Heimskringla/Ólafs saga helga/212
Útlit
Þórður Fólason bar merki Ólafs konungs. Svo segir Sighvatur skáld í erfidrápu þeirri er hann orti um Ólaf konung og stældi eftir uppreistarsögu:
- Þórð frá eg það sinn herða,
- þreifst sókn, með Óleifi,
- góð fóru þar, geirum
- gört víg, saman hjörtu.
- Stöng bar hátt fyr Hringa
- hjaldrmóðum gram bróðir,
- fullt vann, fagrla gyllta
- framlundaðr Ögmundar.