð eg lögkvöð.“ Búar skulu svo skipta skógi að þeir skulu rjóður deila þeim er meir hefir neytt skógar. Ef eigi er rjóðrum höggvinn skógurinn, og er valiður, þá skulu búar svo skipta að hinn hafi þeim mun víðara er miður neytti að þeim þyki jafn hlutur þeirra. Ef búum sýnist svo að hinn hafi meir neytt en síns hlutar skógarins, og verður hann sekur of það þrem mörkum, enda skal hann allt það gjalda tvennum gjöldum sem búar þeir virða fimm, landeigendur, er næstir búa skógi.

Höggva skal maður keyrivönd að ósekju, ef hann vill, í annars manns skógi, bæði sér og öðrum. Ef maður fer of skóg annars með sleða eða klyfbera eða viðbönd eða vagn eða vagar, og bilar reiði hans, þá á hann að höggva til þess sem hann þarf að bæta það og láta eftir hræ ef hann hefir eigi til þess ætlað að hann mundi brjóta. Hann skal segja til þess á næsta bæ, þar er á leið hans sé, hvað hann hefir höggvið. Hann skal handsala þeim manni er skóginn á verð slíkt sem búar virða. Hann skal hafa goldið á fjórtán nóttum hinum næstum, ella verður eigi heimilt skógarhöggið.

Ef maður rífur hrís í landi manns, og verður hann útlagur of það þrem mörkum og sex aura áverk, og má færa til þýfðar, þegar er þriggja álna er vert ef hann nýtir sér, eða til gertækis.

Ef maður brennir kol í annars land, og er hann útlagur, nema hann færi á brott fyrir veturnætur. Ef hann færir eigi kolin á braut á tólf mánuðum hinum næstum, þá eignast sá kol er land á. Nú brennur þar víðara en hann vildi, og verður hann sekur um þrem mörkum. Ef fimm aura skaði er eða meiri, þá varðar fjörbaugsgarð.

Ef maður höggur tré eitt eða tvö í skógi annars og færir eigi á braut, það varðar þriggja marka útlegð og sex aura áverki, og skulu skógarbúar fimm bera of það kviðu. Ef hann færir á braut, þá á sá kost er skóg á að færa til gertækis og stefna til gjalda tvennra og láta varða þriggja marka sekt, og hafa til heimilisbúa fimm þess er sóttur er.

Ef maður höggur tré í skógi annars, eitt eða tvö, og hylur stofn og hefir á braut tré úr skógi, þá á sá tvo kosti er skóg á. Þann annan er áður var taldur, en annan þann að færa til þýfðar þeim er stofn huldi og láta varða skóggang og hafa til tylftarkvið goða þess er sá er í þingi með er sóttur er.

Ef maður höggur tré þrjú í annars skógi eða fleiri og færir á braut úr skógi, þá á sá er skóg á hina sömu kosti sem þá að stofn væri huldur. Ef maður höggur skýlihögg á viði, eða sæfur [K: eða skefur] svo að spell sé að, það varðar útlegð og sex aura áverki. Nú vinnur hann fimm aura skaða að því eða meira, það varðar fjörbaugsgarð.

Ef maður höggur merkibjörk eða landsmerki eða engja, og varðar það fjörbaugsgarð við hvern þeirra er þar á mark til, og skal stefna þeim sökum öllum heiman og kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er til fjörbaugssaka, en fimm til þriggja marka saka, en tylftarkviðar skal kveðja til skóggangssaka. [K: Ef maður færir skógarmark eða engja eða afrétta eða landsmerki, það varðar honum fjörbaugsgarð við hvern þeirra er þar á mörk til, og skal kveðja níu heimilisbúa á þingi þess er sóttur er.]

Ef maður á skóg í annars landi, og á hann að neyta skógar þess sem í hans landi sjálfs sé að höggi. Hann skal eigi hafa hross of nætur þar. Hann skal gera þar kol og hafa á braut færð fyrir veturnætur hinar næstu, og hylja grafar svo að eigi liggi fé í. Ef hann hylur eigi grafarnar svo, þá verður hann útlagur þrem mörkum, enda skal gjalda fé það er þar fær skaða af gröfum þeim, sem búar fimm virða þess er sóttur er.

Ef maður vill sér nýta lim það, þá skal hann bera það saman í köstu og svo fauska og stofna, og hafa fært á braut á tólf mánuðum hinum næstum. Ef maður vill sér nýta stofna, þá skal hann hafa um rætt fyrir veturnætur hinar næstu. Ef þá er eigi rætt um stofna, eða er eigi lim saman borið eða fauskar, og á sá þann við er land á undir, þótt í köstu sé borinn viðurinn, og varðar þeim manni útlegð er köst á, ef eigi er á braut fært á tólf mánuðum hinum næstum, og á sá við sinn er saman bar, hvort sem það er hrár viður eða þurr.

Ef maður höggur skóg annars manns til hlutar, og skal halda á kveðin orð öll með þeim.

Ef þá skilur á of grafagerð, og vill sá eigi láta gera í sínu landi, og varðar honum það útlegð, enda skal hinn þó gera grafarnar að ósekju, sem þar er mælt er maður á skóg í annars landi. Ef annartvegggi vill eigi skiptið uppi láta of kol eða kolviðu, þá skal sá er skil vill á gera stefna honum til skiptisins viku fyrr eða meira méli. En búa skal kveðja til fimm, þrem nóttum fyrr eða meira méli, þá er næstir eru því rjóðri er hann gerði. Ef hinn vill eigi skiptið uppi láta, og verður hann útlagur of það þrem mörkum, enda á dómur að dæma á hendur honum skiptið fjórtán nóttum eftir vopnatak. Rétt er honum að búar skipti við bók þá er þeir eru til kvaddir ef hann vill það heldur. Það eru allt stefnusakir, og skal kveðja til heimilisbúa fimm á þingi þess er sóttur er til útlegða, en níu til fjörbaugssaka.

Ef viður vex of bjóðbraut þvera, svo að fyrir þeim sökum má þar eigi aka eða klyfjar bera, og er rétt að höggva upp við þann og kasta í skóg frá götu.

Sá maður á að beita í skógi annars er land á undir meðan fé bítur meir gras en við. Ef sá maður situr svo nær skógi þeim er hann á, þá á hann að beita fé sínu skóginn, er meir bítur skóg en sinu. Ef þá er beitt í skógi, er fé bítur meir skóg annars en sinu, og varðar þeim manni það útlegð er fé á, og bæta auvisla sem búar fimm virða.

Ef maður rekur fé sitt eða lætur reka í skóg annars, og verður af því fimm aura skaði eða meiri, það varðar allt fjörbaugsgarð. Ef maður beitir þá í skógi þeim er hann á í annars landi, ef fé bítur meir sinu en skóg, það varðar honum útlegð við þann er land á undir. Ef sá maður rekur fé sitt í skóg manns, eða lætur reka, er hvortki á skóg né land undir, þá verður hann útlagur við hvorn hinna er land á og skóg. Ef fimm aura skaði verður á skógi eða meiri, sá er fé hans gerir, það varðar fjörbaugsgarð við þann er skóg á.

Hver maður á viðarvöxt í skógarmarki sínu meðan hann á fornan við þar nokkurn.

Ef þeim manni er grunur að því er land á undir viðinum að hann neyti miður viðarins en þá mundi hann ef hann ætti sjálfur landið undir, þá á landeigandi kost að stefna honum svo að hann heyri, eða að heimili hans, til skila og raunar og telja hann af vextinum því að hann neytir miður viðarins en þá mundi hann ef hann sæi eigi til vaxtarins, og kveðja til skógarbúa fimm á þingi of sök þá. Nú ber það kviður að hinn neytti miður skógar en þá mundi hann, ef hann sæi eigi til vaxtarins, þá er hann af vextinum, og á sá vöxt er land á, en sá á hinn forna við sinn er áður átti.

Ef menn höggva skóg þann upp allan er tveir menn eigu saman eða fleiri, þá skulu þeir skipta með sér merkibjörkum og höggva þær efstar.

Þetta eru allt stefnusakir, og skal kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er til fjörbaugssaka, en fimm til þriggja marka saka, en tylftarkviðar til skóggangssaka þeirra allra er taka berst. En of þær skóggangssakir er maður gerir öðrum kúgildis skaða eða meira í auvisla nokkurum þeim er hér er tíndur eða öðrum þvílíkum, það eru þá allt stefnusakir, og skal kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er.

38. OF AFRÉTTU.

Ef menn eigu tveir eða fleiri afrétt saman, og skulu þeir reka fé sitt í afrétt er átta vikur eru af sumri og reka í miðjan afrétt skal féið [K: og hafa úr rekið afréttinni er fjórar vikur lifa sumars]. Ef þeir reka eigi féið í miðjan afrétt eða reka það fyrr þangað, þá eru þeir útlagir þrem mörkum við þá menn er næstir búa afréttinni. Eigi varðar við lög þótt nokkuð fé standi eftir, ef þeir megu eigi finna.

Eigi skulu menn búfé reka í afrétt nema ítala sé. Ef þeir reka, þá varðar það útlegð. Eigi eigu menn að lofa í afrétt, nema ítala sé, þá á hver að fylla ítölu sína. Nú lofa sumir, þá verða þeir útlagir við þá alla er með honum eigu.

Eigi skal sel gera í afrétt. Ef gert er, þá er sel óheilagt, og eigu þeir að brjóta sel er afrétt eigu, enda verður sá útlagur er sel gerði eða gera lét við þá alla er afrétt eigu, og sinni útlegð við hvern þeirra.

Engi maður skal beita afrétt þær vikur tvær er á miðil eru þess er sex vikur eru af sumri og átta vikur eru af sumri. Þeir menn er næstir búa afrétt eigu að beita ávallt afrétt búfé sínu, nema frá því er sex vikur eru af sumri og til þess annars dags viku er fjórar vikur lifa sumars þvottdaginn áður. Ef menn beita afrétt þær vikur er frá eru skildar, það varðar útlegð við hvern þeirra manna er þann afrétt á. Það varðar og útlegð, ef menn beita afrétt úr seljum, við hvern þeirra manna er þann afrétt eigu.

Ef aðrir menn reka fé sitt í afrétt en eigu, og hafi þeir eigi allra lof til, þeirra manna er afrétt eigu, þá verða þeir útlagir þrem mörkum við alla þá menn er ólofað hafa.

Ef menn slá afrétt, og varðar það þriggja marka útlegð og sex aura áverki, enda er óheilagt heyið. Ef maður færir á braut heyið, þá eigu þeir orði að ráða umb, er afrétt eigu. Sá maður á og að beita of vetur í afrétt er hlut á í henni, ef hann þarf eigi að reka fé sitt of land annars manns til, en það er afréttur er tveir menn eigu saman eða fleiri, hverngi hlut sem hver þeirra á í.

39. OF EINKUNNIR.

Það er og að menn skulu einkynnt hafa fé sitt allt nema hross, þá er átta vikur eru af sumri. Eina einkunn skal maður hafa á öllu fé sínu. Útlagur er hann ef hann gerir eigi svo. Hann skal erfðaeinkunn hafa ef hann á. Ef fleiri eru jafnkomnir til erfðaeinkunnar, þá skal deila hana sem annan arf.

Ef maður vill gera sér mark, og skal hann segja til þess fyrir búum sínum fimm og síðan á vorþingi því er hann heyr, í þingbrekku, hverja einkunn hann vill hafa. En hann skal þá einkunn hafa er eigi eigu aðrir menn í því héraði, eða svo nær að fjárgöngur þeirra komi saman. Ef maður gerir sér mark, og varnar engi við á vorþingi, en nokkur verður til síðan, þá skal hann þó láta af markinu.

Ef fé er ómerkt þá er átta vikur eru af sumri, þá á hver búandi er vill að leggja sína einkunn á, þeirra er þess konar fé á. Ef dilkær eru, þá er eigi skylt að merkja dilkinn.

Kost á maður þess að ljá öðrum marks ef hann er sauðlaus og taka sjálfur þegar er hann á fé til. Ef hann lér engum, og sé hann sauðlaus, þá er af hans eiga þótt erfðamark hans sé.

Ef lömb eru mismörkuð í stekk, þá skal sá er markaði finna fyrir annað lamb ómarkað eða ella verð lambsins. Hinn á og kost að hafa sjálfur lamb sitt og færa til síns marks.

Ef fé kemur í fé manns, og er honum rétt að miðjum vetri að láta virða búa þrjá hið fæsta, ef féið hefir verið þar áður hálfan mánuð síðan er til var sagt, og virða féið að því sem þá var það er þangað kom. Hann skal segja til fjárins, og til marks, á vorþingi þrjú vor og reiða þeim verð er á. Ef engi kemur eftir fyrir veturnætur hinar þriðju, þá á sá engva heimting til er féið átti. Ef hinn lætur standa með markinu sama, þá skal hann eigi lóga, og segja til þrjú vor, og lóga fyrir að þriðja hausti sem hann vill. Nú kemur engi maður eftir fé því er hann hefir alið of veturinn og látið eigi virða, og skal hann þá hafa ull af og nyt og lömb undan áum og kið undan geitum og kálfa undan kúum. Segja skal hann til þess að þar er einkynnt fé, hvort sem það eru naut eða sauðir, og svo til þess hver einkunn á var, í þingbrekku á vorþingi því er hann heyr sjálfur, og láta verð uppi er eftir er komið. Svo skal hann segja til þrjú vor. En þá er að hausti kemur eignast hann féið að veturnóttum. Skal þá virða hvort meira er, nyt eða fúlga, og skal engu bæta þótt nyt sé meira verð.

Ef fé kemur í fé manns of haust eða of vetur, og veit maður eigi hver á, þá skal hann láta segja til þess að kirkjusóknum eða á samkomum á þeim hálfum mánaði hinum næsta er hann vissi að fé kom þangað, ella ræður sá orði á er á. Öngva fúlgu skal hann hafa ef fyrir sólhvörf er eftir komið, enda skal hann því aðeins á braut hafa eftir sólhvörf, ef hinn vill gjalda slíka fúlgu sem búar virða ef þar væri til fardaga. Ef féið hefir þar verið hálfan mánuð síðan er sagt var til, þá er manni rétt á hinni fyrstu viku þorra að láta búa virða féið við eið, og skulu þeir að því virða féið sem það var þá vert er þangað kom. Búar skulu vera þrír ef sauður er einn eða tveir. Ef sauðir eru þrír eða fleiri, eða annað fé, þá skulu búar vera fimm, og á hann þá kost að leggja sína einkunn á.

