Heimskringla/Hálfdanar saga svarta/8
Útlit
Hálfdan konungur var viskumaður mikill og sanninda og jafnaðar og setti lög og gætti sjálfur og þrýsti öllum til að gæta og að eigi mætti ofsi steypa lögunum. Gerði hann sjálfur saktal og skipaði hann bótum hverjum eftir sínum burð og metnaði.
Ragnhildur drottning ól son og var sá sveinn vatni ausinn og kallaður Haraldur. Hann var brátt mikill og hinn fríðasti. Óx hann þar upp og gerðist þegar íþróttamaður snemma og vel viti borinn. Móðir hans unni honum mikið en faðir hans minna.