Heimskringla/Haralds saga Sigurðarsonar/97
Útlit
Ótitlað
Vilhjálmur lét sig til konungs taka í Englandi. Hann sendi boð Valþjófi jarli að þeir skyldu sættast og selur honum grið til fundar. Jarl fór með fá menn en er hann kom á heiðina fyrir norðan Kastalabryggju þá komu móti honum ármenn tveir með sveit manna og tóku hann og settu í fjötur og síðan var hann höggvinn og kalla enskir menn hann helgan.
Svo segir Þorkell:
- Víst hefir Valþjóf hraustan
- Vilhjálmr, sá er rauð málma,
- hinn er haf skar sunnan
- hélt, í tryggð um véltan.
- Satt er að síð mun létta,
- snarr en minn var harri
- deyr eigi mildingr mæri,
- manndráp á Englandi.
Vilhjálmur var síðan konungur á Englandi einn vetur og tuttugu og hans afkvæmi jafnan síðan.