Heimskringla/Haralds saga Sigurðarsonar/30

Úr Wikiheimild

Einar þambarskelfir fór með líki Magnúss konungs og með honum allur Þrændaher og fluttu til Niðaróss og var hann þar jarðaður að Klemenskirkju. Þar var þá skrín hins helga Ólafs konungs.

Magnús konungur hafði verið meðalmaður á vöxt, réttleitur, ljósleitur og ljós á hár, snjallmæltur og skjótráður, skörunglyndur, hinn mildasti af fé, hermaður mikill og hinn vopndjarfasti. Allra konunga var hann vinsælstur. Bæði lofuðu hann vinir og óvinir.