Heimskringla/Haralds saga Sigurðarsonar/81

Úr Wikiheimild

Þórður er maður nefndur er var á skipi því er skammt lá frá skipi konungs. Hann dreymdi um nótt að hann þóttist sjá flota Haralds konungs fara að landi, þóttist vita að það var England. Hann sá á landinu fylking mikla og þótti sem hvorirtveggju byggjust til orustu og höfðu merki mörg á lofti en fyrir liði landsmanna reið tröllkona mikil og sat á vargi og hafði vargurinn mannshræ í munni og féll blóð um kjaftana. En er hann hafði þann etið þá kastaði hún öðrum í munn honum og síðan hverjum að öðrum en hann gleypti hvern.

Hún kvað:

Skóð lætr skína rauðan
skjöld er dregr að hjaldri.
Brúðr sér Aurnis jóða
óför konungs görva.
Sviptir sveiflannkjafta
svanni holdi manna.
Úlfs munn litar innan
óðlát kona blóði
og óðlát kona blóði.