Fara í innihald

Heimskringla/Hákonar saga Aðalsteinsfóstra/7

Úr Wikiheimild

Síðan hélt Hákon konungur liði sínu sunnan til Selundar og leitaði víkinga. Hann reri með tvær snekkjur fram í Eyrarsund. Þar hitti hann ellefu víkingasnekkjur og lagði þegar til orustu við þá og lauk svo að hann hafði sigur og hrauð öll víkingaskipin.

Svo segir Guttormur sindri:

Álmdrósar fór eisu
élrunnr mörum sunnan
trjónu tingls á græna
tveim einum selmeina,
þá er ellefu allar
allreiðr Dana skeiðar
valsendir hrauð vandar,
víðfrægr að það síðan.