Heimskringla/Ólafs saga Tryggvasonar/58
Útlit
Erlingur Skjálgsson gerði um sumarið brullaup sitt og var þar allmikið fjölmenni. Þar var Ólafur konungur. Þá bauð konungur að gefa Erlingi jarldóm.
Erlingur segir svo: „Hersar hafa verið frændur mínir. Vil eg ekki hafa nafn hærra en þeir. Hitt vil eg þiggja konungur af yður að þér látið mig vera mestan með því nafni hér í landi.“
Konungur játti honum það. Og að skilnaði þeirra veitti Ólafur konungur Erlingi mági sínum norðan frá Sognsæ og austur til Líðandisness með þvílíkum hætti sem Haraldur hinn hárfagri hafði veitt sonum sínum og fyrr er ritið.