Heimskringla/Haralds saga Sigurðarsonar/37
Útlit
Heimskringla - Haralds saga Sigurðarsonar
Höfundur: Snorri Sturluson
37. Frá Úlfi Óspakssyni stallara
Höfundur: Snorri Sturluson
37. Frá Úlfi Óspakssyni stallara
Úlfur Óspaksson var með Haraldi konungi í miklum kærleikum. Hann var hinn vitrasti maður, snjallur í máli, skörungur mikill, tryggur og einfaldur. Haraldur konungur gerði Úlf stallara sinn og gifti honum Jórunni Þorbergsdóttur, systur Þóru er Haraldur konungur átti. Börn Úlfs og Jórunnar voru þau Jón sterki á Rásvelli og Brígiða, móðir Sauða-Úlfs, föður Péturs byrðarsveins, föður þeirra Úlfs flýs. Sonur Jóns sterka var Erlendur hímaldi, faðir Eysteins erkibiskups og bræðra hans.
Haraldur konungur gaf Úlfi stallara lends manns rétt og tólf marka veislur og umfram hálft fylki í Þrándheimi. Svo segir Steinn Herdísarson í Úlfsflokki.