Heimskringla/Haralds saga Sigurðarsonar/11

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit

Haraldur var marga vetur í hernaði þessum, er nú var frá sagt, bæði í Serklandi og Sikileyju. Síðan fór hann aftur til Miklagarðs með her þenna og dvaldist þar litla hríð áður hann byrjaði ferð sína út í Jórsalaheim. Þá lét hann eftir málagull Grikkjakonungs og allir Væringjar, þeir er til ferðar réðust með honum. Svo er sagt að í öllum ferðum þessum hafi Haraldur áttar átján fólkorustur.

Svo segir Þjóðólfur:

Þjóð veit, að hefr háðar
hvargrimmlegar rimmur,
rofist hafa oft fyr jöfri,
átján Haraldr, sáttir.
Höss arnar rauðstu hvassar,
hróðigr konungr, blóði,
ímr gat krás hvars komuð,
klær, áðr hingað færir.