Fara í innihald

Heimskringla/Magnúss saga góða/34

Úr Wikiheimild
Heimskringla - Magnúss saga góða
Höfundur: Snorri Sturluson
34. Hernaður Magnúss konungs


Magnús konungur sneri aftur ferð sinni þá er hann hafði undir sig lagt Skáni, hélt þá fyrst í Falstur, veitti þar uppgöngu og herjaði þar, drap mikið lið það er áður hafði gengið undir Svein.

Þess getur Arnór:

Svik réð eigi eklu
allvaldr Dönum gjalda.
Lét fullhugaðr falla
Falstrbyggja lið tyggi.
Hlóð, en hála tæðu
hirðmenn ara grenni,
auðar þorn fyr örnu
ungr valköstu þunga.

Síðan hélt Magnús konungur liði sínu til Fjóns og herjaði og vann þar þá mikið hervirki.

Svo segir Arnór:

Enn rauð frán á Fjóni,
fold sótti gramr dróttar,
ráns galt her frá honum,
hringserks lituðr merki.
Minnist öld, hver annan,
jafnþarfr blám hrafni,
ört gat hilmir hjarta,
herskyldir tug fylldi.