Heimskringla/Ólafs saga Tryggvasonar/28

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Ótta keisari fór aftur í Saxland í ríki sitt. Skildust þeir Danakonungur með vináttu. Svo segja menn að Ótta keisari gerði guðsifjar við Svein, son Haralds konungs, og gaf honum nafn sitt og var hann svo skírður að hann hét Ótta Sveinn.

Haraldur Danakonungur hélt vel kristni til dauðadags. Búrisláfur konungur fór þá til Vindlands og með honum Ólafur mágur hans.

Þessar orustu getur Hallfreður vandræðaskáld í Ólafsdrápu:

Böðserkjar hjó birki
barklaust í Danmörku
hleypimeiðr fyr Heiða
hlunnviggja bý sunnan.