Eigi varðar manni við lög þótt ær leiði dilka ómerkta, og skal þar móðir bera vitni hver á, og svo skal hið sama þótt kýr eða gyltur eða geitur leiði dilka. Svo er og of allt fé, ef hann má eigi henda til einkunnar, að eigi varðar við lög þótt ómerkt gangi, enda á hann heimting til þess fjár, sem merkt væri, ef kviður ber að hann eigi.

Nú eigu tveir menn einkunn saman, og skal þá sá af bregða er eigi á erfðaeinkunn. Nú er sá þangað farinn í hérað er erfðaeinkunn á, er hinn er fyrir, og skal sá af bregða. Nú á annar kaupamark eða gjafamark, en annar á gerðarmark, og skal sá maður þá af bregða er gerðarmark á.

Nú verður sá maður örsaudi er erfðamark á, og svo þótt annað sé markið, enda býður hann engum manni um að halda upp einkunninni meðan, og á hann þá eigi til að taka síðar meir, ef annar maður tekur upp meðan. Nú eigu menn báðir erfðamark, eða hvorgi þeirra, og skal sá bregða af er færri sauði á.

Ef tveir menn eigu saman einkunn, og verður öðrumtveggja mistekið til, þá skulu þeir svo skipta heimting með sér hið næsta haust, er þeir verða varir við að mark kemur saman, að jafnmargra sé hvorumtveggja vant þeirra af jafnmörgu fé. Sá skal fara, er markið á, að halda til fundar við þann er af skal bregða og beiða hann með votta að bregða af marki og segja það að einkunn kemur saman með þeim. Ef hinn vill eigi af marki bregða, þá skal sá maður er mark á að hafa heimta sitt fé allt hvert haust, ef sauðir koma svo af fjalli til. Sá maður verður útlagur þrem mörkum er eigi gerði af marki bregða, og skal hann heimta þá eina sauði er þeim manni gengur af sinni tölu er mark átti að hafa.

Ef sauðir eru goldnir manni, og skal hann af marki bregða hinn sama dag og færa sem næst sínu marki. Nú eru naut goldin, og skal af marki bregða þá á fjórtán nóttum hinum næstum. Nú bregður hann eigi svo af, og verður hann útlagur þrem mörkum, ef hinn lofar honum eigi að hin sama einkunn sé á. Sá eignast, er einkunn á, ef með hans marki gengur lengur. Nú kallar hann til, og varðar honum það þriggja marka útlegð, en ekki ef hann kallar eigi til.

Eyrnamörk skulu vera, en eigi önnur mörk, af því að ekki er lögmark nema á eyrum sé. Skilur þá mörk ef eyrnaskipti er.

40. OF ALSTÝFINGA.

Það varðar fjörbaugsgarð ef sá maður á alstýfinga er eigi er lofað í lögréttu. Eigi skal það mark að erfðum fara nema lofað sé. Hafa skulu erfingjar þess er frá er fallinn á hinu gamla fé alstýfinga, því öllu er áður var merkt, en merkja öðru marki hið unga fé. Fjörbaugsgarð varðar ef maður merkir fé annars, en skóggang ef hann leggur sína einkunn á. Ef maður merkir fé búanda annars manns marki, og rægir hann þá svo saman, og varðar honum það fjörbaugsgarð við hvorntveggja.

Ef maður lætur mólka málnytu annars manns vísvitandi, og á þá hinn orði að ráða um við hann er fé það átti. Það skal sækja við tylftarkvið, og svo það er maður merkir fé manna að óskilum. Eigi varðar honum ef hann vissi eigi að mólkað var. Það varðar þriggja marka sekt griðmönnum, ef þeir selja ær til osts, og eigu búendur sök þá, og á sá þeirra sök þá er fyrst vill sótt hafa.

Eigi skulu réttir fyrr vera en fjórar vikur lifa sumars. Hver maður skal, er sauði á, láta ganga eitt sinn á fjall, og of landeign sína, skipa svo að öllu öðru of göngur sem þeir ráða. Sá maður er útlagur, er eigi gengur um landeign sína, við þá menn alla er þar eigu sauði við, enda ábyrgist hann sauðina ef þar voru sénir í landi hans, þá er hann átti gönguna.

Nú koma sauðir í sauði manns eftir réttir, þeir er hann veit eigi hver á, og skal hann þá segja hver einkunn er á sauðum þeim að kirkjusóknum eða að mannfundum. Nú koma hrútar eða hafrar í sauði manns, þeir er heimtir hafa verið, og verður sá útlagur of það þrem mörkum er á, og skal hann bæta skaða þá alla er af hefir gerst. Nú kemur sá hrútur eða hafur er eigi var heimtur, og ábyrgist hann eigi þann.

Nú geldir maður hrút eða hafur, og varðar honum það ekki við lög þótt sá sauðurinn verði dauður af því, ef hann hefir svo að farið sem hann mundi þá ef hann ætti, enda geldir hann eftir veturnætur. Ef hrútar eða hafrar koma í sauði manns fyrir veturnætur og þykir honum mein að, þá er honum rétt að setja inn og ala sem sitt fé og segja búum til, og hvert mark á er. Honum er rétt að láta sauma fyrir. Hvortki á maður að gelda hrút né hafur fyrir vetur.

41. OF MERKINGAR.

Það varðar útlegð er maður merkir eigi fé sitt, ef sá smali er, er maður má finna eða finna láta og á henda, og á þá búandi kost sá, hver er þess kyns fé á, að taka það fé í landi sínu og sýna heimilisbúum sínum fimm að fé ómarkað er gengið í land það er hann á grasnautn á, hvertki fé er það er er merkja skal, og leggja á sína einkunn. Þá á hinn engva heimting til er á, enda er hann útlagur ef hann kallar til.

42. OF DILKA.

Ef dilkar villast í rétt, og skilur menn á of eiginorð, þá skulu þeir beiða skiptis þá menn er til telja. Skal hver þeirra sýna þá sína sauði, er þess væri von að þá dilka mundi leiða, búum fimm þeim er næstir búa réttinni, þeirra manna er þar sé, og skulu þeir skipta dilkunum þeim öllum með þeim, er eigi kennast ær við. Nú verða dilkar eftir, þeir er eigi kennast ær við, enda sé eigi skiptisins til beitt að hinni efstu réttinni. Þá á búandi sá er réttina varðveitir að sýna búum sínum fimm og leggja á sína einkunn, og eignast hann þá. Nú villast þeir þaðan á braut, þá á að einkunna hver er vill, er sauði á, í sínu landi. Svo skal fara þótt eldri sauðir sé eða annað fé það er engi kannast við, eða hann mætti merkja ef hann gefur gaum að.

Ef sauðir verða merktir eða annað fé það er ómerkt gekk í lönd manna og spyr sá er eiga þykist, þá skal sá stefna þeim manni er eignast hefir, til gjalda og til útgöngu, og kveðja til á þingi heimilisbúa sína fimm að bera of það hvort það fé hefði undir því kykfé alist er hann átti ávöxt af eða eigi, og hvort það fé gengi af því ómerkt að hann mátti merkja eða eigi. Ef það ber kviður í hag honum, þá skal hinn láta rakna féið, er merkti, og er þá vítislaust hvorumtveggja. Nú vill sá á halda þótt hvoru, er merkti, þá á hinn orði að ráða um við hann.

Það eru allt stefnusakir er nú hafa tíndar verið, og skal kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess manns er sóttur er til fjörbaugssaka, en fimm til útlegða.

43. AÐ TELJA FÉ Í AFRÉTT.

Ef fé er eigi talið í afrétt þar er sumarhagi manna er, eða svo þótt í sé talið, og sé afrétt versnuð svo mjög að fé mundi þá verða feitara ef færra væri í afrétt. Nú vill maður láta telja fé í afrétt, þá skal hann fara í þingbrekku á vorþingi því er hann er sjálfur þingfastur í og nefna sér votta. „Nefni eg í það vætti,“ skal hann kveða, „að eg kveð þá menn alla að fara til afréttar þeirrar er vér eigum saman,“ og kveða á afréttina, og nefna nokkura menn, „og koma þar fyrir miðjan dag,“ og kveða á það hvar þeir skulu að finnast, „á fjórtán nátta fresti, og kveð eg þá menn alla ítölu er eigu afrétt þá, og mun eg þá hafa kvadda búa til að telja fé í afréttina. Kveð eg lögkvöð.“

Það er og rétt að maður kveði menn ítölu svo að þeir heyri, eða að heimili þeirra, fjórtán nóttum fyrir, og lýsa sem stefnu. Fimm búa skal hann kveðja til að telja í afrétt, þá er næstir búa afrétt og þeim stað er þeir skulu finnast og landeigendur sé, sjö nóttum fyrr eða meira méli. Þá búa skal kveðja er ekki eigu í afrétt og réttir sé að tengdum við hann sjálfan. Eigi skal kveðja feður né bræður né sonu þeirra manna er afrétt þá eigu með honum. Sá maður er búa vill kveðja ítölu skal nefna sér votta. „Nefni eg í það vætti,“ skal hann kveða, „að eg kveð þig, N., að fara til að telja fé í afrétt óra á sjö nátta fresti, koma þar fyr miðjan dag,“ kveða á hvar hann skal til koma. Rúmhelgan dag skal búa kveðja og svo í telja. Eiða skulu þeir vinna allir, jafnt sem að þingadómi. Til þeirra eiða allra er menn vinna eigi á þingi, þá skal sá fá bók til eða kross er kveður þeirra mála er eiða skal um vinna.

Búar skulu svo í telja að þar verði eigi fé að feitara, að því er þeir hyggja, að færra sé í afrétt þeirri, enda hyggi þeir það að þó sé skipuð til fulls. Í skal talið í afrétt áður átta vikur sé af sumri. Sína ítölu skal hver maður fylla þeirra, hvort sem hann vill sínu fé eða annars manns. Sá þeirra er fleira fé hefir í afrétt en ítölu sína verður útlagur við alla hina aðra er afrétt eigu saman, er í var talið. Búar skulu kúgildum telja fé í afrétt, jafnt sem í búland. Eigi skal svín hafa í afrétt, óheilög eru þau þar. Nú vilja þeir eigi til koma, er kvaddir eru að telja fé í afrétt og hlut eigu í afréttinni. Þá verða þeir útlagir þrem mörkum, og á dómur að dæma á hönd þeim fjórtán nóttum eftir vopnatak að láta telja fé í afrétt, enda er hinum rétt er beiddi þá að láta þó telja féið sem þá að hinir væri þar komnir. Ef búar eru komnir, þeir er kvaddir eru til, og megu þeir þó lúka því máli, og á þá hver það í þeirri tölu sem til telst að búa virðingu. Ef búar koma eigi, þeir er kvaddir eru, þá eru þeir útlagir þrem mörkum, enda á dómur að dæma á hönd þeim að þeir teli fé í afrétt fjórtán nóttum eftir vopnatak, enda eru honum réttir aðrir búar í staðinn ef þeir eru þar heldur komnir, enda sé þeir réttir að leiðarlengd í níu búa kvið frá afréttinni og landeigendur. Nú koma landeigendur þrír, þeir er hann kvaddi fyr öndverðu, en tveir eigi, þá er rétt að hann hafi tvo búa þá er eigi sé landeigendur í stað þeirra er ókomnir eru. Það eru allt stefnusakir er nú voru tíndar, og skal kveðja til heimilisbúa fimm á þingi þess er sóttur er.

Ef menn eru ósáttir á afrétt, þá skal sá fara í þingbrekku er skil vill á gera, þann dag er fyrstur er rúmheilagur í því þingi er hann er þingmaður í, og nefna sér votta tvo eða fleiri: „Nefni eg í það vætti, að eg kveðk þá menn alla, og beiði eg, er sér telja hlut í afrétt þeirri, og eiga látast, að hluta með sér hver dómi skal halda upp við mig, og hafa hlutað svo að þeir kunni segja mér á leið,“ og kveða á afréttina. Ef þeir vilja skil á gera, þá skulu þeir fara til leiðar og hluta þar, ef eigi er áður hlutað, og skal sá handsala og er hlaut. Nú bjóða sumir hlutun en sumir koma eigi til, og eru þeir varðir sök er til koma og skil bjóða, en hinir allir útlagast við hann ef óskil gera á. Ef þeir gera eigi skil á hver dómi skal upp halda við hann, svo að hann viti á leið þeirri er goði sá heyr er hann er í þingi við, hann á að kjósa þá hver dómi skal upp halda við hann, þeirra manna er í afrétt þeirri á, og segja í þingbrekku eða þar er menn segja upp nýmæli, nema sá sé þar, þá skal hann segja honum sjálfum. Hann skal með votta segja, og svo kjósa.

Sá maður er dóms vill kveðja skal fara til heimilis þess manns er hann vill eiga dóm við og nefna sér votta: „Nefni eg í það vætti, að eg kveðk þig, N., afréttardóms að eiga við mig, og koma til á fjórtán nátta fresti,“ og kveða á dómstaðinn, „og koma þar fyrir miðjan dag. Kveðk þig lögkvöð.“ Hann skal svo skilja á kvöð sína að þeir eigi dóm annan dag viku þann er þvottdaginn áður hinn næsta lifa fjórar vikur sumars. Ef sá dagur er lögheilagur er fjórtán nóttum er fyrir dóminn, þá skal kveðja hinn næsta dag rúmhelgan áður. Merkja skal maður dómstað áður dómur sé áttur, sá er dóms beiddi, eða merkja láta, áður dómendur setist niður. Útlagur er sá þrem mörkum ella. Svo skal maður dóms kveðja er rúmheilagt sé þá er hann leggur dómstefnu, og svo hinn næsta dag eftir.

