Fara í innihald

Heimskringla/Hákonar saga Aðalsteinsfóstra/16

Úr Wikiheimild
Heimskringla - Hákonar saga Aðalsteinsfóstra
Höfundur: Snorri Sturluson
16. Svör Sigurðar jarls

En er hljóð fékkst þá svaraði Sigurður jarl: „Það er vilji Hákonar konungs að samþykkja við yður bændur og láta aldrei skilja yðra vináttu.“

Bændur segja að þeir vilja að konungur blóti til árs þeim og friðar svo sem faðir hans gerði. Staðnar þá kurrinn og slíta þeir þinginu.

Síðan talaði Sigurður jarl við konung að hann skyldi eigi fyrirtaka með öllu að gera sem bændur vildu, segir að eigi mundi annað hlýða: „Er þetta konungur, sem sjálfir þér megið heyra, vilji og ákafi höfðingja og þar með alls fólks. Skulum vér konungur hér finna til gott ráð nokkuð.“

Og samdist það með þeim konungi og jarli.