Fara í innihald

Heimskringla/Magnússona saga/10

Úr Wikiheimild
Heimskringla - Magnússona saga
Höfundur: Snorri Sturluson
10. Jórsalaferð Sigurðar konungs


Um sumarið sigldi Sigurður konungur út um Grikklandshaf til Jórsalalands, fór síðan út til Jórsalaborgar og hitti þar Baldvina Jórsalakonung. Baldvini konungur fagnaði Sigurði konungi forkunnarvel og reið með honum út til árinnar Jórdanar og aftur til Jórsalaborgar.

Svo segir Einar Skúlason:

Húf lét hilmir svífa
hafkaldan, lof skaldi
esat um allvalds risnu
einfalt, í Grikksalti,
áðr við einkar breiða
úlfnestir skip festi,
öld beið öll með stilli,
Akrsborg, feginsmorgun.
Get eg þess er gramr fór vitja,
glyggs, Jórsala byggðar,
meðr vitut öðling æðra,
ógnblíðr, und sal víðum,
og leyghati laugast,
leyft ráð var það, náði
hauka fróns í hreinu
hvatr Jórdanar vatni.

Sigurður konungur dvaldist mjög lengi á Jórsalalandi um haustið og öndurðan vetur.