Heimskringla/Haralds saga Sigurðarsonar/11
Útlit
Haraldur var marga vetur í hernaði þessum, er nú var frá sagt, bæði í Serklandi og Sikileyju. Síðan fór hann aftur til Miklagarðs með her þenna og dvaldist þar litla hríð áður hann byrjaði ferð sína út í Jórsalaheim. Þá lét hann eftir málagull Grikkjakonungs og allir Væringjar, þeir er til ferðar réðust með honum. Svo er sagt að í öllum ferðum þessum hafi Haraldur áttar átján fólkorustur.
Svo segir Þjóðólfur:
- Þjóð veit, að hefr háðar
- hvargrimmlegar rimmur,
- rofist hafa oft fyr jöfri,
- átján Haraldr, sáttir.
- Höss arnar rauðstu hvassar,
- hróðigr konungr, blóði,
- ímr gat krás hvars komuð,
- klær, áðr hingað færir.