Fara í innihald

Grágás: Lagasafn íslenska þjóðveldisins

Úr Wikiheimild
Fyrir aðrar útgáfur af þessu verki, sjáðu Grágás.
Grágás: Lagasafn íslenska þjóðveldisins (1992)
Höfundur: óþekktur
Ritstjórn: Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Mörður Árnason
Grágás er lagasafn þjóðveldistímabilsins (930 – 1262/64). Lögin sem það inniheldur voru byggð á Gulaþingslögum frá Noregi. Lög þess féllu úr gildi með lögtöku Járnsíðu á árunum 1271 til 1274. Lagasafnið er varðveitt í nokkrum misheillegum handritum en Staðarhólsbók (AM 334 fol.) og Konungsbók (GKS 1157 fol.) eru þau ítarlegustu.

Árið 1992 gaf Mál og menning út Grágás: Lagasafn íslenska þjóðveldisins eftir Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Mörð Árnason. Inniheldur bókin efni handritanna í stöðluðu og uppfærðu máli ásamt ýmsum skýringum. Framsetning þessi á Grágás byggir á fyrrnefndri bók sem sjálf byggir á efni Staðarhólsbókar og svo efni Konungsbókar þegar hún nær lengra auk nokkurra innskota úr öðrum handritsbrotum. Í lokin eru stakir kaflar úr Landabrigðisþætti sem finnast á handritsbrotinu AM 315 d fol.

Einungis texti Grágásar er birtur hér þar sem lagatexti getur ekki verið höfundarréttarvarinn, hvort sem hann er í upprunalegu máli eða nútímavæddu. Annað efni bókarinnar er enn höfundaréttarvarið.

Ef texti finnst í einu handriti sem ekki er að finna í hinum þá er hann settur innan hornklofa þar sem hann birtist í því handriti.

  • Aðalhandrit: K: GKS 1157 fol., KonungsbókS: AM 334 fol., Staðarhólsbók
  • Önnur handrit: Ab: AM 135 4to, ArnarbælisbókBd: AM 347 fol., BelgsdalsbókSk: AM 351 fol., SkálholtsbókSt: AM 346 fol., StaðarfellsbókTr: UppsUB R 713, TroilsbókX: AM 173 c 4to • Y: AM 125 a 4to • Z: AM 181 4to
  • Kristinna laga þáttur
  • Erfðaþáttur
  • Ómagabálkur
  • Festaþáttur
  • Um fjárleigur
  • Vígslóði
  • Landabrigðisþáttur
  • Þingskapaþáttur
  • Baugatal
  • Lögsögumannsþáttur
  • Lögréttuþáttur
  • Rannsóknaþáttur
  • Stakir kaflar úr Konungsbók
  • Stakir kaflar úr handritsbroti (AM 315 d fol.)
  • Þetta verk er birt í samræmi við 9. gr. höfundalaga nr. 73/1972. Sú grein tekur til laga, reglugerða, fyrirmæla stjórnvalda, dóma og önnur áþekk gögn, sem gerð eru af opinberri hálfu, og opinberar þýðingar á slíkum gögnum.
    Þó Wikimedia Foundation sé bandarísk stofnun sem vistar efni sitt í mismunandi heimsálfum þá gilda ávallt íslensk lög um íslensk verk vegna ákvæða Bernarsáttmálans.

    Public domainPublic domainfalsefalse