Heimskringla/Magnúss saga góða/34
Útlit
Magnús konungur sneri aftur ferð sinni þá er hann hafði undir sig lagt Skáni, hélt þá fyrst í Falstur, veitti þar uppgöngu og herjaði þar, drap mikið lið það er áður hafði gengið undir Svein.
Þess getur Arnór:
- Svik réð eigi eklu
- allvaldr Dönum gjalda.
- Lét fullhugaðr falla
- Falstrbyggja lið tyggi.
- Hlóð, en hála tæðu
- hirðmenn ara grenni,
- auðar þorn fyr örnu
- ungr valköstu þunga.
Síðan hélt Magnús konungur liði sínu til Fjóns og herjaði og vann þar þá mikið hervirki.
Svo segir Arnór:
- Enn rauð frán á Fjóni,
- fold sótti gramr dróttar,
- ráns galt her frá honum,
- hringserks lituðr merki.
- Minnist öld, hver annan,
- jafnþarfr blám hrafni,
- ört gat hilmir hjarta,
- herskyldir tug fylldi.