Fara í innihald

Grágás: Lagasafn íslenska þjóðveldisins/Stakir kaflar úr handritsbroti (AM 315 d fol.)

Úr Wikiheimild
Grágás: Lagasafn íslenska þjóðveldisins (1992)
Höfundur: óþekktur
Stakir kaflar úr handritsbroti (AM 315 d fol.)

Landbrigðarþáttur

1.

Það [es] mælt ef ungum [manni] tæmist land … gjöf og selur f[járvarðveislumaður] … Ef maður [vex upp] til land[sbrigðar] … es hann es … v[e]t[ra] gamall. [Nú] á [hann] flei[ri] … en eitt, þá skal hann [brigða] land á sumri … eru brigð … fleiri … [bri]gða … hefur þá upp brigð … hann brigt hafa öll þau es hann hy[ggur] sumar þ[að] … áður [tvítu]gur ef hann es hér á landi alinn og upp [fæd]dur.

[Ef sá maður es erlendis] es [landsbrigð] tæmist út hér og kemur … brigðina … of vetur verið út hér hið síðasta … að h … sumar es hann kemur út ef … [Hann skal svo] fara að allri landsbrigð … [nem]a það að hann skal eigi láta á miðli verða.

[Sá] maður es land … skal ganga til Lögb … og nefna votta tvo eða fleiri. Nefni … brigðar of land það es hann kennir … og … [eft]ir frænda m … [Nú] lýseg löglýsingu til sóknar ann[að] … hljó[ði] … Lögbergi og til þess fjórðungsdóms es land … [lög]sögu[maður] heyri. En lögsögu[maður] es skyldur að … má hins lýri … k ætti … til þess í Lögréttu þá es lögsögumaður es þar … kost að … of land og kveða á hvar það es … gina. En lögsögumaður skal … þar að … Ef verjandinn es þar þá … máttu … allur. Þess á brigðandinn [og kost að] spyrja … hvort … kenn[i] s[ér] … [e]ð[a] e … eignarl[ýr]it fyr … s[k]ylt að segja hv[erjum] … sel[t] … senn, það v[arðar] skóg[gang] … es hann hyggur að eignarlýrit [hafi] véllaust fyr landi.

Skyldur es hve[r] þeirra manna es það land he[fir átt að] stefna sínum heimildarmanni til heimildar og til þess þings es hann brigðir landið. Það es og rétt að [h]ver þeirra stefni es spyr að hinn hefir lýst til brigðar of landið, enda es rétt að maður kveði mann heimildar. Brigðandinn skal og lýsa það sumar es hann brigðir landið þá sök es hann lýsti hið fyrra sumar, lýsa þar þá til dóms. Síðan skal hann kveðja níu búa á þingi þá es næst eru landi því að bera of það hvort hans faðir ætti það land á dey[janda de]gi sínum eða eigi, eða sá maður es hann tók arf eftir, og nefna þann og svo [landið.] En ef það ber kviður að sá ætti þá landið es hann tók arf eftir, þá á að dæma [hon]um land, nema hinn geti lögvörn fyr sig es varðveit[ti fé hins unga manns.] Sá maður skal kveðja sér bjargkviðar, fimm búa úr þeim sóknar[kvi]ð, þá es [næstir] búa landinu, að bera of það hvort skuldir gengu í land það eða eigi, eða voru ómagar á fénu svo að innstæðan myndi þverra eða eigi. Ef það ber í hag honum, þá skal brigðandinn kveðja fimm búa hina sö[mu] … [hvort þar kom fullur] eyrir fullum í gegn eða eigi. Nú ber það kviður að … hina sömu búa að bera of það hvort land vas se[lt] sem dýrst mátti koma eða eigi. Ef það [ber kviður] að hinn seldi [sem hann] mátti dýrst, þá heldur hann landinu, nema hinn þreyti meir. Þá skal brigðandinn kveðja of það [kviðar] hvort honum væri betra til fjár að selt væri svo sem es eða óselt. Nú ber það kviður að honum væri betra til fjár að selt væri. Þá skal hann kveðja þess annars hvort leiguból væri til að selja eða ítök í annarra [manna] lönd svo að þó [mæt]ti aurar haldas[t] í aðalbólinu eða innst[æ]ð[a] þó það væri óselt. Nú ber það kviður að til voru leiguból eða ítök í önnur lönd svo að þ[ö]rf ynni ef þau væri fyrr seld, og brigðist þá landið, en eigi ellegar.

