Heimskringla/Magnúss saga góða/31

Úr Wikiheimild

Magnús konungur hélt þegar sunnan sínu liði til Sjálands eftir Sveini. En þegar er Magnúss konungs lið kom að þá flýði Sveinn þegar á land upp og allt lið hans en Magnús konungur sótti eftir þeim og rak flóttann, drap slíkt er þeir náðu.

Svo segir Þjóðólfur:

Spurði einu orði,
öld blóðroðna skjöldu,
satt er að svo mörg átti,
Selunds mær hver vé bæri.
Auðtróðu varð auðið
yfir um skóg að spróga.
Títt bar týmargr flótti
til Hringstaða iljar.
Saurstokkinn bar svíra
snarr Skánunga harri.
Undr er nema allvaldr Lundar
aldrprúðr fyr haldi.
Gær flugu mold og mýrar,
merki jarls hins sterka
slóð drap fram að flóði,
flaugar dör um hauga.

Sveinn flýði þá yfir á Fjón en Magnús konungur fór þá herskildi yfir Sjáland og brenndi víða fyrir þeim mönnum er um haustið höfðu slegist í flokk með Sveini.

Svo segir Þjóðólfur:

Náði jarl að eyða
jöfra setr á vetri.
Lést eigi þú litla
landvörn af þér standa.
Máttir, Magnús, hætta,
mildr, í fólk und skildi.
Nefa Knúts var þá nýtum
nær sem hann ráðinn væri.
Rönn léstu, ræsir Þrænda,
reiðr þorðir bú meiða,
hús namstu hvert og eisu,
hyrfelld, gefa eldi.
Grá vildir þú gjalda,
gæðinga vinr, skæðar,
ört renndu þeir undan,
jarls fylgjurum dylgjur.