Heimskringla/Magnússona saga/22
Útlit
Sigurður konungur var á Upplöndum að veislu nokkurri en þar voru laugar gervar. En er konungur var í laug og var tjaldað yfir kerið þá þótti honum renna fiskur í lauginni hjá sér og þá sló á hann hlátri svo miklum að þar fylgdi staðleysi og kom það síðan mjög oftlega að honum.
Ragnhildi dóttur Magnúss konungs berfætts giftu þeir bræður hennar Haraldi kesju. Hann var sonur Eiríks góða Danakonungs. Voru synir þeirra Magnús, Ólafur, Knútur, Haraldur.