Heimskringla/Ólafs saga Tryggvasonar/29
Útlit
Heimskringla - Ólafs saga Tryggvasonar
Höfundur: Snorri Sturluson
29. Ferð Ólafs konungs af Vindlandi
Höfundur: Snorri Sturluson
29. Ferð Ólafs konungs af Vindlandi
Ólafur Tryggvason var þrjá vetur á Vindlandi áður Geira kona hans tók sótt þá er hana leiddi til bana. Ólafi þótti það svo mikill skaði að hann festi ekki yndi á Vindlandi síðan. Réð hann sér þá til herskipa og fór enn í hernað, herjaði fyrst um Frísland og þar næst um Saxland og allt í Flæmingjaland.
Svo segir Hallfreður vandræðaskáld:
- Tíðhöggvið lét tyggi,
- Tryggva sonr, fyr styggvan
- Leiknar hest á lesti,
- ljótvaxinn, hræ Saxa.
- Vinhróðigr gaf víða
- vísi margra Frísa
- blökku brúnt að drekka
- blóð kveldriðu stóði.
- Rógs brá rekka lægir
- ríkr Valkera líki.
- Herstefnir lét hröfnum
- hold Flæmingja goldið.