Heimskringla/Magnússona saga/7

Úr Wikiheimild

Þá fór Sigurður konungur fram á leið og kom til eyjar þeirrar er Ívissa heitir og átti þar orustu og fékk sigur. Sú var hin sjöunda.

Svo segir Halldór skvaldri:

Margdýrkaðr kom merkir
morðhjóls skipastóli,
fús var fremdar ræsir
friðslits, til Ívissu.

Eftir það kom Sigurður konungur til eyjar þeirrar er Manork heitir og hélt þar hina áttu orustu við heiðna menn og fékk sigur.

Svo segir Halldór skvaldri:

Knátti enn hin átta
oddhríð vakið síðan,
Finns rauð gjöld, á grænni,
grams ferð, Manork verða.