Ef þeir verða sjúkir eða sárir er þar skyldu halda dómi upp, og eigu þeir að selja öðrum manni í hönd dómnefnu, og svo þau mál öll er þeir skyldu fram færa að dómi þeim. Skal bera láta vætti þau í dóm er hinn sjúki seldi öðrum manni mál sín. Dóm þann skal ryðja sem aðra dóma við þann er kvaddi, og svo við þann er kvaddur var. Ef sá ger eigi dóm nefna er kvaddur var, þá skal sá nefna allan er kvaddi, enda er þá engi ruðning til dómsins. Ef þeir koma báðir til dóms er nefna skyldu, þá skal sex menn hvor þeirra nefna í dóm. Ef sá kemur eigi til er kvaddur var, þá skal sá nefna tólf menn í dóm er kvaddi.

Hvor þeirra á ruðningina meiri við annan of dóm þann, er dómi halda upp, enda skal enskis þeirra faðir né sonur né bróðir í dómi, er þar eigu hlut í afrétt. Hinn verður útlagur þrem mörkum er dóms var kvaddur, ef hann vill eigi nefna.

Sá maður er dóms kvaddi skal kveðja þangað búa fimm, þá er næstir eru afrétt og landeigendur sé, sjö nóttum fyrir eða meira méli. Þeir menn allir er eigu afrétt þá skulu kveðja heimildar votta sína sjö nóttum fyrir eða meira méli til dóms þess. Ef eigi eru vottar til, þá skulu þeir kveðja búa þá að dómi í stað votta, er til dóms voru kvaddir, að bera um það hvern hlut hver þeirra á í afrétt. Ef búar koma eigi til dóms, þeir er kvaddir eru, og verða þeir útlagir þrem mörkum, enda eru aðrir búar þá réttir í staðinn, þótt þeir sé eigi landeigendur eða siti firr en þeir er kvaddir eru. Ef búar koma færri til dóms en fimm, eða eru þeir ruddir svo úr kviðnum að þá eru eigi fimm búar eftir að dómi þeim, þeir er að tengdum sé réttir, að skilja of afrétt þá, hvern hlut hvergi á í, þá skal þó bera þar kviðu alla sem menn þurfu að beiða þá, þótt griðmenn sé tveir í kviðnum, ef búar eru þrír einir til. Nú eru þeir búar sumir að dómi þeim er réttir eru að tengdum við suma menn þá er hlut eigu í afrétt, en við suma eigi, og skulu þeir þó ávallt kviðu bera heldur en griðmenn þar er þeir eru réttir að tengdum.

Ef vottar manns koma eigi til dóms, þeir er hann kvaddi, og verða þeir þá útlagir þrem mörkum. Hann skal kveðja þá búa til síns máls, þess er vottar skyldu bera. Nú kemur vottur manns einn til dóms, sá er kvaddur var, en annar kvaddur vottur ber fyr því eigi vætti að hann verður sjúkur eða sár eða ómáli eða dauður á því méli er hann var kvaddur. Þá skal sá vottur bera vætti fram í dóm er þar er kominn. En hinn er kvatt hefir vættis skal fá til fimm menn, þá er honum sé réttir í stefnuvætti, að styðja vætti hans. Þeir skulu allir vinna þegnskaparlagningareið. En á lengur er vætti er fram borið, þá skal einn þeirra fimm manna svo mæla: „Vér leggjum það undir þegnskap vorn að sá var í það vætti nefndur er nú er eigi hér kominn,“ og nefna hann, „er sjá bar fram og mundi þau orð öll hafa í vætti sínu ef hann væri nú hér til að bera það vætti sem sjá bar fram. Er sú þegnskaparlagning vor allra.“ En hinir skulu gjalda samkvæði á fjórir. Hann skal láta bera kvaðarvætti það í dóm, er hann kvaddi þann vott er eigi er kominn. Ef kvaðavottar eru eigi þar, þá skal hann kveðja búa til í stað vottanna.

Þeir tveir menn eigu ruðningar er dómi halda upp. Þeir menn allir er þar skulu lögskil fram færa að dómi þeim skulu eiða vinna jafnt sem að þingadómi, og skal það hver þeirra fela undir eið, „að þá eg mun það telja mér í afrétt þessi, sem eg hygg að eg eiga.“ Síðan skal kviður bera hvort hver þeirra á svo sem telur, eða minna. Skal hver færa fram gögn sín, þau er til hefir. Vottar og kviðmenn og dómendur allir skulu eiða vinna jafnt sem að þingadómi. Búa þá er þangað voru kvaddir skal kveðja þar til þess að telja fé í afrétt þá, ef eigi var áður í talið. Svo skal þar fara að dómi þeim og að reifingum öllum sem að skuldadómi.

Það skal dómur dæma hverjum þeirra sem gögn báru til. Þeim mönnum öllum er eigi færa gögn fram að dómi þeim skal ekki dæma. Frumgögn skulu borin í dóm þann áður stjarna komi á himin. Þeir skulu dæma þá nótt, nema þeir vili allir heldur of daginn eftir. Lokið skal dómi þeirra fyrir miðjan dag annan dag eftir. Það varðar fjörbaugsgarð ef menn glepja dóm þann. Og svo varðar búum þeim er þangað voru kvaddir og koma eigi, enda megi af því eigi dóminn eiga að þar verði engir búar til að bera kviðu of mál manna. Ef menn varna þess að ganga þar í dóm, þeir er til eru beðnir, og varðar það fjörbaugsgarð ef dómur verður af því eigi fullur. Nú verður dómur þó fullur, þá varðar þriggja marka sekt. Það eru allt stefnusakir til alþingis, og skal sækja í fjórðungsdómi þeim er afréttardómur skyldi vera í fjórðungi.

Nú var dómur settur að fjórðungamóti. Þá skulu málin koma í þann fjórðungsdóm sem búar eru fleiri kvaddir úr fjórðungi, enda skal afréttardómurinn þá hefjast í fjórðungsdóminum, og eru gögn öll sjálfkvödd þangað, þau er eigi voru af hendi leyst að afréttardómi, og svo gagnagögn. Þar skal kveðja til þeirra saka allra heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er til fjörbaugssaka, en fimm til þriggja marka saka. Svo skal fara of þær sakar allar er nú voru tíndar í þessu máli, þótt þær yrði fyrir dóminn.

Ef nokkur mál eru þá þar, þau er þeir verða eigi á sáttir á dóm sinn, þá skal afl ráða með þeim. Ef þeir eru jafnmargir er sitt vilja hvorir dæma, þá skulu þeir véfengja og fara svo að véfangi sem að fjórðungsdómi. Síðan skal hver þeirra, er þau mál eigust við hin véfengnu, stefna annars dómöndum og láta varða útlegð og stefna til rofs dóminum. Skal stefna til alþingis og til þess fjórðungsdóms er afréttardómur var í fjórðungi. Þá skal reyna í fjórðungsdóminum, nema þar verði enn véfengið, þá skal lúkast í fimmtardómi.

Í þann hlut afréttar skal dómur vera er næstur er byggðum, og skal eigi firr vera búlandi en í örskotshelgi við. Skal merkja dómstaðinn áður maður stefni til þangað. Nú liggur afréttin firr búlöndum en svo megi vera sem nú var tínt. Þá skal dómurinn vera í örskotshelgi við túngarð þess manns er næstur býr afréttinni, þar er hvortki sé akur né engi. Sá skal kjósa bæ til dóms er kveður hann, ef fleiri byggðir ber jafnnær.

Nú eru þeir menn í ómegð eða af landi farnir er afrétt þá eigu er dómur var á, og var mál þeirra eigi til búið. Þá skulu þeir heimta sitt að þingadómi og stefna þeim mönnum öllum um er þá afrétt eigu og kveðja til heimilisbúa fimm á þingi, þá er næstir búa afréttinni, hvern hluta þeir ætti í afrétt, þá er dómur var, og mundu eignast ef mál þeirra væri til búið að lögum. Njóta skulu þeir vottorða í öllum stöðum þess er þau eru til. Skal þeim þá dæma slíkan hlut sem gögn báru til að þeir mundi eignast að afréttardómi, ef þá væri mál þeirra sem annarra manna til búin. Allir skulu þeir jafnt rakna láta er jafnt höfðu tekinn þeirra hlut. Ef sumir hafa meira haft af þeirra hlut en sumir, þá skal að slíkum hlut hver þeim bæta sem það reynist. Nú höfðu sumir ekki af, þá skulu þeir engu bæta er ekki höfðu.

44. UM VETURHAGA OG AÐ TELJA Í AFRÉTT.

Ef menn eigu veturhaga saman, þann er hross manna eða sauðir eða naut ganga sjálfala í, enda verði þeir eigi sáttir á eiginorð, þá skal sá maður fara í þingbrekku er skil vill á gera og beiða afréttardóms þá menn alla er hlut eigu í haga þeim, og fara svo að því máli öllu of þann haga sem of þá afrétt er sumarhagi manna er og geldfjárhöfn. Dóm þann skal eiga annan dag viku, þá er fjórar vikur lifa sumars áður þvottdag hinn næsta. Hann skal svo kveðja dóms þess að öllu og svo búa til sem annars afréttardóms. Skulu hinir, er eigu hagann með honum, svo skiptast við að halda dómi upp við hann. Svo skal þar að öllum lögskilum fara að dómi þeim sem að öðrum afréttardómi. Svo skal dómur sá vera nær búlöndum sem áður var tínt og í þann hlut afréttar.

Nú vill maður láta telja fé í veturhaga, og er það rétt að dómi þeim að beiða þar búa til þess, og skulu þeir svo til ætla að fé mundi eigi hafast að betur að meðalvetri að færra væri, og sé þó skipað til fulls. Þar skal telja við tvevett hross eða eldra, tvö hross veturgömul en fyl fjögur, en annað fé sem í búland. Rétt er að maður beiði ítölu á leið, eða þar er hann hittir þá alla að máli er eigu fjórtán nóttum fyrr.

Ef fé manns gengur í engjar eða í andvirki manna, það er hann hefir í afrétt rekið, og útleggst hann eigi of það. Ef fé manna gengur úr afrétt, í land þess manns er næstur býr afrétt þá á sá þrjá kosti. Þann einn að reka fé aftur í afrétt miðja, en annan þann að hafa í sínu landi, þann hinn þriðja að reka féið heim til þess er á. Ef hann rekur féið í annars land, þá útlagast hann við þann. Sá á slíka kosti hina sömu, er þá er fé í land rekið, eða það gangi sjálfkrafa, sem hinn er næst býr, og svo hver þeirra manna er það fé kemur í land. Þann kost eigu þeir enn að láta fé það ganga þangað er það vill. Ef maður rekur geldfé annars svo að fimm aura skaði verður að eða meiri, og er það spellverk hið meira. Varðar það fjörbaugsgarð, og á sá sök þá er fé á við þann er rak féið eða reka lét. Nú rekur hann svo geldfé annars manns að kúgildis skaði verður að eða meiri, þá varðar skóggang, og svo varðar öll spellvirkni þar er spellvirkni berst, sem nú var tínt, og svo greinist í öllum stöðum of sakarnar sem hér var tínt of geldfjárreksturinn. Það eru allt stefnusakir er nú voru tíndar. Skal kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er til fjörbaugssakar og skóggangs, en fimm til þriggja marka sakar.

45. UM SVELTIKVÍ VIÐ AFRÉTT.

Það er mælt ef maður vill gera sveltikví, sá er næstur býr afrétt, þá skal hann segja til þess í þingbrekku á vorþingi því er hann er sjálfur þingmaður í, að hann mun sveltikví gera í landi sínu til afréttar frá bólstað sínum, eða svo ef hann hefir gerva. Hann skal nefna sér votta að tilsögunni og neyta þess vættis þá er hann er sóttur of það að féið sveltur í kvíinni.

Hann skal svo gera sveltikví að eigi drukkni fé þeirra manna eða troðist, og láta hlið á og grind fyrir og hurð svo að aftur of lúki. Hann á þvottdaga að setja í geldfé það er úr afrétt gengur fyrir nón. Ef fé það treðst í kvíinni í sauri eða í þröng eða drukknar eða fellur garður á, þá ábyrgist sá er inn lét féið. Ef fimm aura skaði verður að, og varðar það fjörbaugsgarð. Þó það fé svelti eða stangist svo að deyi, og ábyrgist sá eigi það er inn lét.

Menn skulu út láta fé sitt úr kví þeirri þótt heilagt sé. Eigi skulu þeir draga út ef heilagt er. Annaðtveggja skulu þeir út láta allt féið eða inni allt ella, ef draga þarf út. Ef menn láta fé úr sveltikví, þá er þeim skylt að reka fé það í afrétt miðja eða lengra. Ef þeir láta út féið og reka eigi svo, þá útlagast þeir á beitinni ef þeir beita land hins. Þó að maður reki fé sitt í afrétt miðja, en hann láti annarra manna fé ganga of land hins, það er með hans fé var inni, þá er hann lét sitt fé út, og útlagast hann þá við þann er kvína á. Rétt er að maður geri hvort sem hann vill að láta út allt féið og reka í afrétt miðja eða sitt eitt og byrgja hitt er inni er. En útlagast hann of allt ef af því beitist land hins að hann lauk upp kvína.

Ef maður brýtur sveltikví, og varðar það útlegð og sex aura áverki og bæta auvisla. Ef fimm aura skaði verður að eða meiri, það varðar fjörbaugsgarð, en skóggang ef kúgildis skaði er eða meiri. Það eru allt stefnusakir, og skal kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er til fjöbaugssaka og skóggangs, en fimm til útlegðar.

[K: Eigi skal hross setja í sveltikví.]

46. OF GARÐLAG VIÐ AFRÉTT.

Ef sá maður vill beiða garðlags er næst á land afrétt — en það er afréttur er tveir menn eigu saman eða fleiri, hann skal fara í þingbrekku á vorþingi því er hann er sjálfur þingmaður í, svo að þar sé meiri hlutur þingheyjanda, og nefna votta, rúmhelgan dag, „í það vætti, að eg kveð og beiði þá menn alla garðlags er afrétt þann eigu,“ og kveða á afréttinn, „að leggja löggarð á milli lands míns og afréttar þeirra, koma fyrir miðjan dag fjórtán nátta fresti,“ og kveða á hvar þeir skulu finnast. „Mun eg þá hafa kvadda búa til, þá er næstir eru því sem garðlag skal vera,“ og nefna votta og kveðja að deila garð á milli sín og þeirra manna er afrétt þann eigu.

