Fara í innihald

Heimskringla/Magnúss saga berfætts/3

Úr Wikiheimild
Heimskringla - Magnúss saga berfætts
Höfundur: Snorri Sturluson
3. Hernaður í Hallandi


Magnús konungur hélt um veturinn austur í Vík en er voraði hélt hann suður til Hallands og herjaði þar víða. Þá brenndi hann þar Viskardal og fleiri héruð. Fékk hann þar fé mikið og fór síðan aftur í ríki sitt.

Svo segir Björn hinn krepphendi í Magnússdrápu:

Vítt lét Vörsa drottinn,
varð skjótt rekinn flótti,
hús sveið Hörða ræsir,
Hallands, farið brandi.
Brenndi buðlungr Þrænda,
blés kastar hel fasta,
vakti viskdælsk ekkja,
víðs mörg héruð síðan.

Hér getur þess að Magnús konungur gerði hið mesta hervirki á Hallandi.