Heimskringla/Magnúss saga góða/20
Útlit
Heimskringla - Magnúss saga góða
Höfundur: Snorri Sturluson
20. Um komu Magnúss konungs til Danmerkur
Höfundur: Snorri Sturluson
20. Um komu Magnúss konungs til Danmerkur
En er Magnús konungur kom til Danmerkur þá var honum þar vel fagnað. Átti hann brátt þing og stefnur við landsmenn og beiddi sér viðtöku svo sem einkamál voru til. En fyrir því að landshöfðingjar þeir er ágætastir voru í Danmörk voru eiðum bundnir við Magnús konung og vildu halda orð sín og eiða þá fluttu þeir þetta mjög fyrir fólkinu. Það bar og annað til að þá var andaður Knútur hinn ríki og dautt allt hans af kvæmi. Hinn þriðji hlutur að þá var alkunnig orðin helgi Ólafs konungs um öll lönd og jartegnagerð hans.