Búar skulu kvaddir sjö nóttum fyrr eða meira méli. Þeir skulu hálfan garð leggja er afrétt eigu en sá hálfan er kvaddi. Skulu þeir svo langan leggja sem hann vill, og svo skulu þeir hvorir þann bæta sem þeir lögðu.

47. UM GARÐLAG.

Ef þeir vilja beiða garðlags er afrétt eigu, þann mann er land á næst, þá skulu þeir fara til heimilis hans og kveðja hann garðlags og fara svo að sem á millum bólstaða skyldi gerða löggarð. Svo skal gerða þann garð sem búar sjá að hann má orka á þrem sumrum er bólstað á, en afréttarmenn hálfan við hann. Ef búum sýnist að lengra þurfi garðinn en sá orki hálfum, er kvaddur var, þá skulu afréttarmenn gerða þann hlut er hann orkar eigi á þrem sumrum. Þar skal löghlið á garði og svo um búið ef þar er þjóðleið að garði.

Menn eigu það að vinna við löggarð þann að fá sér eldibranda og reka heim smala sinn. Eigi skulu þeir svo reka aðra sýslu að það dveli garðlagið. Hvorir sem óskil gera öðrum um garð þann, þá skal svo fara sókn sem þar er menn eru garðlags kvaddir á milli bólstaða.

Menn eru skyldir að lúka löghlið aftur á löggarði ef svo er um búið sem í lögum er mælt. Ef sá lýkur eigi aftur hlið er eftir fer í gegnum, þá verður hann útlagur um það, og á sá það fé er hlið skyldi halda á garði. Hvargi er hlið er brotið á garði varðar það útlegð og sex aurar að bæta auvisla.

Þar er löggarður er ger á meðal afréttar og bóls þess er næst er afrétt, þar skal eigi vera sveltikví á þeim bólstað. Ef maður rekur fé manns úr afrétt, og kemur eigi aftur, þá verður hann útlagur um það við hinn og ábyrgist hann féið.

48. UM LEIGULÖND.

Ef maður leigir land að leigumáli réttu og að lögmáli, þá skal hann koma þangað þegar á vor að voryrkja er hann vill, en byggðum skal hann fara til lands er sex vikur eru af sumri ef hann vill, og er honum þá heimill hagi og svo föt sín inn að bera, og skulu þeir svo miðlast húsrúm við. Ef eigi vinnur þeim báðum, þá á sá fyrst heimil fjárhús þrjár nætur. Því aðeins á sá er þá skal á landi búa smala sinn inni að hafa til þvottdagsins ef hinn lofar er fyrir situr, eða þarf eigi allt húsrúm. En síðan á sá fyr landi að ráða og húsum, er leigt hefir. En þegar er sex vikur eru af sumri þá á hinn eigi, er áður bjó, að beita engjar hins. Hafa á hann hross þar til drottinsdagsins í haga, en annan smala uns líður helgina. Rétt er og að sá sé þar of drottinsdaginn með hjú sín, er áður bjó þar, og eru honum þá heimil fjárhús til innivistar ef þeim vinna eigi báðum innihús. Skal hann því aðeins þá hafa smala sinn inni ef þeim vinnur báðum húsrúm, og fara á braut annan dag vikunnar nema þá sé lögheilagt. Þá skal hann nótt síðar fara með smala sinn allan og búsgagn sitt allt, eða hann skal leggja það í úthýsi ella, hafa á braut fært áður sjö vikur sé af sumri, og byrgja kolgrafar. Ef hann gerir eigi svo, þá er hann útlagur þrem mörkum.

Ef maður leigir land að manni og kemur eigi til landsins þá er sjö vikur eru af sumri, þá verður hann útlagur þrem mörkum og sex aura handsalsslit ef handsalað var. Enda skal landsdrottinn þá selja land sitt á leigu þeim manni er hann vill, eða láta sjálfur yrkja ella. Kostur er að stefna þá þegar til alþingis eða vorþings, eða til alþingis annað sumar. Enda er kostur að láta dæma á hendur honum tilför til landsins, og varðar þá fjörbaugsgarð ef hann ger eigi til fara, og skal heimta landsleigu þótt hann fari eigi til.

Ef leiglendingur selur landið á leigu með sér öðrum manni, og varðar það fjörbaugsgarð báðum þeim við landeiganda, þeim er landið seldi og hinum er leigði, og eldi og járni fór á land manns að ólofi hins.

Nú fer sá maður af landinu er að landeigandanum leigði og eyðir landið, og varðar það enn fjörbaugsgarð.

Sá maður er land leigir á grasnautn alla á landi því, og svo á hann að vinna allt á því sem hann vill, þar er hvortki sé akur né engi, það er þarf til að bótsama um hús eða garða eða búa um andvirki sitt. Svo skal hann og hjú taka sér að hann geti ortar vel engjar fyr þær sakar. Ef hinn yrkir eigi landið sem þarf, og liggja engjar óslegnar, það varðar honum þriggja marka útlegð og handsalsslit, og bæta auvisla sem landbúar virða ef skaði verður að. Ef fimm aura skaði verður að eða meiri, ef hann spillir landinu, og varðar það fjörbaugsgarð. [K: Nú kemur hann eigi til landsins er sjö vikur eru af sumri, þá á landsdrottinn kost að láta liggja landið leigulaust og sækja hinn til fjörbaugsgarðs, ef hann vill það heldur en hafa leiguna. Slíkan kost á leigumaðurinn við hann ef hann selur landið undan honum við verði eða á leigu, og sækja hann til fjörbaugsgarðs.]

Sá maður er leigir land skal hafa hús sem hann þarf og halda húsum og ábyrgjast við handvömmum sínum öllum, en landsdrottinn verður útlagur þrem mörkum ef hann fær honum eigi við til að styðja hús svo að fé hans sé óhætt og mönnum. En leigumaður á þá að ábyrgjast hús, að eigi falli ofan, ef honum eru steður til fengnar, og hefja upp of faðm saman og hlaða svo veggi. Ef leiglendingur hefir hús ger þar ný, skal hann ofan brjóta það hús fyrir fardaga og taka úr við sinn ef hann vill viðinn eignast. Nú hafði leigumaður lagið við sinn í þau hús er áður voru þar, þá skal hann á braut taka fyr fardaga og bæta aftur sem áður var. Sá eignast viðinn er land á, ef hann tekur eigi úr húsum áður.

Leigumaður skal svo með eldi fara eða fara láta sem hann eigi sjálfur húsin, og ábyrgist sá þó er land hefir leigt ef eldur kemur í hús eða í andvirki, ef af hans handvömmum verður eða þeirra manna er hann skal varða orð og verk fyrir. Ef hann fer ógætilegar með eldi, eða lætur fara, en svo, og brenna húsin, þá varðar honum það fjörbaugsgarð. Skal stefna heiman og kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er.

Ef menn beita engjar leiglendings, og þó að þeir beiti haga hans, þá á hann að sækja of það eða selja sök öðrum manni ef hann vill. Nú vill hann hvortki þeirra, þá á landeigandi sökina, og svo þá sök ef jörðu er skatt. Ef leigulandi hefir fylgt fiskveiður eða foglveiður eða eggver, og á leigumaður það allt í því er eigi er frá numið, og svo það ef þar rekur fiska eða fogla eða sela og háskerðing og hnísu. Ef við rekur á leigulandsfjöru, þá á leigumaður að draga við þann úr flæðarmáli og marka viðinn þess marki er fjöru á og festa sem hann eigi. Enda á hann að ferja farma þar af fjöru hins. Nú rekur hval á fjöru þá, og skal hann festa hval þann sem hann eigi og hafa hlass af, ef hvalur er tvítugur eða lengri eins kyns. Ef hann bergur verr að hval eða viði en nú er tínt, þá verður hann útlagur, og skal hann ábyrgjast skaða þann allan við landeiganda er af órækt hans verður, enda á hann þar allar veiðar þær er því landi fylgja, nema eggversfogla, þá skal engva veiða. Nú verpa þar álftir fyrir fardaga, áður hann fari á braut, og á hann þar hvortki egg né unga. Hinn skal það þá eignast er þar skal næst búa, en hann á það er hið fyrra vorið var í þeim munum.

Sá maður er land hefir leigt á og torf að skera í landinu, sem hann þarf til eldibranda sér, þar í hjá er áður var skorið, og fella saman torfgrafar. En ef torfmór er eigi að landinu þá á hann viði að elda ef áður var viði elt hið næsta, og hvorutveggja ef svo hefir áður verið. Svo á hann og eldingu að skipa sem áður hefir verið hið næsta, nema þeir hafi annan veg skilið með sér. Ef skógur fylgir landi, þá skal leigumaður höggva sér þar í skógi þeim slóðahrís og sásgirði og smærri, og gera sér þar lédengdarkol. Svo skal hann því öllu hagvirklega skipa, og svo neyta þar eldibranda sem þá mundi hann ef hann skyldi þar lengur búa. Nú vill hann á braut fara af landinu að öðru vori, og ganga honum eldibrandar af, og á landsdrottinn þá að hafa.

Ef maður býr á leigulandi því er reki fylgir á hann að taka þar álnar kefli af fjöru. Ef hann vill bæta búsbúhluti sína, þá á hann að hafa við til þess, hvort sem hann vill úr skógi eða af fjöru, og láta eftir liggja hræ. Nú vill hann gera nýja búhluti, og á hann að gera ef hann vill og láta eftir þar er hann fer á braut, — vanda svo við til sem þá mundi hann ef hann ætti sjálfur skóg eða fjöru. Ef hann á ker inni þar skal hann út hafa fært það, og svo annað gagn sitt, þvottdag hið síðasta í fardögum, nema hinn lofi honum lengur að hafa þar. Því aðeins skal hann hús brjóta til þess að færa ker sitt út, ef hann bætir aftur jafnvel sem áður var, en ellegar á hann í stöfum út að færa. Ef hann hefir eigi á braut fært búskerfi sitt er sjö vikur eru af sumri, þá verður hann útlagur þrem mörkum nema hinn lofi.

Leigumaður skal eigi lóga fé sínu til þess af, að hann vili hey selja. Útlagur er hann ef hann lætur til þess af. Nú gengur honum hey af, þá er honum rétt að selja það. Eigi er hann skyldur að taka leigufé til. Ef leigumaður á hey eftir þar er hann fer á braut, í húsum eða í heygörðum, þá skal hann á braut hafa fært fyrir mitt sumar eða fyrr, ef hinn þarf svo heyrúmið, nema þeim vinnist báðum hlaðan eða garðurinn. Hann á að búa um hey sitt og vinna það á landi því, þar er hvortki sé akur né engi. Nú ger hann eigi út færa, þá ábyrgist sá maður eigi er á landi skal búa þótt hann kasti út. Nú á hinn í heystakkgörðum þeim hey, er hann hugði eigi þurfa mundu, en þess heyvi verður þá eigi rúm er þar skal búa, þá á hann að gera hinum orð er hey á. Ef sá ger eigi gera annan garðinn of heyið, þá ábyrgist sá eigi er á landi býr þótt hann kasti heyvinu úr garðinum. Ef hann vill annan vetur etja heyvi því er hann lét þar eftir, þá skal hann reka fé sitt þangað til heysins. Þá skulu landbúar fimm skipa því við eið hve margt fé það skal vera. Þeir skulu ætla til heys, en eigi til haga, svo sem þeir ætla réttast. Hann skal kaupa gæslu, eyri á tíu kýr eða kúgildi, en landeigandi skal fá húsrúm til fjárins og gæslu og ábyrgjast að eigi deyi af vangæslu eða megri eða úti verði. Ef hann vill eigi taka við fénu, eða sá er þar gæti, þeirra manna er óhættur sé skuldunautur, þá má hinn á braut færa hey sitt, ef hann vill til fjár síns hafa. Nú vill hann selja heyið, þá skal landeigandi fyrst eiga kost að kaupa með jöfnu verði. Ef hann vill honum eigi selja heyið, eða býður hann eigi að láta þangað fara féið, eða ger hann eigi færa, þá verður hann útlagur við landeiganda, og bæta skaða þann allan er af því gerist er land verður þá verr tatt, svo sem landbúar fimm virða við eið. Ef þá verður eigi att öllu heyvinu hinn efra veturinn fyrir fardaga, þá skal hann hafa á braut fært þaðan heyið fyrir þá fardaga, ella verður hann útlagur við landeiganda. Hvor þeirra sem eigi gerir svo sem nú var tínt verður ávallt útlagur þrem mörkum.

Ef maður selur land sitt öðrum manni, enda á hann þar hey eftir er hann fer á braut, í hlöðum eða heygörðum, eða á hann búskerfi eftir þar í húsum, og skal þá svo allt fara hans á miðli og landeigandans, eða þess er á landi býr, sem mælt var áður til handa leiglendingi, þar er hann fór af landinu.

49. OF SKIPTINGAR EÐA VIRÐINGAR BÚA.

Það er og mælt í öllum stöðum þess er búar eru kvaddir til skiptinga eða virðinga, hvort sem það er heima eða á þingum, og verða þeir útlagir ávallt þrem mörkum of það er þeir órækjast við. Á dómur að dæma á hendur þeim fjórtán nóttum eftir þing það er þeir voru sóttir á, að þeir kæmi þá eigi til virðinga eða skiptinga, enda varðar þeim þá ávallt fjörbaugsgarð ef þeir koma eigi til, og skulu þeir þó gjalda útlegðina sem áður. Enda er svo sem þeir mæli eigi þeim málum nema þeir vinni eiða að, og öngum málum skulu búar svo mæla, þeim er þeir eru beiddir, að eigi fylgi eiðar, enda skal sá fá ávallt bók til eða kross, er kveður þeirra mála, og eru rétt mál þeirra ávallt þar er þeir skulu virðingar hafa eða skiptingar á miðil manna búarnir, þótt þá sé lögheilagt eða langafasta, hvarvetna þess er eigi eru héraðsdómar. Það er og rétt að þeir sé eigi kvaddir til ef þeir heita til að fara, og varðar þeim slíkt þá ef þeir enda eigi.

