Heimskringla/Haralds saga Sigurðarsonar/39

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit

Ívar hvíti er maður nefndur er var lendur maður göfugur. Hann átti bú á Upplöndum. Hann var dótturson Hákonar jarls hins ríka. Ívar var allra manna fríðastur sýnum. Son Ívars hét Hákon. Frá honum er svo sagt að hann var umfram alla menn þá er í þann tíma voru í Noregi að fræknleik og afli og atgervi. Hann var þegar á unga aldri í herförum og aflaði sér þar mikillar fremdar og gerðist Hákon hinn ágætasti maður.