Fara í innihald

Heimskringla/Haralds saga Sigurðarsonar/33

Úr Wikiheimild


Haraldur konungur fékk Þóru dóttur Þorbergs Árnasonar hinn næsta vetur eftir en Magnús konungur hinn góði andaðist. Þau áttu tvo sonu. Hét hinn eldri Magnús en annar Ólafur. Haraldur konungur og Ellisif drottning áttu dætur tvær. Hét önnur María en önnur Ingigerður.

En hið næsta vor eftir þessa herför, er nú var áður frá sagt, bauð Haraldur konungur liði út og fór um sumarið til Danmerkur og herjaði og síðan hvert sumar eftir annað.

Svo segir Stúfur skáld:

Autt varð Falstr að fréttum.
Fékk drótt mikinn ótta
gæddr var hrafn, en hræddir
hvert ár Danir váru.