Heimskringla/Ynglinga saga/41

Úr Wikiheimild

Ívar víðfaðmi lagði undir sig allt Svíaveldi. Hann eignaðist og allt Danaveldi og mikinn hlut Saxlands og allt Austurríki og hinn fimmta hlut Englands. Af hans ætt eru komnir Danakonungar og Svíakonungar, þeir er þar hafa einvald haft.

Eftir Ingjald illráða hvarf Uppsalaveldi úr ætt Ynglinga, það er langfeðgum mætti telja.