Ef land vas eigi selt sem dýrst mátti, eða gengu eigi skuldir í land sem nú vas tínt, eða voru til leiguból eða ítök í lönd að selja til skulda eða ómaga, þá brigðist landið, og skal dæma þeim es brigði. Ef fleiri hafa átt landið en einn, og hef[ir] að sölum farið, þá skal hver þeirra láta bera kaupsvotta sína, þá es þeir hafa heim[an] … að dómi eða búa ef … vott[ar. Þeim varðar fjörbaugsgarð es] fyrst seld … mann. Ef maður key[pti] … and … viss … brigð … eins rétt ef hann vill þar láta ávallt vesa meðan áin es þíð og meta eigi leigu. Svo es þar of götur sem áður vas umb tínt. En ef hann gerir á annan veg, þá [es hann] útlagur þrem mörkum.

[Ef maður varð]veit[ir] brú eða skip það es fé es til lagið, og es hann útlagur ef hann innir eigi máldaga, og á þá sök hver es fars missir. Sá maður á og þá sök es fé lagði til eða hans erfingi, og verður hann útlagur þrem mörkum, og gjalda tvö slík sem ferjubúar fimm meta þá sýslu en hann endi eigi, enda á dómur að dæma á hönd honum skipsvarðveisluna, og varðar þá fjörbaugsgarð ef hann órækist. Eigi skal skip það ónýtast svo af fyrningu að eigi sé annað til fengið áður, ef sá skyldi skipinu halda es féið varðveitir. Nú brotnar skip það í vötnum eða í veðrum, þá skal hann ta[k]a annað skip sem hann má fyrst. Ef sá ræður fyr skipi es hann fékk til farningar, þá ábyrgist sá eigi es farður vas þótt skip lestist, ef hann vildi vel. Synjað es þá fars ef leigu es metið ef veita skyldi, og á ferjumaðurinn að bæta þeim es fara skyldi sem búar fimm virða, ef hann fær auvisla af, enda á hann heimting til leigu þótt reidd sé. Sá ábyrgist skip es hefir sem annað lán. Nú es brúarhald mælt á hönd manni, og skilið eigi ger. Þá skal hann að gera svo að haldi fyr fyrnusku, en gera sem fyrst ef áin brýtur, og skal sækja sem áður vas tínt ef hann órækist. Það eru allt stefnusakir, og skal kveðja heimilisbúa níu til fjörbaugssaka en fimm til útlegða.

2. OF SLÁTTU OG BEIT.

Það es og ef maður vinnur á landi manns og skeður jörðu, þá verður hann útlagur þrem mörkum. Nú slær maður, og varðar það slíkt. En ef hann færir á braut, og má þá færa til þýfðar eða til gertækis.

Sá maður á ávöxt allan á landi sínu es á það, en aðrir menn eigu þar að eta sem vilja ber og söl. Þeir verða allir útlagir þrem mörkum es til þess taka að á braut vilja hafa ólofað. Sá maður verður og útlagur þrem mörkum es hann tekur hvannir, og sex aura áverk. Færa má til þýfðar ef þriggja álna skaði es að ger.

