Heimskringla/Haralds saga Sigurðarsonar/41
Útlit
Ormur hét þá jarl á Upplöndum. Móðir hans var Ragnhildur dóttir Hákonar jarls hins ríka. Ormur var hinn mesti ágætismaður.
Þá var á Jaðri austur á Sóla Áslákur Erlingsson. Hann átti Sigríði dóttur Sveins jarls Hákonarsonar. Gunnhildi, aðra dóttur Sveins jarls, átti Sveinn Úlfsson Danakonungur. Slíkt var afkvæmi Hákonar jarls þá í Noregi og mart annað göfugra manna og var ætt sú öll miklu fríðari en annað mannfólk og flest atgervimenn miklir en allt göfugmenni.