Fara í innihald

Heimskringla/Ólafs saga helga/212

Úr Wikiheimild
Heimskringla - Ólafs saga helga
Höfundur: Snorri Sturluson
212. Frá Þórði Fólasyni


Þórður Fólason bar merki Ólafs konungs. Svo segir Sighvatur skáld í erfidrápu þeirri er hann orti um Ólaf konung og stældi eftir uppreistarsögu:

Þórð frá eg það sinn herða,
þreifst sókn, með Óleifi,
góð fóru þar, geirum
gört víg, saman hjörtu.
Stöng bar hátt fyr Hringa
hjaldrmóðum gram bróðir,
fullt vann, fagrla gyllta
framlundaðr Ögmundar.