Heimskringla/Ólafs saga helga/210

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search


Þorgils Hálmuson er maður nefndur, bóndi sá er bjó á Stiklastöðum, faðir Gríms góða. Þorgils bauð konungi liðsemd sína og vera í bardaga með honum.

Konungur bað hann hafa þökk fyrir boð sitt. „En eg vil,“ segir konungur, „að þú búandi sért eigi í bardaga. Veit oss heldur hitt, að bjarg mönnum vorum eftir bardaga, þeim er sárir eru, en veit hinum umbúnað er falla í orustu, svo ef þeir atburðir verða, búandi, að eg fell í bardaga þessum, veit þá þjónustu líki mínu sem nauðsyn ber til ef þér er það eigi bannað.“

Þorgils hét þessu konungi sem hann beiddi.