Það er og rétt ef búar koma eigi til skiptinga eða virðinga, þá er rétt að aðrir sé í staðinn þeirra er eigi koma, þeir búar er öngvir verði níu nærri áður en hinir er kvaddir voru. Nú koma búar þrír, þá er rétt að griðmenn sé tveir til fulltings með þeim, ef eigi náir búum til, þeim er svo sé nálægir sem áður var tínt. Þeir skulu griðmenn vera ef þeirra þarf til, er þeim sé eigi minni kunnleikur á heldur en nábúum.

Svo er enn og, ef þau mál verða er maður á að heimta skaðabætur þær er búavirðing kemur til, eða mannfúlgur, og hvergi févíti er þau eru er búavirðing kemur til. Þá á maður tvenna kosti, sá er sækja skal. Sá er annar að láta búa virða heima sem nú var tínt og stefna of það fé sem búar gera til gjalda eða til útgöngu. Skal kveðja til heimilisbúa á þingi þess er sóttur er, svo marga sem þarf. Enda er rétt að sækjandinn stefni um þegar til jafnmargra aura sem búar virða að dómi skaðabætur þess er ger var eða mannfúlgur, eða hverigar vanlyktir er þær eru, er búar skulu jafna hlut manna. Þá skulu hinir sömu búar gera hvorttveggja, hafa þá virðing og bera kviðu of það hvort hinn eigi það fé að gjalda er sóttur er, en það eru heimilisbúar þess er sóttur er.

Það er og mælt of þau mál öll er á er kveðið hve vera skal, en eigi á það kveðið hvað varða skal, þá varðar ávallt þriggja marka útlegð, enda skulu nú þriggja marka útlegðir einar vera þar er tólf aura útlegðir höfðu verið eða hálfrar merkur útlegðir. Það er og mælt að hvarvetna þess er útlegðir fara einar saman, og svo þótt áfang fylgi eða sex aura áverki, þá skulu þær sakar sóttar á hinu næsta vorþingi ef þeir eru samþinga. Nú eru þeir eigi samþinga, eða eru vorþing eydd, þá skulu útlegðir sóttar á hinu næsta alþingi. Það eru allt stefnusakir, og skal kveðja til heimilisbúa fimm á þingi þess er sóttur er. Þá er svo mælt of útlegðir, ef þær koma upp fyrir þá stefnudaga svo að aðili veit og má til komast ef hann vill.

Það er og mælt of fjörbaugssakir og skóggangssakir þær er hér eru taldar í Landabrigðisþætti, og svo of þær útlegðir er auvislabót hin meiri fylgir, og svo þótt hinn minni auvisli sé, að það eru allt þriggja þinga sakar svo að sótt sé á hinu þriðja alþingi hið síðasta þaðan frá er aðili fregn, ef hann spyr laugardag í fardögum eða fyrr. Ef hann spyr síðar, eða gerist sökin síðar en svo, þá á hún að standa til hins fjórða þings. Of þær einar sakir er þetta mál í þessum þætti, er áður er eigi á kveðið hve lengi sækja skal. Það er og mælt of það allt er til lagaafbrigða gerist í Landabrigðisþætti, þess er nú er eigi tínt við hver gögn sækja skal, að þeim sökum öllum skal stefna heiman og kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er of fjörbaugssakir og skóggangssakir, en fimm búa þar er févíti liggja við.

50. UM VEIÐAR OG ALMENNINGAR.

Veiða á hver maður fugla og fiska á landi sínu, nema heimildum sé annan veg farið. Nú tekur hann fugl einkunnaðan í sínu landi vísvitandi, og verður það spellvirki, en eigi varðar við lög ellegar, ef hann býr um svo að eigi spillist og gerir orð þeim er á. Sá á orði um að ráða er fugl á ef hann nýtir sér fuglinn. Ef maður fer leiðar sinnar yfir annars manns land, og á hann þá að taka ómerkta fugla, ef á götu hans eru, að ósekju ef hann vill, hvort sem eru fleygir eða eigi, hvers kyns sem þeir eru, ef þar er eigi veiðistöð, og svo á hann að stanga kyns sem þeir eru, ef þar er eigi veiðistöð, og svo á hann að stanga fiska ef á brotum liggja og á götu hans, enda sé það eigi veiðistöð hins. Eigi skal hann gera heiman för til þess að því einu örendi. Hann skal og eigi fara víðara til þess í land hins en taka það sem á leið hans verður. Ef maður fer til þess í land annars manns að taka fugla úr hreiðri, þá er fjár þykja verðir, þá á sá orði um að ráða er land á. Rétt er manni að veiða í annars manns landi örnu og hrafna, smyrla og lær og spóa og alla smáfugla þá er eigi fljóta á vatni, nema rjúpur. Vali skal eigi veiða og álftir og gæs og andir. Þar er rétt að taka egg undan þeim fuglum er hann skal veiða að ósekju. Sæfugla skal hann enga taka í annars landi, eða í veiðistöð.

Veiða á maður í annars landi að ósekju melrakka og björnu, og á sá björn er fyrst kemur banasári á.

Eigi skal veiða gæs né andir né æðar né þernur í örskotshelgi við eggver manns, þótt hann veiði í sínu landi. Eigi skal maður þá fugla veiða svo mjög í sínu landi, þó að firr sé eggveri hins en í örskotshelgi við það, að kviður beri það að af þeim sökum spillist eggver hins. Ef maður veiðir annan veg en nú er tínt, og á sá orði um að ráða er eggver á.

Ef maður selur land sitt fyrir fardaga, og verpi þar álftir í því landi fyrir fardaga, og á sá er landið seldi hvorki þar egg né unga, ef ekki er um skilið, en hann á þar veiðar allar til fardaga, en þyrma skal hann eggversfuglum í því landi.

[K: Hver maður á jarðarávöxt í sínu landi allan.] Ber og söl eiga menn að eta sem vilja að ósekju í annars landi. En þeir verða útlagir þrem mörkum er til þess taka að í brott vilja hafa ólofað. Það varðar útlegð og sex aura áverk, ef maður tekur hvannir í annars manns landi. Færa má til þýfðar ef þriggja álna skaði er ger eða meiri. [K: Nú tekur hann hvannir, og varðar það þriggja marka útlegð, en ef þriggja álna eru verðar, þá á eigandi að ráða orði um.]

51. UM FUGLADRÁP.

Ef maður drepur merktan fugl í sínu landi og vill sér nýta, þá ræður sá orði er fugl átti. Nú vill hann eigi sér nýta, þá er hann útlagur þrem mörkum. Nú vissi hann eigi að fuglinn var merktur, og varðar honum þá eigi við lög.

Á fitjum skal fugla merkja og sýna búum. Ekki er þar lögmark nema á fitjum sé markað. Nú veiðir hann einkynndan fugl, þá skal hann gera orð þeim er á fuglinn og varðveita svo að eigi spillist, en ef hann gerir eigi svo, eða nýtir hann sér fyrir vitorð eða vilja þess er átti, þá ræður sá orði um er fuglinn átti.

52. UM VEIÐAR Í VÖTNUM.

Þar er menn eiga merkivötn saman, þá á hver að veiða fyrir sínu landi. Ef maður vill veiða í vötnum þeim er fleiri menn eiga veiði í en þeir er saman veiða, þá skal hann hvortki elta úr annars manns veiðistöð fugla né fiska. En þótt fyrir honum stökkvi úr hans veiðistöð og í annars vötn eða í annars manns land, þá á hann þó að veiða að ósekju.

[K: Ef maður vill veiða fugla á vötnum þeim er þeir eigu fleiri saman, hann skal fyrir sínu landi róa fyrst, en þótt þeir fari og taki hann þá við annað land eða á annars manns landi, þá er honum heimil veiðurin.]

Nú fer maður í veiðistöð annars manns ólofað, eða tekur í landi annars manns fugla eða fiska eða egg, þá á eigandi að ráða orði um. Ef menn eiga veiðistöð saman eða merkiá, þá eiga þeir allir að veiða að ódeildu og draga voð að hvoru landi sem þeir vilja, eigi skulu þeir öðrum lofa nema þeir verði allir á sáttir. Sá þeirra er það vill skal skiptis beiða að veiðistöð, og skal hann leggja á eigi skemmra mél en viku stef [K: Nú ef annar þeirra þykist vera vanhluti við annan, þá skal sá beiða deildar þann er á ána við hann, að koma til á sjö nátta fresti], og kveðja til heimilisbúa fimm þrem nóttum áður eða meira méli, þá er næstir búa veiðistöðinni, í þeim stað er hann hefir á kveðið að þeir skulu finnast. Hann skal þá búa kveðja er næstir búa ánni eða veiðistöðinni. En þótt búar skipti eigi fleiri en þrír, og verður þó rétt. Þeir skulu skipta vikum eða smærrum, og eiga þeir að ráða er lengrum vilja skipta. Það skipti skal halda það sumar, og á þá hvor þeirra að veita öðrum mönnum veiðina ef vill.

Eigi eiga menn að leggja net um þvera á né gera teinur í, eða gera garða eða ker, nema einn maður eigi alla ána. En hvatki sem þess er þar gert er það banni fiskför, þá verður óheilög sú umbúð, enda varðar þriggja marka útlegð við hvern þeirra er veiðina á. Rétt er manni að leggja net strandlagi í ána við það land sem hann á sjálfur.

53. EF Á BREYTIR FARVEG SÍNUM.

Þar er á brýst í nýjan farveg og breytir falli sínu svo að þá á einn maður land báðum megum árinnar, en tveir áttu lönd við áður hún breytti fallinu, og á sá þá veiðina einn er löndin á við. En ef áin er veitt þá enn í hinn forna farveg, þá eiga þeir þar er áður áttu. Nú eru kvíslir fleiri, og skal eigi banna fiskför í einni kvísl, nema þar sé minni fiskför en í annarri og eigi hann einn kvíslina fyrir ofan.

54. REKAÞÁTTUR.

Hver maður á reka fyrir landi sínu, viðar og hvala og sela, fiska og fugla og þara, nema þar sé sölum selt frá landi eða gefið eða goldið öðrum manni, og á þá það hver sem heimild hefir til.

Ef viður kemur á fjöru manns, þá skal hann marka við þann viðarmarki sínu, því er hann hefir sýnt áður búum sínum fimm. Eigi er lögmark ella, enda á hann þá viðinn þótt út fljóti og komi á annars manns fjöru. En þótt hann marki viðinn og hafi eigi sýnt búum áður markið, þá skal honum ekki það mark helga. Rétt er og að maður vaði til, ef tré er svo mikið að hann kemur því eigi úr flæðarmáli, og merki það viðarmarki sínu ef tré kennir grunns, enda sé það við þá fjöru er festa má reka á, og á hann þá tréið þótt það komi á annars manns fjöru. En sá er fjöru þá á er tré er á komið, og hann veit að lögmark er á trénu, þá skal hann gera orð þeim manni er tréið merkti, ef hann veit það, en segja til á mannafundum ella. Útlagur er hann þrem mörkum ef hann gerir eigi svo. Sá maður er tré það merkti verður og útlagur þrem mörkum ef hann færir það eigi á brott á tólf mánuðum hinum næstum frá því er hann veit.

Ef við eða hval rekur í gegnum merkiósa upp á land, og á sá maður þann við eða hval er land á fyrir ofan. Ef vötn eða lón ganga fyrir ofan fjöru manns, enda kasti hvölum eða viði yfir malarkamb eða eyrartanga í vatn eða lón, og á sá maður þá er vatn á eða land fyrir ofan ef á land rekur. Helgar þar festur hval en mark við sem annars staðar. Nú brýtur nýja ósa út í gegnum fjöru manns, og rekur síðan upp við eða hval í gegnum þann ós á land, og á sá maður við þann eða hval er fjöru á fyrir utan. En þó að brjóti nýja ósa í gegnum fjöru manns, og skal hinn forni ós ráða merki sem áður.

Nú verpur tré eða hval á gras upp, og á sá maður það hvorttveggja er reka á. En ef þar er jörð gróin yfir viði eða beinum, og á sá maður þá er land á. Þar er tré eru í jörðu hálf, og ofar en nú gangi flóð til, og á sá maður þau tré eða bein er land á fyrir ofan. En ef tré eða bein eða tálkn eru í flæðarmáli, þó að sandi sé orpið eða í grjóti fast, og á sá maður það allt er fjöru á.

Nú eru ósar að merkjum, þá á hver þeirra reka allan til miðs óssins. En ef rekann festir í miðjum ósinum, þá á hálft hvor þeirra. Nú rekur við eða hval upp eftir ósinum, og verpur á svarðfast land eða festir í vatnsbökkum fyrir ofan rekamark, þá á sá maður er land á eða eyrar ef þar festir, nema festi í miðju vatninu, þá skal jafnt hverfa rekinn allur til hvorstveggja lands, hvatki sem rekur. Ef birkivið rekur út að merkiósum, og á sá maður þann við er land á fyrir ofan reka þann er tréið kemur á. En ef við rekur að ám ofan og festir í eyrum eða rekur á land upp, þá á sá maður þann við er land á eða eyrar, nema einn maður eigi allan skóg fyrir ofan, þá á sá er skóg á. Nú festir tré í miðri á, þá eigu jafnt þeir allir er jafnnær eiga lönd.

Ef maður tekur tré eitt eða tvö af fjöru manns, skemmri en þriggja álna bæði samt, og varðar það þriggja marka sekt, og gjalda tvennum gjöldum sem búar fimm virða. En ef maður tekur tré af fjöru manns, þriggja álna löng eða lengri, eða svo þó að skemmri sé, og sé þriggja álna öll saman, þar á sá maður orði að ráða er við á. Má þá sækja til skóggangs, ef vill, við tylftarkvið.

