Heimskringla/Haralds saga Sigurðarsonar/54

Úr Wikiheimild

Guttormur hét sonur Ketils kálfs og Gunnhildar á Hringunesi, systurson Ólafs konungs og Haralds konungs. Guttormur var maður gervilegur og snemma roskinmannlegur. Var Guttormur oftlega með Haraldi konungi og þar í miklum kærleikum og ráðagerðum með konungi því að Guttormur var vitur maður. Hann var hinn vinsælsti maður. Guttormur var oftlega í hernaði og herjaði mjög í Vesturlönd. Hann hafði lið mikið. Hann hafði friðland og vetursetu í Dyflinni á Írlandi og var í kærleikum miklum með Margaði konungi.