Heimskringla/Ynglinga saga/16

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit

Dómar hét sonur Dómalda er þar næst réð ríki. Hann réð lengi fyrir löndum og var þá góð árferð og friður um hans daga. Frá honum er ekki sagt annað en hann varð sóttdauður að Uppsölum og var færður á Fýrisvöllu og brenndur þar á árbakkanum og eru þar bautasteinar hans.

Svo segir Þjóðólfur:

Og eg þess oft
um yngva hreyr
fróða menn
um fregið hafðag,
hvar Dómar
á dynjanda
bana Hálfs
um borinn væri.
Nú eg það veit
að verkbitinn
Fjölnis niðr
við Fýri brann.