Ef menn róa fyrir land fram og brjóta árar eða þiljur eða farkost sinn, þá eiga þeir að taka við af fjöru manns, ef eigi var til þess ætlað, og bæta farskost sinn og láta eftir liggja hræ. Hann skal segja til viðartökunnar að byggð þeirri er næst er, þeirra er þeir koma til húss. Þeir skulu gjalda honum fyrir viðinn þá er þeir finnast, svo sem búar fimm virða við bók, þeir er fjöru eru næstir, eða handsala ella og gjalda heima að hins á hinum næstum gjalddögum. En ef þeir segja eigi til viðartökunnar svo sem nú var tínt, eða velja þeir eigi svo við til sem þeir mundi þá ef þeir ætti reka, eða láta þeir eigi hinum verð uppi er viðinn átti að gjöldum eða að handsölum, þá sekjast þeir á viðinum sem á annarri viðartöku.

Hver maður á að flytja og að fénýta sér við þann allan er hann finnur á floti fyrir annars manns landi út frá rekamarki. Taka á maður við og hval þar við land manns að flytja er eigi er von að festi, nema svo nær sé fjöru manns, þeirri er festa má reka á, að sjá mundi mega þaðan fisk á borði ef eigi bæri land fyrir. Svo á allar flutningar að taka sem nú var tínt.

55. UM VIÐARFLUTNING.

[K: Maður á að flytja við þann er hann finnur á floti fyrir utan það er fisk sér af borði, óflattan, fyrir annars manns landi. Það skal þorskur vera, sá skal svo mikill vera að hann sé álnar í öxarbærum flattur. Sá fiskur heitir gildingur. Á því borði skal sjá þann fisk er til lands veit, þaðan úr fjöru er fyrvir utast.]

Ef maður flytur við sinn á annars manns fjöru, og skal sá viður eigi þar lengur liggja en þrjár nætur ef það er rekafjara, nema hann sé veðurfastur eða verði hann sjúkur eða sár eða nokkur nauðsyn beri til þess. En ef honum er meinalaust, þá verður hann útlagur þrem mörkum ef viður liggur þar þrim nóttum lengur, enda á dómur að dæma á hönd honum brautfærslu viðarins.

Þess á maður kost og að færa við sinn á land upp úr fjörunni og hafa í brott fært á tólf mánuðum hinum næstum. Nú færir hann eigi svo í brott viðinn af landi hins, þá er hann útlagur þrem mörkum. Það eru bæði stefnusakir, og skal kveðja til heimilisbúa fimm á þingi þess manns er sóttur er.

Allir menn eigu að veiða fyrir utan netlög að ósekju ef vilja. Þar eru netlög utast í sæ er selnet stendur grunn, tuttugu möskva djúpt, af landi eða af skeri og komi flár upp úr sjánum að fjöru þá er þinur stendur grunn. En fyrir það utan á hver að veiða að ósekju er vill.

56. EF MAÐUR KAUPIR REKA AF LANDI MANNS.

Þar er maður kaupir reka af landi annars manns, og skilja þeir eigi það mál ger en hann kaupi af landinu rekann að réttu lögmáli, þá skal svo fara sem nú mun eg tína. Landeigandi á að hafa af fjöru þeirri álnarlöng kefli öll og smærri. Hann á og þara allan og fugla alla og sela alla og rostunga og háskerðing og hnísu og fiska ef þá rekur fimm senn eða þaðan af færri. En ef fleiri rekur senn en fimm fiska, þá á það rekamaður. Landeigandi á og sela þá þó að þeir sé drepnir.

Þetta allt sem nú var tínt á sá maður er land á fyrir ofan. Hann á og flutningar allar þar, og að varðveita skotmannshlut og hafa þar ágóðahlut og varðveita vogrek allt, og hvala þá alla á hann að þriðjungi er fyrir mönnum hlaupa á land, og veiðar allar á hann í netlögum og svo í fjörunni. Hann á og fyrir utan netlög og fyrir innan almenning hvala og viðu og allt það er þar flýtur, það sem eigi eiga aðrir menn áður. En sá er reka keypti af landinu á þar allan viðreka annan ótelgdan og hvala alla þá er kvikir hlaupa á land upp, nema menn valdi. Og hann á þá hvala alla og er þar rekur upp og svo þann er menn flytja úr almenning hvala og viðu og allt það er þar flýtur í netlögum, hvort sem net er lagt af landi eða af skeri. Hann á og fiska þá er fleiri rekur en fimm senn, nema kaup þeirra sé á annan veg skilt. Þá skulu sem í öðrum stöðum haldast þar öll á kveðin orð.

Svo er og mælt ef sker eða eyjar liggja fyrir landi manns, og á sá maður það og reka þann er fylgir er meginland á næst, nema kaupum sé annan veg keypt. Ef menn veiða rostung á landi manns eða í netlögum, og á hálfan landeigandi en hálfan þeir er veiða. En fyrir utan netlög á hver maður veiði sína. Og er það veiður er menn færa á skipi til lands en flutning ella.

57. UM HVALREKA.

Það er og mælt ef hval rekur á fjöru manns að hann á að festa hval þann þótt hið meira hald sé á dægrinu. Enda á hann að skera hvalinn ef eigi má festa, og svo er þá rétt að flytja hval. Rétt er manni að festa hval fornum festum, enda er rétt að hann festi þeim festum er hann rístur af hval og beri þar festar um stokka eða steina. Hann á og að skera þann hval.

Ef fjósir slítur út fyrir honum, eða tálkn eða bein, og rekur á annars manns fjöru, og á sá maður það allt er fjöru á, ef lengra er frá fjörumarki þess manns er hvalinn á en ördrag, en eigi á hann ef nær er markinu. Svo skal og fara hið sama um garnar og seymi og allt það er fémætt slítur út af hvalnum. Ef hvalinn slítur út með festum og rekur á annars manns fjöru, og á sá þann hval er á þeirri fjöru átti er festar voru fyrst í bornar, ef sumur festarstúfur er á landi en sumur í hval, enda beri það kviður að sá maður hygði halda mundu er festi, og halda mundi í slíku veðri sem þá var er þeir festu hvalinn, enda sé festar eigi ósterkari en reip þau tíu er tveggja manna afli haldi hvert.

Eigandi skal sækja hvalinn með skipi eða hrossi á annars manns fjöru og neyta enskis nema vatns. En ef það ber kviður að hvalurinn var verr festur en nú var tínt, þá er sem ófestur sé, og á sá þá ekki af er festi, ef út slítur.

58. UM HVALREKA Á LEIGULANDI.

Svo er og mælt ef hval rekur á fjöru þá er leigulandi fylgir, þá skal leiglendingur festa hval þann svo sem hann eigi og áður var tínt, enda á hann að hafa af hvalnum samfengnum hlasshval, það er einn eykur má draga á þá á sléttum velli, ef hvalur er tvítugur eða lengri.

Nýmæli: Hlasshvalur skal nú vera sex átta fjórðunga vættir, hálft hvort spik og rengi, ef þess kyns hvalur er.

En ef hvalur er skemmri, eða skerður svo að hann sé minni en heill þess kyns hvalur tvítugur, þá skal leiglendingur ekki hafa af hvalnum, en jafnskyldur er hann að festa hinn minna hval sem hinn meira, og allt skal hann það færa úr flæðarmáli er fémætt rekur á fjöruna, svo sem þá mundi hann ef hann ætti landið eða rekann.

Nú festir hann verr hvalinn eða varðveitir verr rekann en hér er tínt, þá verður hann útlagur þrem mörkum, enda skal hann gjalda landeiganda hvalinn allan sem búar fimm virða við bók, og svo allt það er af hans órækt flýtur út eða ferst, þá skal hann gjalda. Það eru allt stefnusakir, og skal kveðja til heimilisbúa fimm á þingi þess er sóttur er.

Nú er hvalur skerður, og er þó eigi minni en tvítugur hvalur óskerður þess kyns. Þá á leiglendingur þó að hafa þar hlass af sem áður var tínt, enda hafi hann festan sem á kveðið er. En þó að út slíti hinn óskorna, og ábyrgjast þeir eigi er festu hvalinn ef það ber kviður að þeir festi sem þeir mundi þá ef þeir ætti, eða festar sé eigi ósterkari en þær sé tíu, en hver mundi halda tveggja manna afli. Þeir ábyrgjast ef verr er festur hvalurinn, og skulu svo bæta landeiganda sem áður er ritað.

Nýmæli: Ef hvalur kemur á leigulandsfjöru, þá skal leiglendingur senda mann þann er fari fullum dagleiðum til fundar við landeiganda eða þann mann er hvalreka á, fyrr en hann gangi á að skera hvalinn. Honum er þá rétt að skera hvalinn þegar er maðurinn er sendur, og svo þeim öllum er að hans ráði skera, og skera til fjórðungs svo að þeir hafi hinn fjórða hlut er skera, þar til er sá kemur til er hval á, en þá á hann að ráða fyrir þeim hval er óskorinn er. Þeir ábyrgjast hinn skorna hval, er skáru, við því að út fljóti, og svo við því öllu er þeir varðveita hvalinn verr en þá mundi ef þeir ætti allan hval, enda skulu þeir eigi fyrr skipta hvalnum en sá kemur til er á, eða þeir er hann bauð um fyrir sína hönd. En ef þann slítur út er óskorinn er, og ábyrgjast þeir eigi þann hvalinn, ef það ber kviður að þeir festi svo, er skáru, sem þá mundi ef þeir ætti. En ef þeir fá eigi þann bjargkvið, þá ábyrgjast þeir allir hvalinn, er skáru hann, við eiganda, svo sem búar fimm virða við bók hinir næstu.

59. EF ANNAR MAÐUR Á LAND EN FJÖRU.

Ef þar rekur hval er annar maður á land fyrir ofan en annar á fjöru, þá á hver maður að skera þann hval er sá lofar er land á fyrir ofan, nema hinn hafi um boðið öðrum manni áður, er fjöruna á, og skal sá þá ráða fyrir er um er boðið. Sá maður er land á fyrir ofan skal svo hval festa og skera og orð gera þeim manni er fjöru á, og svo að öllu fara sem mælt var til handa leiglendingi, og svo skal leiglendingur gera ef hann býr þar er þann veg er til farið sem nú var tínt.

60. UM SAMREKA.

Nú eigu fleiri menn reka saman og koma eigi allir til, og er eigi skylt að gera þeim orð meir en einum þótt þeir sé eigi þar. En hlut þeirra skal bera úr flæðarmáli, og ábyrgjast þeir við því að út reki, er skáru hval og upp báru, enda skulu þeir selja sem sinn hval.

Ef þeir koma eigi allir til er hvalinn eiga, eða skilur þá á um skiptið, þá skulu þeir kveðja til búa fimm, þá er næstir eru, þrem nóttum áður eða meira méli, að skipta hvalnum, og öllu því er þar er fémætt, við bók, og skal svo þá hið sama ef skothval þarf að virða. Rétt er þó að þeir búar sé eigi landeigendur. Nú kallar nokkur meir en til síns hlutar, og skal þó skipta til handa honum sem hann vill, ef hann kallar eigi meir en til hálfs, en vita þeir það að hann á nokkuð í hval. Eigendur skulu stefnast um til skila og til máldagaraunar og kveðja til búa fimm á þingi, þá er næstir búa rekanum. Ef nokkur hefir til meira kallað en á, og sé honum skipt til handa, þá eigu þeir orði að ráða við hann, er eigu með honum, síðan er skil og sannindi eru reynd um það mál á þingi.

Ef hvalur kemur á merki það er skilur fjörur manna, þá á hálfan hval hvor þeirra við annan, ef sumur liggur á miðju marki, hvort sem meiri er frá.

61. UM HVALREKA OG SKOTMANNSHLUT.

Það er enn mælt ef hval rekur á land manns, og á fjörumaður hval þann allan ef eigi er skot í. En ef skot er í hval þeim, þá á sá maður hvalinn hálfan er skot á í, er hann kemur til að skera. En svo skal maður skots leita sem hann ætti skots von í hval á annars fjöru, enda skal sá maður hafa vætt spiks af skotmannshlut er fyrstur finnur skot. En ef fjörumaður, eða sá er fyrir ræður skurðinum, leitar eigi skotsins eða lætur verr leita en nú var tínt, og varðar honum það fjörbaugsgarð. Það er stefnusök, og skal kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess manns er sóttur er. Sá á sök þá er hval þann hefir skotið, ef það reynist í nokkuru að aflaga sé gert um það mál.

Nú vita menn eigi hver hval þann skaut, þá á sök þá hver skotmaður er vill, þeirra manna er von mætti eiga skots í hval þeim, og fyrstur vill sótt hafa. Ef fjörumaður veit hver skot á, og skal hann gera orð þeim er skot á, ef sá er svo nær að fara má tvívegis þannig þann dag sem þá er. Nú gerir hann eigi skotmanni orð svo sem mælt er, og verður hann útlagur þrem mörkum við skotmann, enda á skotmaður slíkt að hafa af hval þeim sem hann ætti ef honum væri að lögum orð ger. Það er stefnusök, og skal kveðja til heimilisbúa fimm á þingi þess er sóttur er.

Landeigandi skal skera skotmannshlut til fjórðungs þar til er skotmaður kemur til, enda á hann að ábyrgjast þann hval við skotmann er hann sker. Nú kemur skotmaður til, og skal hann ráða þá sínum hluta hinum óskorna og ábyrgjast sjálfur þann hlutinn. Nú verða þeir eigi á sáttir hvort hann á skotið eða eigi, þá skal skotmaður hafa til tvo menn með sér, og vanda sem stefnuvotta, þá er það leggi undir þegnskap sinn að hann átti það skot þá er þeir vissu, og hann hefir það eigi gefið né goldið né sölum selt síðan, svo að þeir viti. Eiða skulu þeir allir vinna jafnt sem að þingadómi. Ef hinn vill eigi trúa að heldur, og gerist honum þá það að gertæki um hvalinn, og verður hann sekur um það þrem mörkum, og skal hann gjalda tvennum gjöldum allan skotmannshlut, sem búar fimm virða við bók. Það er stefnusök, og skal kveðja til heimilisbúa fimm á þingi þess er sóttur er.

