Heimskringla/Magnússona saga/20

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search


Sigurður konungur fékk Málmfríðar dóttur Haralds konungs Valdimarssonar austan úr Hólmgarði. Móðir Haralds konungs var Gyða gamla drottning, dóttir Haralds Englakonungs Guðinasonar. Móðir Málmfríðar var Kristín dóttir Inga Svíakonungs Steinkelssonar. Systir Málmfríðar var Ingilborg er átti Knútur lávarður sonur Eiríks góða Danakonungs, sonar Sveins Úlfssonar. Börn þeirra Knúts og Ingilborgar voru Valdimar, er konungdóm tók í Danmörk eftir Svein Eiríksson, Margrét, Kristín og Katrín. Margrétu átti Stígur hvítaleður. Þeirra dóttir var Kristín er átti Karl Sörkvisson Svíakonungur. Þeirra sonur var Sörkvir konungur.