Heimskringla/Ynglinga saga/30

Úr Wikiheimild

Eysteinn hét sonur Aðils er þar næst réð Svíaveldi. Á hans dögum féll Hrólfur kraki að Hleiðru. Í þann tíma herjuðu konungar mjög í Svíaveldi, bæði Danir og Norðmenn. Voru margir sækonungar þeir er réðu liði miklu og áttu engi lönd. Þótti sá einn með fullu mega heita sækonungur er hann svaf aldrei undir sótkum ási og drakk aldrei að arinshorni.