Nú náir skotmaður eigi að sjá mörk á skotinu þá er hann kemur til, og skal hann þá beiða með votta að hinn sýni honum skotið. En ef hann vill eigi þá sýna skotið, og varðar honum það fjörbaugsgarð. Skal stefna heiman og kveðja til heimilisbúa níu á þingi þess er sóttur er.

62.

Hvarvetna þess er skotmaður kemur svo til skothvals að sumur er skorinn, og á hann þá jafnan að ráða hinum óskorna hval. En hinn er skar skal hafa fjórðung þess er hann skar, og skal svo fara í hverju sinni þar er skotmaður kemur fyrr til en hans hlutur sé allur virður og veginn. Ef fleiri menn kalla til skots en einn, þá er rétt að halda skotinu til dóms, nema nokkur komi til með kennendur tvo, þá er það leggi undir þegnskap sinn að sá maður eigi það skot, sem þá kallar til.

Nú kemur engi maður að kalla til skots þess er þar var fundið í hvalnum. Þá skal landeigandi varðveita skotið, enda skal hann skera þá skotmannshlut til helmingar. En ef hann vill að aðrir skeri, og skal hann koma kaupi sínu við skurðarmenn sem hann má, en skothval skulu búar fimm virða við bók, á pundara veginn, og virða til vaðmála. Ef búar vilja eigi veita virðingina, þá skal landeigandi kveðja þá til þrem nóttum fyrir eða meira méli. Búar verða útlagir þrem mörkum ef þeir koma eigi til að virða hvalinn, ef þeir eru kvaddir. Enda er rétt að griðmenn sé tveir ef búar koma eigi fleiri en þrír einir til að virða hval þann. Rétt er og að aðrir búar sé í stað þeirra allra er eigi koma.

Ef skot eru fleiri í hval en eitt, og á sá maður þá hvalinn er fyrst kom því skoti á hann, er hvalur fékk bana af, og sýnt er að Lögbergi með hinum sömum mörkum á tré eða á járni. Ekki sakar hval ef í spik kemur aðeins.

Ef maður veiðir þann hval er áður er banvænn af þingbornu skoti, og á sá maður þó skotmannshlut er fyrir öndverðu skaut hvalinn.

63. UM SKOT.

Svo er og mælt, ef skot finnst eigi í hval, en þó finnst í fjósum, þá skulu þeir búar fimm virða hvalinn er næstir búa því sem skotið finnst. Nú finna menn skot þá er þeir fara til húss eða í híbýlum heima, þá skulu þeir búar virða hvalinn sem þar eru næstir.

Ef skot finnst á sandi eða í iðrum á hinu sama fjörumarki, eða í örskotshelgi á annars manns fjöru, eða finnst skot þá er hvalur er allur í brott seldur af fjöru, og skulu þá rekabúar virða hvalinn, og skal þá kveðja til þrem nóttum fyrr eða meira méli. Ef bein eða tálkn eða garnar eða seymi finnast á hinu sama fjörumarki eða í örskotshelgi á annars manns fjöru, og skal það allt fara sem hvalurinn sjálfur.

64. UM SKOTMANNSHLUT.

Sá maður á að varðveita skotmannshlut er land á ef annar á reka, en að helmingi á hvor þeirra bein og tálkn. Landeigandi á heimting við rekamann ef hvalur er seldur áður skot finnst, en skotmaður við landeiganda.

Ef skot finnst eigi í hvalnum þá er skorinn er, og finnst í fjósum síðan, er heim er færður hvalurinn, og skal landeigandi þó láta búa fimm virða hval þann allan er ólógað er og kveðja til um þann stað sem hvalur liggur mestur saman, sá er ólógað er, hvargi sem það er. En landeigandi skal segja búum til hverju hann hefir lógað af hvalnum og vinna eið að. Búar skulu síðan virða svo þann hval er seldur er að þar sé slíkt verð á þeim hval að sínu hófi sem hinum er óseldur er þá. Hvarvetna þess er hvalur er virður svo sem nú er tínt, og skal þá vera skorinn skotmannshlutur til helmingar, en til fjórðungs ef óvirður er.

Nýmæli: Ef hval slítur út, þann er skorinn er og menn hafa á haldið, og finnst skot í hvar sem á land kemur, þá á skotmaður heimting til síns hlutar að öllum þeim mönnum er fjörur áttu þar er sá hvalur kemur, hversu í marga staði sem hann kemur, og svo þó að hann skeri á floti eða á skeri.

[K: Sá er skot á að varðveita skal virða láta hvalinn og vega með pundara, svo að þeir allir sé er fjöruna áttu þar er sá hvalur kom eða af skipi skáru, ef þeir spyrja fyrr að skot var í en þeir hafi seldan, hvort sem þeir skáru þann hval fyrstir eða síðastir. Þeir búar skulu virða er þar eru næstir er hvalurinn kom á land.]

Nú skera menn hval þann er út flaut og skot var í á annarri fjöru eða á floti eða á skeri, annaðhvort áður skot væri fundið eða síðar, og skulu þeir jafnan þar varðveita skotmannshlut, er þá eignast hvalinn og selja, og skera til helmingar. Nú verða þeir menn er hvalinn eiga suman eða allan eigi varir við að skot hafi fundist í hvalnum áður seldur er allur, og skal skotmannshlutur þá vera til fjórðungs skorinn.

65. UM VARÐVEISLU SKOTFJÁR.

Landeigandi skal hafa skotmannshlut til alþingis hið næsta sumar eftir, ef hvalur kemur svo að hann geti verð við áður átta vikur sé af sumri, en annað sumar ella, og segja þar til skotsins og til verðsins að Lögbergi, og skulu það vaðmál vera. Sá maður er skot hefir og skotfé til alþingis, hann skal segja til marka á skotinu að Lögbergi, og svo til fjárins þess er hann hefir til meðfarar og skotinu fylgir, og skal hann segja til nafns síns, og svo hvar hann er í búð, og biðja þann mann koma þangað er það skot þykist eiga.

Ef aðrir menn hafa þau fé nokkur að varðveita er því skoti eiga að fylgja, og skulu þeir og segja til þess fjár alls að Lögbergi, þá er hinn hefir sagt til skotsins áður. En ef þeir segja eigi til fjár þess alls, eða hafa eigi til þings, og skal skotmaður svo að sókn fara við þá menn sem við þann mann er skotið varðveitir.

Nú er sagt til skotfjár að Lögbergi, þá skal sá maður er skot á ganga til búðar og segja til marka sinna. En ef hinn tortryggvir, þá skal hann hafa sannaðarmenn tvo sem heima að sínu máli eða heimilisbúa sína fimm ella. Ef engi maður verður til við að kannast svo að eigi það skot þar að Lögbergi eða umboð hafi af eiganda ella, þá skal hann hafa heim féið og segja til skotsins þrjú sumur að Lögbergi. Ef maður fer svo að öllu með skoti sem nú var tínt, og kannast engi við, þá skal hann hafa fé það allt leigulaust þar til er sá kemur til er á. En ef engi kallar til, þá eignast hann innstæðu.

66. UM VIRÐING Á HVAL.

Ef hvalur er virður, og kemur eigi verð fram, þá á skotmaður kost að stefna um, miðvikudag í mitt þing, hvort sem hann vill að Lögbergi eða í bónda kirkjugarði, til gjalda og til útgöngu fjárins og láta varða þriggja marka sekt. Sá er stefnustaður réttur hvar þess er menn reiða eigi af hendi verð hvals sem mælt er, miðvikudag í mitt þing.

Ef hvalur verður seldur, sá er skot var í fundið, og virður eigi síðan, þá skal sá hafa verðið til alþingis er selt hefir, svo mikið sem skotmannshlutur verður úr þeim hval er til fjórðungs var skorinn. En ef eigi er til þings haft féið, þá á skotmaður heimting til alls andvirðis hvalsins, en hinn verður sekur þrem mörkum, og skal gjalda tvennum gjöldum allt það sem ógoldið er, og má stefna um hvort sem vill að Lögbergi eða í bónda kirkjugarði miðvikudag í mitt þing.

67.

Ef skothvalur er virður, enda hafi þeir menn eigi féið til alþingis er varðveita það, sumt eða allt, enda segi þeir eigi til skotsins, og verður það gertæki, og á skotmaður þá kost að stefna hinum um það að hann hafi eigi haft fé það til alþingis, er skoti því átti að fylgja er hann á, og sagt eigi til skotsins og gert svo gertæki að fé því, og láta varða þriggja marka sekt og stefna til gjalda tvennra og þar í dóm.

Nú hefir maður skot til alþingis og segir til að Lögbergi, enda segir hann þar til þess fjár alls er fylgir skotinu, en hann hefir þó eigi þar féið, og er það eigi gertæki ef hann vill þó gjalda féið. Þá má skotmaður stefna um féið ef hann vill, til gjalda og til útgöngu, og láta varða þriggja marka sekt. Ef skotmaður sækir eigi til fjárins það sumar sem hinn er skyldur að hafa féið til alþingis, og skal hann heiman stefna ef hann vill síðar sótt hafa eða lýsa ella að þinglausnum.

Það er rétt, ef skotmaður fer eigi til alþingis, að hann seli öðrum manni í hönd að heimta skotfé sín á þingi af öllum þeim mönnum er það sumar eiga skotfé til þings að hafa, og svo sakar ef eigi gelst féið, þó að eigi nefni þeir menn til þess að hafa eina vottnefnu. Hvalskyti hver skal sýna búum sínum fimm mörk á skoti því er hann vill hafa, enda láta síðan fara skotið til alþingis og sýna þar að Lögbergi, nema hann hafi keypt þingborið skot eða sé honum gefið eða goldið, og þarf hann þá eigi annars en nefna votta að því að hinn heimilar honum skotið, er áður átti. Skotmaður á og þess kosti, ef menn leyna þingbornu skoti því er hann á, að færa til þýfðar um hvalinn og láta varða skóggang og kveðja til á þingi tylftarkviðar goða þann er sá er í þingi með er sóttur er. Þess á skotmaður og kost að láta varða gertæki, og sekst hinn þrem mörkum er skotinu leyndi, og skal hann gjalda tvennum gjöldum allan skotmannshlut.

Sú er önnur sök að stefna um það að hinn hafi leynt skotinu, og láta varða fjörbaugsgarð og kveðja til níu búa á þingi þess er sóttur er. Slíkan kost á hann við þá menn er hvalinn nýttu sér og vissu að skotinu var leynt. Þeir menn er í hvalnum eigu og vitu eigi að skotinu var leynt skulu bjóða, þegar er þeir verða varir við að járn hefir verið í hvalnum, skotmanni slíkan hlut hver verðsins fyrir hvalinn sem þeir hafi til fjórðungs skorið. En ef þeir fresta til þess er hann býr sakir á hendur þeim, og skulu þeir þá gjalda verð slíkt sem skotmaður hefði skorið þegar sjálfur hvalinn í öndverðu. En ef hann þarf að sækja þá um, þá skal stefna heiman og kveðja til heimilisbúa þeirra fimm á þingi.

68. UM HEIMTING SKOTFJÁR.

Ef skotmaður selur öðrum manni í hönd að heimta skotfé sín um land vort allt eða sumt, og skal það haldast sem þeir verða á sáttir. En ef skotmaður selur fleirum mönnum hina sömu heimting, svo að honum var eigi aftur seld á milli, og er það sem óselt sé að því að sá má hvergi að lögum heimta er síðar tók af skotmanni heimtuna. En skotmaður verður útlagur þrem mörkum við þann er fyrr tók umboð, og svo sá er síðar tók heimtuna, ef hann vissi að öðrum var fyrr selt, þá er hann tók.

Nú finnst skot í hval, og kemur skotmaður eigi sjálfur til áður hans hlutur er virður, en sá kemur til fyrr er heimtuna hefir tekið um skotféið, og skal skotmannshlutur jafnt þá vera til helmingar skorinn sem engi kalli til, enda skal þá því aðeins hafa á brott hval þann er skotmannshlutur verður, ef hann lætur vætti bera til að honum var í hönd selt að heimta fé það, eða landeigandi lofi honum ella brottfærsluna.

69. UM FLJÓTANDI HVAL.

Það er mælt ef maður finnur hval á floti, að hann skal flytja hval þann sem hann vill ef það er utar fyrir annars manns landi en fisk sé af borði. Það skal þorskur vera álnar í öxarþærum, og heitir sá fiskur gildingur. Af því borði skal fisk þann sjá er til lands veit þaðan frá úr fjöru sem fyrvir utast.

Ef menn koma þá til er hann hefir festar í bornar, og er hann þá eigi skyldur að taka við þeim ef hann má þó flytja hvalinn. En ef hinir bera þó festar í, og eignast þeir þó eigi að heldur hvalinn ef búar bera það að hann mætti flytja með það lið er hann hafði áður til. En þar skal kveðja til búa fimm á þingi, þá er næstir eru því er hvalurinn kom á land, að bera um það hvort þeir mundu koma mega einir hvalnum til lands er níttu liði hinna. Nú koma þeir menn eigi til lands hvalnum er níttu liði annarra manna, þá skulu þeir gjalda hinum slíkan hlut verðs fyrir hvalinn sem þeim byrjaði að manntali, ef það bæri kviður að þeir mundu komið fá til lands hvalnum ef þeir væri allir að. En það skulu skilja, og svo hvalinn virða, búar fimm á þingi, þeir er því búa næstir sem þeir tóku hvalinn.

70. UM HVALSKIPTI.

Þess hvals er fluttur er eigu flytjendur þriðjung en landeigandi tvo hluti, ef eigi er skot í hvalnum. En ef skot er í, þá á skotmaður einn þriðjung en landeigandi annan en flytjendur hinn þriðja, og skal landeigandi varðveita skotmannshlut, sem þá að rekahvalur væri, og svo orð gera skotmanni og skera til helmingar hans hlut ef skotmaður kemur eigi sjálfur til, og svo skal að öllu með því skotfé fara sem þá að hval ræki upp. Ef landeigandi er að flutningu, og á hann kost að flytja til síns lands. En ef þangað er lengra, þá ábyrgist hann við sína lagsmenn ef þeir koma eigi hvalnum þangað, en þeir mætti koma annars staðar, og skulu það skilja um flutning, og svo virða, heimilisbúar fimm hinir næstu.

