Heimskringla/Magnúss saga góða/21

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search


Síðan lét Magnús konungur stefna Vébjargaþing. Þar taka Danir sér konung bæði að fornu og að nýju. En á því þingi tóku Danir Magnús Ólafsson til konungs yfir allt Danaveldi.

Dvaldist Magnús konungur í Danmörk lengi um sumarið og fagnaði allt fólk honum vel hvar sem hann kom og veittu honum hlýðni. Skipaði hann þá allt land, sýslur og héruð, og veitti veislur ríkismönnum. En er á leið haustið hélt hann liði sínu til Noregs og dvaldist í Elfinni nokkura hríð.