Eigi skal maður æja í engi manns. Nú veit hann engimark eigi, þá skal hann eigi þar æja es stakkgarður es í hjá, og svo þar es eigi es sina í. Eigi verður maður útlagur þótt það fé komi í engjar es úr afrétt gengur. Biðja skal maður lofs þá menn es næstir búa ef hann vill sinu brenna, og verður hann útlagur þrem mörkum ef eldur rennur í þeirra lönd, og bæta skaða. En fjörbaugsgarð varðar ef hann brennir skóg eða hús. Það varðar og fjörbaugsgarð ef hann bað eigi lofs að, ef eldurinn rennur í annarra manna lönd, en skóggang ef þeim verður kúgildis skaði að. Það eru allt stefnusakar, og skal kveðja heimilisbúa níu á þingi þess es sóttur es til fjörbaugssaka en fimm til útlegða.

3. OF SELFARAR OG BEITIR.

Ef maður hefir lönd fleiri en eitt undir bú sitt, og vill hann fara þar í sel yfir annars manns … fara með fé sitt tvisvar á sumri til sels, en því aðeins oftar ef þar verða misgöngur fjár. Þá á hann að reka heim smala sinn. Hann á fornar götur að fara ef þær eru til. En ef hann fer of engi manns, þá skal hann í togi hafa [hið lau]sa hross. Ef þar eru keldur á götu hans, og á hann að gera þar brúar yfir og [vinna þa]u áverk á [an]nars [manns] landi … af þ[ví] skaða, þá varðar honum það útlegð … virða við bók.

Engi maður skal bólstað sinn … í leg … við, þá skal hann fara til húss þeirra manna es … því es þá es þá es óbyggt, og nefna sér votta og bjóða þ[eim að] leiga … sjö vikur eru af sumri hið síðasta svo sem búar fimm meta … og skulu þeir þar etja heyjum þeim es þar fást í því landi og halda [þar] húsum svo sem á leigulandi, og skulu þeir svo að öllu halda landið sem leiguland. En … leiga eigi, þá á hann að verja þeim lýriti landið og fara svo m[eð] lýriti þei[m] … m[eð] stefnu. Það es og rétt að hann veri þeim lýriti að Lögbergi, en eigi sekjast þeir á beitinni áður þeir fregna lýritinn.

Ef maður rekur fé sitt í annars [manns] land eða lætur reka svo að hann vildi annars eigin beita, og verður af því fimm aura skaði eða meiri, og varðar það fjörbaugsgarð. En ef minni verður skaði að en svo, þá varðar útlegð, og bæta auvisla svo sem búar meta. En ef þar verða misgöngur fjár og beitist akur annars manns eða engi, og verði þó fimm aura skaði eða meiri, og varðar það útlegð, og bæta auvisla sem búar virða, enda varðar svo þótt minni sé skaðinn. En ef sá maður es fyr beit verður rekur svo aftur fé hins sjálfs að kemur í akur eða í engi, eða hann vili að í akur gengi féið eða í engi eða í andvirki, þá … það útlegð og … fimm aura skaði verður að eða meiri, þá varðar fjörbaugsgarð, og á sá þá sök es … Ef annar maður gerir það vísvitandi að ráði þess es féið á [og] verða þeir báðir útlagir, og jafnt varðar þeim báðum hvort sem skaði varð að meiri eða minni. Ef maður rekur búfé annars manns eða lætur reka svo að máls missir … missa, og varðar það fjörbaugsgarð. En þá missir búfé máls es … heim … of morgun skyldi, eða það kemur of morgun … [e]s skyldi of … [Ef] maður setur inn búfé manns eða rekur svo hart eð[a] … [bre]gður … og varðar það fjörbaugsgarð, og á sá maður sakar þær es bú … of það að hann hafi rekið búfé annars svo … [m]iss[i] … beiða sér bjargkviðar of það hvort … eigi missti máls. En ef það … h[ann] s[ökinni] …

4. OF ENGI.

E[f maður á engi í] annars manns landi, og skal hann varða við engi því hinn fimmta dag …