Fara í innihald

Guðmundar saga Arasonar/14

Úr Wikiheimild
Guðmundar saga Arasonar
Höfundur: Arngrímur Brandsson
14. Læknaðist höfuðverkr Guðmundar.

En þat, er sagt var litlu áðr, at Guðmundr góði vandist á vetrartímum at heyra mönnum í vörmum herbergjum, kann vera, at þaðan af leiðist, er varð í fyrrum tímum, at tveir norrænir menn, kumpánar hans, er sátu samhéraðs, kómu til játningar ok kölluðu hann fljótt með votu höfði eftir nýtekna hárlaug í grimmu frosti, sem er í því landi svo norðarliga um hávetrar skeið. Ok eftir litla útivist hrapaði á hann svo strangr höfuðverkr með voða, at hann varð ómáli ok lá svo um eina eykt, þar til er drottinn leit af sæti sínu þau hörmulig tár, er allr lýðr á bænum steypti út í hans augliti fyrir heilsubót síns andligs föður. Var þá ok batinn svo fljótt, at hann söng messu samdægris sér til fagnaðar ok öllum öðrum.