Ef landeigendur eru fleiri að flutningu en einn, þá skal á þess land flytja er næst á land, þeirra manna er réttkomnir sé til. Ef á annars manns land er flutt en nú er tínt, og varðar það fjörbaugsgarð þeim er það gera, og á sá þó hvalinn sem áður, ef rétt fluttur væri. Nú bjóða menn mönnum fé til, eða gefa það, til þess að þeir flyti hval á annað land en þeir mundu ella, eða mæla flytjendur sér fé til þess, eða taka þeir fé til þess, og varðar það fjörbaugsgarð allt þeim er það gera. Það eru allt stefnusakir, og svo ef hvalur er á annað land fluttur en vera á, og skal kveðja til níu búa á þingi frá því er hvalur kom á land. Ef menn skera hval þann eða nýta sér, er eigi er rétt fluttur, þá á sá maður orði að ráða við þá alla, er land á það sem hvalur væri rétt fluttur á.

Nú hafa þeir menn af hvalnum er eigi vissu að rangfluttur væri. Þá skulu þeir hafa skorið til fjórðungs, enda bjóða hinum þegar er þeir vitu verð það sem búar fimm hinir næstu virða hvalinn. En ef eigi er svo með farið, þá verður það að gertæki um hvalinn allan þó að annar maður eigi fjöru, og eignast sá eigi að heldur hvalinn flotfundinn, nema hann hafi keypt með öllum gæðum rekann af landinu.

71. UM FLUTNING.

Ef griðmenn manns finna hval á floti, og á bóndi verk þeirra allt, þá eignast hann hvalinn. En ef hann átti fiski þeirra aðeins, og eignast hann eigi meira þá en það er búar fimm virða að fiskin dvaldist meðan og sýsla er hann átti, og hlut af skipi sínu, og ábyrgjast þeir þó skipið sem áður.

Þeir menn er fyrstir koma að hval þeim er fluttur er úr almenning að landi eiga að hafa af hval þeim, og af þeim þriðjungi er flutningarmenn eiga, þrjá tigu vætta samfengins hvals, ef hvalur er tvítugur eða meiri óskerður, eða svo skerður að hann sé þá eigi minni en heill tvítugur þess kyns hvalur, enda skulu átta fjórðunga vættir einar vera finnandaspik. Þar skal finnandaspik vera er menn flytja hval eða bera festar í, þó að þeir megi einir eigi flytja, enda eigu þeir jafnt þá er fyrst fundu hval þó að aðrir menn beri festar í meðan þeir fara að liði sér. Ef þeir menn er fyrstir finna hval og taka hann til flutningar skera af hvalnum á skip sín, enda flytja það sem eftir er, þá skulu þeir það hafa fyrir finnandaspik, svo sem það vinnst til, er þeir hafa á skipið skorið. En ef meira er af hvalnum á skip lagið en því gegni, þá skal það fara sem önnur flutning.

Nú flytja menn hval úr almenning til lands, og eignast þeir eigi hvalinn að heldur, nema þeir beri fyrr festar á land en þeir láti hval lausan og festi eigi verr en tínt er um rekhval. En ef þeir fylgja eigi festum þeim til lands er fastar eru í hvalnum, í hvalnum, og festa þeir hann verr en nú er tínt, þá er þetta rekahvalur, og á sá maður þann hval allan er fjöru á ef eigi er skot í. Nú rekur hval svo fyrir veðri eða fyrir straumi að hann ræður skipinu en eigi skipið honum, þá er sem þeir hafi ófundinn hvalinn.

Ef menn flytja hval þaðan frá landi manns er sjá má fisk af borði, og verður það gertæki.

Nýmæli: Ef menn flytja hval úr almenningu, og skulu þeir honum fylgja til lands meðan þeim er óhætt og farskosti þeirra fyrir boðum eða brimi. Nú skiljast þeir við hval fyrir þeim sökum, og eignast þeir þó hval ef hann rekur á land það sem þeir vildu til flytja. En ef hval rekur annars staðar, og er þá rekhvalur. Nú hafa þeir lent skipi annars staðar, og skulu þeir þó skyldir að festa hval þegar er þeir megu, ella eignast þeir eigi. Nú koma aðrir til og festa hval meðan þeir bjarga skipi sínu, og eignast þeir þó hval ef það ber kviður að þeir dveldi eigi förina.

72. UM FLUTNING.

Í fjörðum eða í sundum, þar er maður flytur hval þaðan er sjá má fisk af borði af fleirum löndum en einu, og eigu þeir allir jafnt er svo nær eiga lönd sem nú var tínt, þó að einhverju landi sé nokkuru næst, eða þó að einn hver flyti á sitt land þann hval.

Ef menn reka hvala á land manns, þá eignast þeir tvo hluti en landeigandi þriðjung. Ef menn finna hval í vökum utar en fisk sér á borði þá á sá maður er finnur fyrst hvalinn, allan þann er hann kemur á ísinn upp. Nú koma menn til og bera vopn á hvala og festa við ísbrún svo að eigi megu niður sökkva, þá eiga þeir er veiða. En ef þeir níta fulltingi annarra manna, og ábyrgjast þeir þá hvalinn við hina er þeir vildu eigi liðsinni af þiggja, svo mikinn sem þeim byrjaði að manntali af þeim hval, ef kviður ber það að þeir mundi veiddan fá þann hval ef þeir væri allir að, en þá sliti í braut.

Nú finnur maður hval í ísum svo nær landi, og þó fyrir utan netlög. Þá á hann hálfan ef kvikur er en landeigandi á allan ef dauður er. Og svo fer þá hið sama ef hvalur er kvikur í netlögum og í vökum. Nú gengur vök allt til lands, sú er menn sæfa hvala í fyrir utan netlög, og renna hvalarnir á land upp. Þá á svo að fara sem menn reki þá með skipum upp, að þeir eignast tvo hluti, er hvalarnir stökkva undan, en landeigandi þriðjung.

Ef menn skjóta þingbornum skotum á hvölum í vökum, og eiga þeir eigi heldur en aðrir menn, nema dauða reki á land hvalana, þá eiga þeir skothlut.

Hver maður á veiði sína fyrir utan netlög, en það er veiður er menn ferja á skipi til lands, en flutning ella. Ef maður veiðir hval í rekamarki þar er fisk sér á borði, og fyrir utan netlög, þá á sá allan. Ef menn veiða rostung á landi manns eða í netlögum, og á landeigandi hálfan en hálfan þeir er veiða.

73. OF VOGREK.

Svo er mælt í lögum að það heitir vogrek er kemur á land manns, lík eða vara eða fé eða skipviður. Þá er sá maður skyldur að færa það allt úr flæðarmáli, er býr á landi því, og gera orð þeim manni er land á þar að sá varðveiti féið og færi lík til kirkju með hinum, ef sá hefir eigi lið til einn saman. En ef hann gerir eigi svo, þá verður hann útlagur þrem mörkum við landeiganda, enda ábyrgist hann féið ef það slítur af hans órækt út.

Nú á annar maður land en annar á rekann fyrir landinu. Þá skal sá varðveita vogrekið er land á. Landeigandi skal taka af því fé til legkaups og líksöngskaups og búa um lík, og skal hann sýna búum hvað hann tekur af fénu til þessa, og svo það sem eftir er. Hann skal sýna heimilisbúum sínum fimm og láta þá virða það allt er von er að spillist, og selja það ef hann vill. Hann skal slíkt verð fá erfingjum sem búar virða vogrekið við bók, hvort sem hann selur það fé dýrra en virt var eða ódýrra, og svo þó að hann nýti sér.

Það fé heitir vogrek er með líkum kastar á land. Slíkt hið sama skal fara um það fé ef sjár kastar á land, og menn ætla alla þá menn farist hafa er fé það áttu, þó að engum kasti líkum upp á land með fé því.

Nú verða menn í skipsbroti eða fyrir áföllum og týna fé sínu, og heitir það þó vogrek, og svo er á hverngi veg er sjór blendur saman fé manna, svo að engi veit hvað á, og skal það fara sem annað vogrek. Landeigandi skal svo varðveita fé það sem þá mundi hann ef hann ætti, enda á hann eigi þá að ábyrgjast féið ef hann selur eigi. Ef menn þykjast vita hverir þar hafa farist, og kalla erfingjar til fjár eða gripa, og skulu þeir hafa fé það allt er þeir hafa til kennendur tvo, þá er í hrörum sé réttir. Þeir skulu eiða vinna að því að þeir leggja það undir þegnskap sinn að þeir menn báru fé það á skip, eða sá maður ef hann er einn. Nú kalla fleiri menn til en einn, þá er rétt að halda fénu til dóms. Ef menn vita eigi hvað hvergi þeirra átti, þá skulu erfingjar þeirra stefna hinum um er féið hefir það með höndum, og um svo mikið fé sem hver þeirra ræður á að kveða, og stefna til gjalda og til útgöngu. Þeir skulu til alþingis allir stefna, og skal hver þeirra kveðja til tylftarkviðar goða þann er sá er í þingi með er sækir að bera um það hve mikið fé sá maður bar á skip er fórst, það er hann átti og sækjandi er nú arfi eftir. Svo skal hver þeirra fara því máli, er til þess fjár kallar, sem nú var tínt. Goðinn á að bera slíkt sem hann hyggur réttast, og kveða svo að orði í kviðnum að hinn bar svo mikið fé á skip eða meira, enda skal svo mikið fé dæma á hendur varðveislumanni fjárins sem kviður ber, nema varnir komi fram. Sá maður er sóttur er á og að beiða sér bjargkviðar fimm heimilisbúa sína, að bera um það við hve miklu fé hann tók, og eigu þeir það að bera.

Nú hafa útlendir menn farist þar, þá skal sá maður er fé varðveitir kveðja til tylftarkviðar goða þann sem hann er í þingi með, hve mikið fé þeir áttu, og skal hann varðveita það fé sem þeim ber til handa.

Sá á við þann allan er telgdur er, sem land á, hvegi er kaupum er keypt, nema kennendur sé til eða kviður beri öðrum. Ef hann hefir af hendi sér reitt nokkuð fé áður að þeim lögum sem nú var tínt, þá skal hann þeim mun minna reiða. En ef hann hefir á annan veg selt af hendi nokkuð fé en tínt er, þá er heimting til þess alls. Svo skulu þeir menn heimta sitt fé sem nú er talið, er á því skipi hafa fé átt, þó að þeir fylgi eigi sjálfir.

Nú ber búakviðurinn minna féið en tylftarkviðurinn bæri áður, þá skal alla aura jafnt skerða. En ef sumir verða síðar varir við, þeir er til fjárins telja, og skulu þeir þá lýsa á hendur hinum öllum, er fé hafa tekið, og kveðja til tylftarkviðar goða þá er þeir eru í þingi með, hve mikið fé þeir áttu að heimta fyrir öndverðu, og eigu þeir að láta rakna allir er áður hafa tekið féið, svo að jafns missi hver þeirra af jafnmiklu fé. Nú hefir eigi allt féið raknað undan landeiganda af því að aðrir kölluðu til minna en hann tæki við, þess fjár er íslenskir menn hafa átt eða erfingjar þeirra er til kalla. Þá skulu þeir er síðar heimta þar heyja heimting sem hann er, og heimta því aðeins að hinum er tekið hafa féið, ef eigi verður jafn hlutur þeirra ella, og vinnur það eigi til þess féið er undir landeiganda var eftir. Svo skal og fara sem nú var tínt, ef þeir menn voru í barnæsku eða af landi farnir er þar áttu fjár von, og var þeirra mál af því eigi til búið.

Ef meiri hlutur vogreksins hefir komið á varðveislu landeiganda heldur en hann hafi af hendi reitt að lögum, þá á hann að varðveita það þrjá vetur og segja til að Lögbergi, enda skal hann láta virða við bók eða kross féið og njóta af leigna. En ef menn koma til síðan að heimta féið, þá skal út ganga innstæðan, og svo leigur, ef eigi er að lögum virt. Það fé skal þrjá vetur liggja, er þeir vitu eigi hver á, svo að eigi skal úr þeim eyri færa sem áður er, nema spillast vili. En ef landeigandi fer annan veg með vogreki en nú er tínt, þá eigu þeir orði að ráða við hann er fé áttu að honum.

74.

Það er mælt að almenningar eru á landi hér. Það er almenning er fjórðungsmenn eiga allir saman. Þar eiga menn að fiskja og fygla svo að koma þangað er mánaður lifir vetrar og vera þar sjö mánaði. Þá skal almenning liggja fimm mánaði svo að sá einn skal þá beita er næstur býr. Þar eiga menn að höggva við og telgja og færa til skips eða búða, og er þá heilagur viðurinn. Nú koma menn þangað á öðru skipi og fá því eigi farm, en hinir hafa meir en farm sínu skipi, þá er rétt að þeir taki farm sínu skipi er síðar komu.

Nú kemur hvalur meðan þeir eru í almenningu, og er þá svo um hann mælt sem um við. Nú kemur hvalur þá er þeir eru eigi í almenning. Þá skal skera krossa sá er næst býr, og láta fara á alla vega á brott sem dagur deilist. Verður sá útlagur þrem mörkum er eigi lætur fara krossinn ef fært er. Þar skal skera hver er vill hvalinn og hafa í brott. Nú koma menn þangað svo að aðrir hafa meir skorið en þá þegar megi í brott hafa, og eigu þeir að taka það er hinir megu eigi með fara, hvort sem menn koma eftir skipum eða hrossum, þá skal hver í brott hafa sem má með fara, jafnt hvort sem er viður eða hvalur. Ef skot finnst í hval í almenning, þá skulu þeir menn varðveita er lönd eigu næst.

Nú kemur þar hvalur er engi maður hefir land numið fyrir öndverðu. Þá skulu enn þeir menn varðveita skotmannshlut er land eiga næst.

Ef menn flytja hval úr almenningu, og skulu þeir honum usque til „förina“.